Innlent

Breytir engu um kjarasamninga

Ingvar Arnarsson sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka segir lækkun verðbólgunnar gleðitíðindi fyrir flesta.
Ingvar Arnarsson sérfræðingur á greiningardeild Íslandsbanka segir lækkun verðbólgunnar gleðitíðindi fyrir flesta.

Vísitala neysluverðs lækkaði um 0,2 prósent milli október og nóvembermánaðar. Verðbólgan hefur því lækkað úr 4,6 prósentum í 4,2 prósent. Þetta er lítil breyting, þó hún sé meiri en búist hafði verið við. Áfram er búist við að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,5 eða 0,75 prósentustig við útgáfu Peningamála í byrjun desember.

Ingvar Arnarson, sérfræðingur í greiningardeild Íslandsbanka, segir að almennt hafi verið gert ráð fyrir 0,1 til 0,2 prósenta hækkun verðbólgunnar. Spáskekkjan hjá Íslandsbanka stafi af því að verð á dagvöru hafi lækkað milli mánaða, verð á nýjum bíl hafi lækkað meira en reiknað hafi verið með og eldsneytisverð hafi sömuleiðis lækkað. Þá hafi íbúðaverð haldið áfram að hækka.

@Mynd -FoMed 6,5p CP:Grétar Þorsteinsson Forseti ASÍ segir lækkunina ekki hafa nein áhrif á viðræður vegna kjarasamninga.

Grétar Þorsteinsson, forseti ASÍ, segir að lægri verðbólga hafi engin áhrif á viðræður vegna kjarasamninga. "Það er út af fyrir sig fagnaðarefni að verðbólga sé að lækka og vonandi verður framhald á því en við erum að fást við ástandið frá 2004 og til þessa dags." Gengi krónunnar var 102,8 þegar markaðir voru opnaðir í gærmorgun. Verðbólgutíðindin ollu því að krónan fór upp í 103,7 en sú breyting gekk svo til baka þegar erlend skuldabréfaútgáfa í krónum tók að aukast og krónan styrktist á ný. Gengi krónunnar endaði í 102,3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×