Innlent

Fréttamynd

Grunnskólanemar í hönnunarkeppni

Börn á aldrinum tíu til sextán ára láta í dag reyna á hugvit sitt og hæfileikann til þess að vinna saman. Þessir íslensku grunnskólanemar keppa í alþjóðlegri hönnunarkeppni þar sem þau smíða vélmenni úr legókubbum, forrita það og láta það síðan leysa ýmsar erfiðar þrautir.

Innlent
Fréttamynd

250 höfðu kosið á hádegi

250 höfðu tekið þátt í prófkjöri Framsóknarflokksins í Kópavogi á hádegi. Fjórtán eru í framboði, þar af fimm sem stefna á fyrsta sæti á lista flokksins fyrir næstu bæjarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Frjálshyggjan á hröðu undanhaldi

Frjálshyggjan er á hröðu undanhaldi um allan heim, líka á Íslandi, sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, formaður Samfylkingar á flokksstjórnarfundi í morgun. Hún sagði stjórnmálabaráttuna á Íslandi standa milli Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Innlent
Fréttamynd

Handsömun katta

Kettir voru fyrirferðamiklir á fundi borgarráðs í fyrradag. Á fundi borgarráðs voru bæði lögð fram drög að verklagsreglum um handsömun katta og drög að nýrri gjaldskrá um kattahald. Það er skemmst frá því að segja að hvort tveggja var samþykkt samhljóða.

Innlent
Fréttamynd

Treysta Stefáni Jóni betur

Sextíu og sjö prósent þeirra borgarbúa sem taka afstöðu treysta Stefáni Jóni Hafstein betur en Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem næsta borgarstjóra. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Frjálsrar verslunar. Þá fengi Sjálfstæðisflokkurinn hreinan meirihluta í borgarstjórn ef kosið yrði nú.

Innlent
Fréttamynd

Átta bítast um efsta sæti

Prófkjör Framsóknarmanna í Kópavogi hófst klukkan tíu í morgun. Fjórtán eru í framboði og þar af átta sem gefa kost á sér í fyrsta sæti á lista flokksins fyrir bæjarstjórnarkosningar sem haldnar verða næsta vor.

Innlent
Fréttamynd

Smíða vélmenni

Hópur barna á aldrinum tíu til sextán ára láta í dag reyna á hugvit sitt og hæfileikann til þess að vinna saman. Þessir íslensku grunnskólanemar ætla í dag að keppa í alþjóðlegri hönnunarkeppni þar sem þau smíða vélmenni úr legókubbum, forrita það og láta það síðan leysa ýmsar erfiðar þrautir.

Innlent
Fréttamynd

Sex teknir vegna fíkniefnasölu

Sex voru handteknir í Reykjanesbæ í gærkvöldi vegna gruns um sölu, vörslu og neyslu fíkniefna. Þeir sem voru handteknir eru allir á aldrinum fimmtán til 24 ára.

Innlent
Fréttamynd

Sjálfstæðismenn ynnu borgina

Sjálfstæðismenn fengju hreinan meirihluta ef kosið yrði nú til borgarstjórnar samkvæmt skoðanakönnun sem Frjáls verslun gerði fyrir vefsvæðið heimur.is.

Innlent
Fréttamynd

Aðilar vinnumarkaðarins funda

Forsendunefnd aðila vinnumarkaðarins ætlar að hittast um eitt leytið í dag. Grétar Þorsteinsson, forseti Alþýðusambands Íslands, segist sæmilega bjartsýnn á gang viðræðna.

Innlent
Fréttamynd

Landsbanki hækkar vexti á íbúðalánum

Aðalhagfræðingur Seðlabankans segir þá ákvörðun Landsbankans að hækka vexti íbúðalána skynsamlega. Bankinn hækkar vexti sína í 4,45 prósent úr 4,15 prósentum. Hækkunin hefur ekki áhrif á eldri lán en hækkar greiðslur nýrra lána.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ók ofan í Héraðsvötn

Ökumaður fór útaf veginum áður en hann kom að brúnni yfir vestari ós Héraðsvatna í Skagafirði eldsnemma í gærmorgun og endaði ökuferðin útí fljóti. Maðurinn slapp með minniháttar meiðsl og segir lögreglan það mikið mildi því árbakkinn er brattur þar sem bíllinn fór fram af.

Innlent
Fréttamynd

Sýslumaður hafnaði lögbanni

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær lögbannskröfu á sýningu heimildarkvikmyndarinnar Skuggabörn og var hún frumsýnd í gærkvöld í Regnboganum eins og áætlað var. Skuggabörn fjallar um undir­heima Reykjavíkur og í henni er fylgst með blaðamanninum Reyni Traustasyni sem rannsakað hefur þá veröld síðastliðin tvö ár.

Innlent
Fréttamynd

Leitin að Meistaranum hefst í dag

Í dag fara fram próf fyrir nýjan spurningaþátt Stöðvar 2, Meistarann. Verða þau á fjórum stöðum: í Háskólanum á Akureyri, Menntaskólanum á Egilsstöðum og Ísafirði auk Hagaskóla. Ekki þarf að skrá sig á neinn hátt heldur eingöngu mæta á svæðið og svara þeim spurningum sem lagðar eru fyrir en það kostar ekkert að taka þátt.

Lífið
Fréttamynd

Vill frekar spennu en atvinnuleysi

Halldór Ásgrímsson fór vítt og breitt í ræðu sinni á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í Kópavogi í gær. Hann sagði engar forsendur fyrir því að Seðlabankinn héldi áfram að hækka vexti.

Innlent
Fréttamynd

Fróði braut á ritstjóra

"Ég vildi fá staðfestingu á því að þessi uppsögn væri ólögleg. Ég vildi einnig minna atvinnuveitendur á að þessi uppsagnarvernd í fæðingarorlofslögunum er í gildi og hana ber að virða," segir Lóa Aldísardóttir fjölmiðlakona. Úrskurðunarnefnd í fæðingar- og foreldraorlofsmálum úrskurðaði í fyrradag að tímaritaútgáfan Fróði hafi brotið fæðingarorlofslög í máli Lóu sem þá var ritstjóri Húsa og híbýla.

Innlent
Fréttamynd

Hættulegt og óforsvaranlegt

Hæstiréttur felldi nið­ur greiðslu skaðabóta og sektar sem Héraðs­dóm­ur Reykjavíkur ­dæmdi í mars­lok lögreglumann til að ­greiða fyrir að hafa ekið lögreglubíl í veg fyrir mótorhjól við Ægi­síðu í Reyk­ja­vík næstum ári fyrr.

Innlent
Fréttamynd

Lyfjalög um skert einkaleyfi

Frumvarp um breytingu á lögum um einkaleyfi er í lokavinnslu í heilbrigðisráðuneytinu en stefnt er að því að heimila framleiðslu á lyfjum sem eru bundin einkaleyfi þegar sérstakar aðstæður steðja að. Frumvarpið fer brátt til umsagnar í þingflokkum.

Innlent
Fréttamynd

Stakk mann í kviðinn

Aðalmeðferð í máli 26 ára gamallar konu sem sökuð er um að hafa stungið mann í kviðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.

Innlent
Fréttamynd

Hætta á Fagradalsvegi

Bílstjórar sem fara um einn fjölfarnasta veg Austurlands leggja sig í stórhættu, segja vegfarendur þar. Vegagerðin er harðlega gagnrýnd fyrir skilningsleysi á ástandinu. Hún treystir sér ekki alltaf til að halda veginum hálkulausum.

Innlent
Fréttamynd

Aðeins konur flytja fyrirlestrana

"Þetta kom eiginlega alveg óvart til", segir Bárður Örn Gunnarsson, markaðsstjóri Viðskiptaháskólans á Bifröst, en þar verður haldið málþing um virðisaukaskatt á morgun.

Innlent
Fréttamynd

Lýsi á dag kemur beinum í lag

"Hingað til hefur verið lögð mikil áhersla á það að fólk taki nóg af kalki en þessi rannsókn leiðir í ljós að það sem skiptir jafnvel meira máli er að fólk fái nóg D-vítamín því án þess er kalkið ekki að virka," segir Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur.

Innlent
Fréttamynd

Mannréttindadómstóllinn lokar á fólk

Íslenskur dómari við Mannréttindadómstól Evrópu segir aðgerða þörf. Þúsundir mála bíði og hundruð bætist við daglega. Jafnvel verður hætt að taka mál frá einstaklingum, sem hafa verið hornsteinn dómstólsins.

Innlent
Fréttamynd

Málið að hluta aftur í hérað

Dómur yfir síbrota­manni sem dæmdur hafði verið í eins árs fangelsi fyrir margvísleg brot var ómerktur að hluta í Hæstarétti í vikunni. Héraðsdómur Norður­lands eyst­ra lét í vor gera upptæka loft­byssu sem fannst við leit hjá mann­­in­um, en hann var einnig dæmd­ur fyrir innbrot.

Innlent
Fréttamynd

Á fjórða tug árekstra

31 árekstur varð í Reykjavík í gær. Þar á meðal varð einn fjögurra bíla árekstur fyrir utan Stjórnarráðið skömmu eftir hádegi. Þá rann fólksbíll á ljósastaur á Hverfisgötu. Bæði bíllinn og staurinn skemmdust töluvert.

Innlent
Fréttamynd

Annmarkar ollu ómerkingu

Hæstaréttur hefur vísað aftur heim í hérað til málflutnings og dómsálagningar bótakröfu sjó­manns á hendur Granda hf. Héraðsdómur Reykjavíkur dæm­di í apríllok sjómanninum rúma milljón króna í bætur, en fyrir hafði hann fengið greiddar tæp­ar fjórar milljónir.

Innlent