Innlent

Annmarkar ollu ómerkingu

Hæstaréttur hefur vísað aftur heim í hérað til málflutnings og dómsálagningar bótakröfu sjó­manns á hendur Granda hf. Héraðsdómur Reykjavíkur dæm­di í apríllok sjómanninum rúma milljón króna í bætur, en fyrir hafði hann fengið greiddar tæp­ar fjórar milljónir.

Ekki verður séð að héraðs­dómari hafi tekið rökstudda ástæðu til málsástæðna áfrýjanda sem snerta staðgreiðslu opinberra gjalda og afsal hans á rétti til fyrr­greindra bóta, segir í dómi Hæsta­réttar og taldir ann­mark­ar á héraðsdómnum.

Fyrir Hæstarétti dró sjómaður­inn úr kröfum sínum, en enn var deilt um við hvað ætti að miða bóta­greiðslurnar og eins að dregin hafði verið frá bótum fjár­hæð sem svaraði staðgreiðslu opin­berra gjalda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×