Innlent

Stakk mann í kviðinn

Aðalmeðferð í máli 26 ára gamallar konu sem sökuð er um að hafa stungið mann í kviðinn fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur á fimmtudag.

Atburðurinn átti sér stað í Hlíða­hverfi í Reykjavík aðfara­nótt 17. júlí í fyrra. Maðurinn hlaut stungusár á efri hluta kviðar og áverka á kviðarhols­líf­færi.

Brot konunnar er talið varða við aðra meðgrein 218. greinar almenn­ra hegningarlaga, en af henni má ráða að stungan hafi kom­ið til í áflogum fólksins.

Maðurinn sem stunginn var gerir kröfu um að konan greiði honum skaðabætur að upphæð 719.520 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×