Innlent

Sýslumaður hafnaði lögbanni

Una glaðir við sitt.Aðstandendur Skuggabarna önduðu léttar í gær eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði lögbannskröfu á myndina.
Una glaðir við sitt.Aðstandendur Skuggabarna önduðu léttar í gær eftir að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði lögbannskröfu á myndina.

Sýslumaðurinn í Reykjavík hafnaði í gær lögbannskröfu á sýningu heimildarkvikmyndarinnar Skuggabörn og var hún frumsýnd í gærkvöld í Regnboganum eins og áætlað var. Skuggabörn fjallar um undir­heima Reykjavíkur og í henni er fylgst með blaðamanninum Reyni Traustasyni sem rannsakað hefur þá veröld síðastliðin tvö ár.

Við sögu í henni kemur ungur maður sem lést eftir að myndin var gerð og var það móðir hans sem óskaði eftir lögbanni vegna myndskeiðs af honum látnum. Var myndskeiðið klippt út en konan hélt lögbannskröfu sinni til streitu. Féllst sýslumaður ekki á rök hennar en myndin verður sýnd í Sjónvarpinu næstkomandi þriðjudagskvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×