Innlent

Fréttamynd

Gæsluvarðhald staðfest

Hæstiréttur staðfesti í dag gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur yfir albönskum karlmanni sem grunaður er um morð í Grikklandi.

Innlent
Fréttamynd

Flestir þreyttu samræmdu prófin

97 prósent nemenda í fjórða og sjöunda bekk grunnskóla þreyttu samræmd próf í stærðfræði og íslensku í síðasta mánuði. Einn af hverjum þrjátíu nemendum fékk hins vegar undanþágu frá Námsmatsstofnun og þurfti því ekki að þreyta prófin.

Innlent
Fréttamynd

Íslandsbanki metinn á rúmlega 200 milljarða

Íslandsbanki er nú metinn á tæplega tvöhundruð og fimmtán milljarða króna eftir níu mánaða uppgjör félagsins. Miðað er við 16,8 krónur á hlut á 12.783 milljóna útistandandi hlutafé í lok september.Greiningardeild Íslandsbanka vann verðmatið og segir talsvert breyttar forsendur liggja að baki nýju mati miðað við þær forsendur sem gerðar voru í síðasta verðmati í lok desember 2004.

Innlent
Fréttamynd

Flóttamenn koma til Reykjavíkur

Borgarstjóri og félagsmálaráðherra undirrituðu í dag samning þess efnis að Reykjavíkurborg tekur á móti flóttamönnum sem koma hingað til lands á næsta ári. Flóttamennirnir munu dvelja í Reykjavík og njóta þjónustu borgarinnar og Rauða kross Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fékk einn mánuð fyrir fíkniefnasölu

Héraðsdómur Vestfjarða dæmdi mann á þrítugsaldri í eins mánaðar fangelsi fyrir vörslu fíkniefna af ýmsu tagi. Hafði hann innanklæða E- pillur, amfetamín og kókaín. Einnig var hann ákærður fyrir að hafa selt tveimur aðilum E-pillur. Ákærði játaði sök og var dæmdur til eins mánaðar skilorðsbundinnar fangelisisvistar. Litið var til þess í dómnum að hann hafði ekki gerst brotlegur áður.

Innlent
Fréttamynd

Væntingar stjórnenda stórfyrirtækja góðar

Í nýlegri Gallup könnun þar sem könnuð var staða og framtíðarhorfur stærstu fyrirtækja landsins kemur fram að forráðamenn fyrirtækjanna telja aðstæður í efnahagslífinu í dag almennt góðar. Sjötíu prósent aðspurðra voru bjartsýnir en um tuttugu prósent telja aðstæður hins vegar slæmar.

Innlent
Fréttamynd

Þrír árekstrar í grækvöldi

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir þrjá harða árekstra í gærkvöldi. Þar af slasaðist einn lífshættulega í árekstri tveggja bíla á Kársnesbraut í Kópavogi á móts við Norðurver.

Innlent
Fréttamynd

Verðmerkingum á Laugavegi ábótavant

Allmargar verslanir við Laugaveg verðmerkja ekki vörur í gluggum sínum eins og lög kveða á um. Ástæðurnar eru margvíslegar en fyrst og fremst að skipt sé svo oft um vörur í gluggum þessa dagana að það sé ekki heiglum hent.

Lífið
Fréttamynd

Örlög rúmlega tuttugu óþekkt

"Hér á Íslandi getur maður sem er á götunni þraukað í sjö ár að meðal­­tali," segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins. "Ef hann er geðsjúkur eða geðveikur á hann hins vegar varla nokkurn séns á að komast af nema nokkur ár."

Innlent
Fréttamynd

Stoppa stutt á söfnunum

Annir eru, sem aldrei fyrr, á bókasöfnum landsins þegar jólabókaflóðið hellist yfir með öllum þeim reka sem því fylgir. Nýjustu bækurnar eru keyptar inn um leið og þær koma út, en örfáir dagar líða þar til þær eru settar í útlán því skráning og frágangur taka sinn tíma.

Lífið
Fréttamynd

Barátta í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði

Barist er um sætin í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer á laugardag. Bæjarfulltrúarnir Valgerður Sigurðardóttir og Haraldur Þór Ólafsson bjóða sig fram í fyrsta sæti. Þá er einnig slegist um önnur sæti listans þar sem þrír af núverandi fimm bæjarfulltrúum flokksins gefa ekki kost á sér. Sextán manns gefa kost á sér í prófkjörið, átta konur og átta karlar.

Innlent
Fréttamynd

Konur í lykilhlutverkum

Um þessar mundir fagna Alfa-konur því að 30 ár eru liðin frá því að Delta Kappa Gamma samtökin hófu starfsemi á Íslandi. Delta Kappa Gamma eru alþjóðleg samtök sem stofn­uð voru í Austin í Texas í Bandaríkjunum árið 1929 af tólf konum. Markmið þeirra var að bæta faglega menntun sína og annarra kvenna.

Lífið
Fréttamynd

Jón Ólafsson leiðréttir orð sín

Jón Ólafsson fór að eigin sögn með með rangt mál á blaðamannafundi á þriðjudag. Hann breytir hins vegar sögu sinni af skattrannsóknarstjóra og biður hann afsökunar um leið.

Innlent
Fréttamynd

Púlvinna að vera heimilislaus

Hörður Karlsson er alsæll í Byrginu. Eftir fjölmargar fangelsisdvalir og þungar raunir heimilislauss fíkils er hann nú umkringdur náttúrufegurðinni í Grímsnesi og því sem honum er kærast.

Lífið
Fréttamynd

Skelfdir farþegar flýja eld um helgina

Haldin verður æfing við viðbrögðum við alvar­legu slysi um borð í ferju á Seyðis­firði næstkomandi laugardag. Líkt verður eftir því að ferjan Sky Princess sé lögst að bryggju og afferming að hefjast þegar spreng­ing verður í gaseldavél í húsbíl á bíla­þilfari. Látið verður sem eld­ur blossi upp og breiðist hratt út.

Innlent
Fréttamynd

Bandaríska flugvélin ófarin

Bandaríska flugvélin, sem lenti á Reykjavíkruflugvelli í gær og grunur leikur á að sé ein af svonefndum draugavélum, sem bandaríska leyniþjónustan CIA notar til ólöglegra fangaflutninga, var þar enn um klukkan sjö í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Láta byggja fjögur ný skip

Brim, Útgerðarfélagið Tjaldur og KG-fiskverkun, sem öll eru í eigu Guðmundar Kristjánssonar útgerðarmanns, ætla að láta smíða fyrir sig fjögur ný línuveiðiskip. Búist er við að fyrstu skipin fari til veiða á fyrri hluta árs 2007.

Innlent
Fréttamynd

Eimskip tekur við nýju frystiskipi í Noregi

Eimskip tók við nýju frystiskipi sem hlotið hefur nafnið Svartfoss, í Álasundi í Noregi í gær. Burðargeta skipsins er 2.500 tonn en þetta er fyrsta nýsmíði á frystiskipi af þessari stærð í heiminum í rúma tvo áratugi.

Innlent
Fréttamynd

Tveir í eigið húsnæði

Á síðustu þremur árum hafa tveir heimilislausir sem sóttu á náðir Samhjálpar náð slíkum tökum á lífi sínu eftir búsetu þar að þeir eru nú komnir í eigið húsnæði. Eins hefur einn núverandi íbúi hafið skólagöngu á ný.

Innlent
Fréttamynd

Sjónvarpsstöð fyrir fréttaþyrsta þjóð

Nýja fréttastöðin hefur útsendingar í dag. Það þýðir einnig að fréttatími Stöðvar 2 í gær var sá síðasti sem þar var gerður en hér eftir munu kvöldfréttir frá NFS vera á skjá stöðvarinnar á þessum tíma.

Innlent
Fréttamynd

Mesta hækkun í rúm fjögur ár

Úrvalsvísitalan hækkaði um 3,83 prósent í gær og fór langleiðina upp í fimm þúsund stiga múrinn og stóð í 4.986 stigum í lok dags sem er hæsta gildi hennar frá upphafi. Velta með hlutabréf nam 33 milljörðum króna, þar af yfir tuttugu milljarða með bréf KB banka.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ósáttir við að fá ekki eingreiðsluna

Forystumenn iðnaðarmanna eru óánægðir með samkomulag ASÍ og SA. Formaður Rafiðnaðarsambandsins telur að aðeins þriðjungur iðnaðarmanna fái eitthvað af eingreiðslunni. Aðalsteinn Baldursson á Húsavík er "bullandi óánægður."

Innlent
Fréttamynd

Bjóða óflokksbundnum með

"Við ætlum okkur að ná meirihluta og teljum það vera raunhæft markmið," segir Eysteinn Eyjólfsson, formaður Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ. Samfylkingin og Framsóknarflokkurinn í Reykjanesbæ hafa ákveðið að bjóða sameiginlega fram til bæjarstjórnarkosninga í maí á næsta ári.

Innlent
Fréttamynd

Byrjaðir að framleiða snjó

Snjóframleiðsla hófst á skíðasvæðinu í Hlíðarfjalli ofan við Akureyri í gærmorgun og stóð framleiðsla á skíðasnjó fram á kvöld. Guðmundur Karl Jónsson, staðarhaldari í Hlíðarfjalli, segir búnaðinn hafa reynst mjög vel og aðstæður til snjóframleiðslu hafi verið eins og best verði á kosið; logn og átta gráðu frost.

Innlent
Fréttamynd

Forseti bæjarstjórnar hættir

Þóra Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, hefur ákveðið að taka ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna á næsta ári.

Innlent