Innlent

Forseti bæjarstjórnar hættir

Þóra Ákadóttir skipaði annað sæti á lista sjálfstæðismanna í síðustu kosningum og hefur verið forseti bæjarstjórnar Akureyrar frá árinu 2001.
Þóra Ákadóttir skipaði annað sæti á lista sjálfstæðismanna í síðustu kosningum og hefur verið forseti bæjarstjórnar Akureyrar frá árinu 2001.

Þóra Ákadóttir, bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins og forseti bæjarstjórnar Akureyrar, hefur ákveðið að taka ekki sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins vegna bæjarstjórnarkosninganna á næsta ári.

"Vissulega kom til álita að halda áfram þessu stjórnmálastarfi, enda er það bæði gefandi og skemmtilegt. Niðurstaðan var hins vegar sú að láta gott heita þegar yfirstandandi kjörtímabili lyki og gefa þar með öðrum færi á að spreyta sig á vettvangi bæjarmálanna, segir Þóra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×