Innlent Flytja úr landi ef ekkert breytist Íslensk hátæknifyrirtæki munu flytja starfsemi sína úr landi í stórum stíl ef ekkert verður að gert. Aðstæður hér á landi til reksturs slíkra fyrirtækja eru afar slæmar, meðal annars vegan sveiflna á gengi krónunnar. Þetta segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Innlent 19.11.2005 12:16 Grunaður um að hafa hjólað ölvaður Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. Innlent 19.11.2005 10:35 Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið. Innlent 19.11.2005 10:31 Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. Innlent 19.11.2005 10:26 Skorinn illa á háls á skemmtistað Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu. Innlent 19.11.2005 10:30 Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. Innlent 19.11.2005 10:08 Heimilislausir á Íslandi Milli 45 og 55 manns eru heimilislausir á hverjum tíma í Reykjavík. Þessir einstaklingar eru flestir einhleypir karlmenn milli þrítugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu samráðshóps um heimilislausa sem gefin var út á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Flestir heimilislausra eru öryrkjar og eiga við stórfelld heilsuvandamál að stríða ásamt áfengis- og vímuefnavanda. Þá eru vísbendingar um að stór hluti þeirra eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. Innlent 18.11.2005 23:04 Mál Litháa í Félagsdóm Samiðn höfðar mál fyrir Félagsdómi og telur Litháa á of lágum launum. Þetta er í fyrsta mál starfsmanna erlendra starfsmannaleiga fyrir dóminum. Innlent 18.11.2005 20:34 Langtímaskuldir Hafnarfjarðar lækka Langtímaskuldir Hafnarfjarðar hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Innlent 18.11.2005 20:31 Lögmaður í hálfs árs fangelsi Hæstiréttur mildaði um tvo mánuði refsingu lögmanns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í ársbyrjun í átta mánaða fangelsi. Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu sem ákærð var með lögmanninum fyrir skilasvik var óbreyttur. Innlent 18.11.2005 20:31 Hagnaðist um 6,5 milljarða Mikill hagnaður af fjárfestingarstarfsemi einkennir níu mánaða uppgjör FL Group. Félagið hagnaðist um 6,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem liðið er af núverandi uppgjörstímbili hefur félagið hagnast um 4,3 milljarða af hlutabréfaeign sinni. Hagnaðurinn er óinnleystur. Viðskipti innlent 18.11.2005 20:34 Fá sömu eingreiðslu og aðrir Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir fái um 26 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og um samdist á almenna vinnumarkaðnum fyrr í vikunni. Innlent 18.11.2005 20:34 Verður fyrir heyrnarskaða Heilsa Erlendar rannsóknir benda til að heyrnarskaði sé orðinn algengur meðal ungmenna sem nota hjómflutningstækin Ipod eða mp3-spilara að jafnaði. Hljóðstyrkur í mörgum slíkum tækjum getur náð 135 desibelum og algengt er að ungmenni hlusti á háum styrk. Jafnast það á við að standa við hliðina á þotuhreyfli en reglur Vinnueftirlitsins kveða á um að sé hávaði á vinnustað meiri en 85 desibel skuli starfsmenn nota eyrnahlífar. Innlent 18.11.2005 20:34 Blóðugi vopnasalinn Bout Flest lönd, sem eru með her eða vilja hervæðast, þurfa að kaupa vopn frá öðrum. Fyrir utan Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína og nokkur önnur lönd framleiða fá lönd sín eigin vopn. Það er ugglaust hægt að segja að það hvíli ekki meiri leynd yfir nokkrum viðskiptum en vopnaviðskiptum, og eflaust er óhætt að fullyrða að hrollur fari um marga þegar minnst er á þessi viðskipti enda ótal siðferðislegar spurningar sem vakna í tengslum við þau. Innlent 18.11.2005 20:34 Byrlaði fórnarlambi ólyfjan og nauðgaði Stefán H. Ófeigsson, 27 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun í fyrrahaust. Stúlkan sem hann nauðgaði var þá 18 ára. Grunur leikur á að hann hafi byrlað henni lyfi. Innlent 18.11.2005 20:31 Vopnasmyglari með heimasíðu Jean Bernard Lasnaud hefur verið umsvifamikill vopnasölumaður í fjölda ára. Lasnaud er pólskættaður og þótt hann gangi venjulega undir ofangreindu nafni er skírnarnafn hans Bernard Lasnosky. Líkt og margir sem skipta með vopn er fortíð Lasnauds, sem nú er 63 ára gamall, í meira lagi vafasöm. Innlent 18.11.2005 20:34 Viðskiptum við Símann hætt Tillögu um að Ísafjarðabær láti af viðskiptum við Símann hefur verið vísað til atvinnumálanefndar og starfshóps um tölvumál. Magnúsi Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, lagði tillöguna fram í bæjarstjórn í kjölfar þess að fimm konum var sagt upp störfum hjá Já, dótturfélagi Símans, og starfsemi fyrirtækisins hætt í bænum. Innlent 18.11.2005 20:31 Fjármagna kaupin með kvóta Á tveimur síðustu fiskveiðiárum hafa Brim og Samherji leigt eða selt varanlega frá Akureyri um 22 þúsund þorskígildistonn. Forstjóri Brims segir Ísland eina verstöð og fyrirtækin haldi ekki úti byggðastefnu. Innlent 18.11.2005 20:34 Hálfs árs fangelsi fyrir báða Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem báðir eiga sér nokkurn sakaferil. Báðir höfðu snemma árs verið dæmdir í hálfs árs fangelsi, annar fyrir að stela tölvum frá Bræðrunum Ormsson og hinn fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Innlent 18.11.2005 20:31 Minnihátar meiðsl Ökumaður vöruflutningabíls slasaðist lítillega þegar bíll hans valt þar sem verið var að sturta vikri í Þorlákshöfn. Að sögn lögreglu á Selfossi var óskað aðstoðar skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í fyrradag, en maðurinn var fyrst fluttur á heilsugæsluna í Þorlákshöfn og svo á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn reyndist þó minna slasaður en talið var í fyrstu. Innlent 18.11.2005 20:31 Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot Hæstiréttur hefur dæmt lögmann, sem fundinn var sekur um auðgunarbrot, til sex mánaðar fangelsisvistar. Lögmaðurinn gerði fjárnám í fasteign konu á grundvelli tryggingarvíxils að fjárhæð fimm milljónir króna, þótt krafan væri mun lægri. Hann hagræddi dagsetningum á ýmsum plöggum, svo það liti út fyrir að kröfurnar væru frá fyrri tíma og gerðist þar með sekur um að aðstoða konuna við svikin. Innlent 18.11.2005 22:14 Vandi heimilislausra ræddur á Alþingi í dag Um fimmtíu manns eru heimilislausir á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem félagsmálráðherra kynnti á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir lausn vera í sjónmáli fyrir um tuttugu hinna heimilislausu, og að unnið sé að lausn alls vandans. Innlent 18.11.2005 22:07 Sjávarsíki í miðbæ Akureyrar Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að laða fólk og fyrirtæki í hjarta bæjarins. Miðbærinn mun fá evrópskt yfirbragð en mesta breytingin er fólgin í sjávarsíki sem liggja mun frá Akureyrarpolli í miðbæinn. Innlent 18.11.2005 19:47 Orkuveita Reykjavíkur fær vottun umhverfisstjórnunarkerfis Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, afhenti fulltrúum Orkuveitunnar í gær viðurkenningarskjal um vottun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14001 hjá fyrirtækinu, en það er fyrsta orkufyrirtækið hérlendis sem starfar samkvæmt þessu umhverfisstjórnunarkerfi. Orkuveita Reykjavíkur hefur það að markmiði sínu að nýting auðlinda sé eins nærri því að vera sjálfbær og kostur er og gefur árlega út umhverfisskýrslu með lykiltölum um atriði sem tengjast umhverfismálum. Innlent 18.11.2005 21:47 Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. Innlent 18.11.2005 21:20 Nokkuð greiðfært um Alþingi í hjólastól Aðgengi fatlaðra um Alþingishúsið er ótrúlega gott, þótt enn megi bæta um betur, segir eini þingmaðurinn sem er í hjólastól. Innlent 18.11.2005 19:17 Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir. Innlent 18.11.2005 19:57 Kvenfélög selja handsaumaðar dúkkur Kvenfélög um land allt hafa handsaumað átta hundruð dúkkur sem gleðja eiga börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá sem er eitt fátækasta ríki á jörðu. Dúkkurnar eiga ekki bara að gleðja börn þessa fátæka lands heldur einnig hjálpa þeim að brjótast til mennta. Innlent 18.11.2005 19:10 Stærsta orðabók Íslandssögunnar komin út Stóra orðabókin, tímamótaverk í útgáfu orðabóka, hefur litið dagsins ljós. Bókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti og gefur jafnframt skýra mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi. Innlent 18.11.2005 19:04 Brotist inn í grunnskóla og leikskóla Brotist var inn í grunnskóla og leikskóla á Kjalarnesi síðustu nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í Klébergsskóla. Hann hafði kastað stórum steini í gegnum rúðu til að komast inn og fært muni úr skólanum í bíl sinn. Lagt var hald á bílinn og þýfi. Innlent 18.11.2005 18:25 « ‹ ›
Flytja úr landi ef ekkert breytist Íslensk hátæknifyrirtæki munu flytja starfsemi sína úr landi í stórum stíl ef ekkert verður að gert. Aðstæður hér á landi til reksturs slíkra fyrirtækja eru afar slæmar, meðal annars vegan sveiflna á gengi krónunnar. Þetta segir formaður Samtaka sprotafyrirtækja. Innlent 19.11.2005 12:16
Grunaður um að hafa hjólað ölvaður Til kasta lögreglu kom í heldur óvenjulegu máli í miðbæ Reykjavíkur í nótt. Þar rákust saman maður á reiðhjóli og bíll við Hverfisgötuna án þess þó að alvarleg slys yrðu á fólki en bíll og hjól skemmdust eitthvað. Innlent 19.11.2005 10:35
Lét ófriðlega fyrir utan partí í Grafarvogi Lögreglan í Reykjavík var kölluð að húsi í Grafavogi á miðnætti í gær en þar fór fram unglingapartí. Foreldrar veisluhaldarans voru ekki heima og fór partíið úr böndunum þegar maður vopnaður felgulykli og hnífi fór að berja á húsinu þar sem honum var vörnuð innganga í partíið. Innlent 19.11.2005 10:31
Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. Innlent 19.11.2005 10:26
Skorinn illa á háls á skemmtistað Ráðist var á mann og hann skorinn illa á háls á skemmtistað við Smiðjustíg í miðborginni í nótt. Árásarmaðurinn hafði brotið glas og lagði til mannsins en hann fékk stóran skurð á háls auk nokkurra áverka annars staðar á líkamanum þar sem hann reyndi að verja sig. Hann var fluttur með sjúkrabíl á slysadeild og voru saumuð tuttugu spor í hálsinn á honum en hann mun þó ekki vera í lífshættu. Innlent 19.11.2005 10:30
Harka hlaupin í prófkjörið Nokkur harka er hlaupin í slaginn um fyrsta sætið í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði sem fram fer í dag. Haraldur Þór Ólason segir mótframbjóðanda sinn, Valgerði Sigurðardóttur, tengjast gömlu ættarveldi í hafnfirskri pólitík, Mathiesen-ættinni, og finnst tími kominn fyrir nýtt blóð í forystu. Innlent 19.11.2005 10:08
Heimilislausir á Íslandi Milli 45 og 55 manns eru heimilislausir á hverjum tíma í Reykjavík. Þessir einstaklingar eru flestir einhleypir karlmenn milli þrítugs og fimmtugs. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu samráðshóps um heimilislausa sem gefin var út á vegum Félagsmálaráðuneytisins. Flestir heimilislausra eru öryrkjar og eiga við stórfelld heilsuvandamál að stríða ásamt áfengis- og vímuefnavanda. Þá eru vísbendingar um að stór hluti þeirra eigi einnig við geðræn vandamál að stríða. Innlent 18.11.2005 23:04
Mál Litháa í Félagsdóm Samiðn höfðar mál fyrir Félagsdómi og telur Litháa á of lágum launum. Þetta er í fyrsta mál starfsmanna erlendra starfsmannaleiga fyrir dóminum. Innlent 18.11.2005 20:34
Langtímaskuldir Hafnarfjarðar lækka Langtímaskuldir Hafnarfjarðar hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna afgangur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir. Innlent 18.11.2005 20:31
Lögmaður í hálfs árs fangelsi Hæstiréttur mildaði um tvo mánuði refsingu lögmanns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í ársbyrjun í átta mánaða fangelsi. Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu sem ákærð var með lögmanninum fyrir skilasvik var óbreyttur. Innlent 18.11.2005 20:31
Hagnaðist um 6,5 milljarða Mikill hagnaður af fjárfestingarstarfsemi einkennir níu mánaða uppgjör FL Group. Félagið hagnaðist um 6,5 milljarða króna eftir skatta á fyrstu níu mánuðum ársins. Það sem liðið er af núverandi uppgjörstímbili hefur félagið hagnast um 4,3 milljarða af hlutabréfaeign sinni. Hagnaðurinn er óinnleystur. Viðskipti innlent 18.11.2005 20:34
Fá sömu eingreiðslu og aðrir Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í gær að öryrkjar, ellilífeyrisþegar og atvinnulausir fái um 26 þúsund króna eingreiðslu í desember líkt og um samdist á almenna vinnumarkaðnum fyrr í vikunni. Innlent 18.11.2005 20:34
Verður fyrir heyrnarskaða Heilsa Erlendar rannsóknir benda til að heyrnarskaði sé orðinn algengur meðal ungmenna sem nota hjómflutningstækin Ipod eða mp3-spilara að jafnaði. Hljóðstyrkur í mörgum slíkum tækjum getur náð 135 desibelum og algengt er að ungmenni hlusti á háum styrk. Jafnast það á við að standa við hliðina á þotuhreyfli en reglur Vinnueftirlitsins kveða á um að sé hávaði á vinnustað meiri en 85 desibel skuli starfsmenn nota eyrnahlífar. Innlent 18.11.2005 20:34
Blóðugi vopnasalinn Bout Flest lönd, sem eru með her eða vilja hervæðast, þurfa að kaupa vopn frá öðrum. Fyrir utan Bandaríkin, Rússland, Bretland, Frakkland, Kína og nokkur önnur lönd framleiða fá lönd sín eigin vopn. Það er ugglaust hægt að segja að það hvíli ekki meiri leynd yfir nokkrum viðskiptum en vopnaviðskiptum, og eflaust er óhætt að fullyrða að hrollur fari um marga þegar minnst er á þessi viðskipti enda ótal siðferðislegar spurningar sem vakna í tengslum við þau. Innlent 18.11.2005 20:34
Byrlaði fórnarlambi ólyfjan og nauðgaði Stefán H. Ófeigsson, 27 ára gamall Reykvíkingur, hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir hrottafengna nauðgun í fyrrahaust. Stúlkan sem hann nauðgaði var þá 18 ára. Grunur leikur á að hann hafi byrlað henni lyfi. Innlent 18.11.2005 20:31
Vopnasmyglari með heimasíðu Jean Bernard Lasnaud hefur verið umsvifamikill vopnasölumaður í fjölda ára. Lasnaud er pólskættaður og þótt hann gangi venjulega undir ofangreindu nafni er skírnarnafn hans Bernard Lasnosky. Líkt og margir sem skipta með vopn er fortíð Lasnauds, sem nú er 63 ára gamall, í meira lagi vafasöm. Innlent 18.11.2005 20:34
Viðskiptum við Símann hætt Tillögu um að Ísafjarðabær láti af viðskiptum við Símann hefur verið vísað til atvinnumálanefndar og starfshóps um tölvumál. Magnúsi Reynir Guðmundsson, bæjarfulltrúi Frjálslyndra og óháðra, lagði tillöguna fram í bæjarstjórn í kjölfar þess að fimm konum var sagt upp störfum hjá Já, dótturfélagi Símans, og starfsemi fyrirtækisins hætt í bænum. Innlent 18.11.2005 20:31
Fjármagna kaupin með kvóta Á tveimur síðustu fiskveiðiárum hafa Brim og Samherji leigt eða selt varanlega frá Akureyri um 22 þúsund þorskígildistonn. Forstjóri Brims segir Ísland eina verstöð og fyrirtækin haldi ekki úti byggðastefnu. Innlent 18.11.2005 20:34
Hálfs árs fangelsi fyrir báða Hæstiréttur staðfesti á fimmtudag tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tveimur mönnum sem báðir eiga sér nokkurn sakaferil. Báðir höfðu snemma árs verið dæmdir í hálfs árs fangelsi, annar fyrir að stela tölvum frá Bræðrunum Ormsson og hinn fyrir að aka bíl sviptur ökuréttindum. Innlent 18.11.2005 20:31
Minnihátar meiðsl Ökumaður vöruflutningabíls slasaðist lítillega þegar bíll hans valt þar sem verið var að sturta vikri í Þorlákshöfn. Að sögn lögreglu á Selfossi var óskað aðstoðar skömmu fyrir klukkan fimm síðdegis í fyrradag, en maðurinn var fyrst fluttur á heilsugæsluna í Þorlákshöfn og svo á slysadeild Landspítala - háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Maðurinn reyndist þó minna slasaður en talið var í fyrstu. Innlent 18.11.2005 20:31
Lögmaður dæmdur fyrir auðgunarbrot Hæstiréttur hefur dæmt lögmann, sem fundinn var sekur um auðgunarbrot, til sex mánaðar fangelsisvistar. Lögmaðurinn gerði fjárnám í fasteign konu á grundvelli tryggingarvíxils að fjárhæð fimm milljónir króna, þótt krafan væri mun lægri. Hann hagræddi dagsetningum á ýmsum plöggum, svo það liti út fyrir að kröfurnar væru frá fyrri tíma og gerðist þar með sekur um að aðstoða konuna við svikin. Innlent 18.11.2005 22:14
Vandi heimilislausra ræddur á Alþingi í dag Um fimmtíu manns eru heimilislausir á Íslandi, samkvæmt nýrri skýrslu sem félagsmálráðherra kynnti á Alþingi í morgun. Félagsmálaráðherra segir lausn vera í sjónmáli fyrir um tuttugu hinna heimilislausu, og að unnið sé að lausn alls vandans. Innlent 18.11.2005 22:07
Sjávarsíki í miðbæ Akureyrar Miðbæ Akureyrar verður umbylt á næstu árum í því augnamiði að laða fólk og fyrirtæki í hjarta bæjarins. Miðbærinn mun fá evrópskt yfirbragð en mesta breytingin er fólgin í sjávarsíki sem liggja mun frá Akureyrarpolli í miðbæinn. Innlent 18.11.2005 19:47
Orkuveita Reykjavíkur fær vottun umhverfisstjórnunarkerfis Sigríður Anna Þórðardóttir, umhverfisráðherra, afhenti fulltrúum Orkuveitunnar í gær viðurkenningarskjal um vottun umhverfisstjórnunarkerfisins ISO 14001 hjá fyrirtækinu, en það er fyrsta orkufyrirtækið hérlendis sem starfar samkvæmt þessu umhverfisstjórnunarkerfi. Orkuveita Reykjavíkur hefur það að markmiði sínu að nýting auðlinda sé eins nærri því að vera sjálfbær og kostur er og gefur árlega út umhverfisskýrslu með lykiltölum um atriði sem tengjast umhverfismálum. Innlent 18.11.2005 21:47
Greiddu fyrir Brim með leigu veiðiheimilda Kaupin Guðmundar Kristjánsson útgerðarmanns á útgerðarfélaginu Brimi í ársbyrjun 2004 voru fjármögnuð með því að leigja og selja burt veiðiheimildir í sameign þjóðarinnar segir Jóhann Ársælsson, þingmaður Samfylkingar. Innlent 18.11.2005 21:20
Nokkuð greiðfært um Alþingi í hjólastól Aðgengi fatlaðra um Alþingishúsið er ótrúlega gott, þótt enn megi bæta um betur, segir eini þingmaðurinn sem er í hjólastól. Innlent 18.11.2005 19:17
Íbúasamtök vilja Sundabraut á öðrum stað Íbúasamtök Grafarvogs og Laugardals hafa gagnrýnt borgaryfirvöld harðlega fyrir skort á samráði við íbúa um málefni Sundabrautar og fyrir að setja íbúum afarkosti um skipulag. Gagnrýni íbúa kemur formanni skipulagsnefndar borgarinnar á óvart, samráð hafi verið haft og enn liggi engin ákvörðun fyrir. Innlent 18.11.2005 19:57
Kvenfélög selja handsaumaðar dúkkur Kvenfélög um land allt hafa handsaumað átta hundruð dúkkur sem gleðja eiga börn á Íslandi og í Gíneu-Bissá sem er eitt fátækasta ríki á jörðu. Dúkkurnar eiga ekki bara að gleðja börn þessa fátæka lands heldur einnig hjálpa þeim að brjótast til mennta. Innlent 18.11.2005 19:10
Stærsta orðabók Íslandssögunnar komin út Stóra orðabókin, tímamótaverk í útgáfu orðabóka, hefur litið dagsins ljós. Bókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti og gefur jafnframt skýra mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi. Innlent 18.11.2005 19:04
Brotist inn í grunnskóla og leikskóla Brotist var inn í grunnskóla og leikskóla á Kjalarnesi síðustu nótt. Einn var handtekinn eftir að hafa brotist inn í Klébergsskóla. Hann hafði kastað stórum steini í gegnum rúðu til að komast inn og fært muni úr skólanum í bíl sinn. Lagt var hald á bílinn og þýfi. Innlent 18.11.2005 18:25