Innlent

Verður fyrir heyrnarskaða

Heyrnarskerðing. Heyrn getur farið að skaðast eftir fimm klukkustunda hlustun á mp3-spilara á fullum styrk.
Heyrnarskerðing. Heyrn getur farið að skaðast eftir fimm klukkustunda hlustun á mp3-spilara á fullum styrk.

Heilsa Erlendar rannsóknir benda til að heyrnarskaði sé orðinn algengur meðal ungmenna sem nota hjómflutningstækin Ipod eða mp3-spilara að jafnaði. Hljóðstyrkur í mörgum slíkum tækjum getur náð 135 desibelum og algengt er að ungmenni hlusti á háum styrk. Jafnast það á við að standa við hliðina á þotuhreyfli en reglur Vinnueftirlitsins kveða á um að sé hávaði á vinnustað meiri en 85 desibel skuli starfsmenn nota eyrnahlífar.

"Þetta hefur ekki verið mælt eða rannsakað hér á landi en ég er viss um að staðan hér er sú sama og í öðrum löndum," segir Ingibjörg Hinriksdóttir, formaður Félags íslenskra háls, nef- og eyrnalækna: "Hins vegar er það ekki algengt að ungmenni komi í heyrnarpróf hérlendis og því ómögulegt að segja til um nokkuð. Þetta er mikilvægt að kanna en ég tel fullvíst að sömu vandamál séu hér og í öðrum löndum í kringum okkur." Samkvæmt rannsóknum í Danmörku þola eyru um fimm klukkustunda hlustun á hæsta styrk á mp3-spilurum á einni viku án þess að skaða heyrn en mörg ungmenni hlusta lengur en fimm tíma hvern einasta dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×