Innlent

Þrjú afbrigði tölvuvírusar í dreifingu

MYND/Vísir
Að minnsta kosti þrjú ný afbrigði af Sober-tölvuorminum svokallaða eru nú í dreifingu á Netinu með tölvupósti. Ormurinn verður virkur við að móttakandi opnar sýkt viðhengi. Veiruvarnafyrirtækið Kaspersky Lab hefur tilkynnt um mikinn fjölda af sýktum pósti sem hefur verið stöðvaður af hugbúnaði þess og segir þessi þrjú afbrigði geta aftengt veiruvarnaforrit ef þau hafa ekki verið rétt uppfærð, og því ástæða til að leggja áherslu á við tölvunotendur að þeir hafi veiruvarnaforrit rétt uppfærð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×