Innlent

Lögmaður í hálfs árs fangelsi

Lögmaður verður að sitja af sér hálfs árs fangelsi vegna brota sem framin voru í starfi.
Lögmaður verður að sitja af sér hálfs árs fangelsi vegna brota sem framin voru í starfi.

Hæstiréttur mildaði um tvo mánuði refsingu lögmanns sem Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í ársbyrjun í átta mánaða fangelsi. Fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi yfir konu sem ákærð var með lögmanninum fyrir skilasvik var óbreyttur.

Konan og lögmaðurinn voru ákærð fyrir skilasvik með því að hafa gert fjárnám í fasteign sem var hluti af þrotabúi eiginmanns konunnar, á grundvelli ­trygg­inga­­víxils­ upp á 5 milljónir króna. Krafa lögmannsins á hendur þeim hjónum var þó mun lægri. Tvö fjárnám voru gerð í fast­eign­inni, annað að beiðni lögmannsins og hitt að beiðni þrotabúsins. Fjárnám lögmannsins og eiginkonu þrotamannsins hlaut forgang, en skiptastjóri þrotabúsins lagði svo í framhaldinu fram kæru vegna málsins.

Bú mannsins var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2000, en fjárnámsbeiðnirnar voru lagðar fram sumarið 2002. Við rannsókn lögreglu á málinu árin 2003 og 2004 var meðal annars gerð húsleit á lögmannsstofu lögmannsins. Taldi Hæstiréttur ljóst að hann hefði vísvitandi hagrætt dagsetningum á víxli og greiðsluáskorun til að verða á undan annarri aðför í fasteign konunnar.

Málið dæmdu hæstaréttar­dóm­ar­ar­nir Gunn­laug­ur Claes­sen, Garðar Gísla­son og Guð­rún Erlends­dótt­ir, síðasta fimm­tu­dag. Refsing konunn­ar var skilorðs­bundin í tvö ár, en ekki þótti efni til að skilorðsbinda refsingu lögmannsins. Í Héraðsdómi yfir honum var vísað til þess að hann hefði brotið á mikilisverðum starfsskyldum og hafi brot hans verið sérlega ámælisvert. Hvorugt hefur áður sætt refsingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×