Innlent

Stærsta orðabók Íslandssögunnar komin út

Stóra orðabókin, tímamótaverk í útgáfu orðabóka, hefur litið dagsins ljós. Bókin veitir einstaka leiðsögn um orðaval í ræðu og riti og gefur jafnframt skýra mynd af íslenskum orðaforða og innra samhengi.

Stóra orðabókin á að baki alllangan og nokkuð óvenjulegan aðdraganda. Ritstjóri hennar, Jón Hilmar Jónsson, hefur unnið við verkið í fimmtán ár. Þá langaði hann að semja bók sem lýsti málnotkun, frekar en bók sem skýrði merkingu orða. Verkefnið hlóð svo heldur betur utan á sig og varð að stærstu orðabók sem út hefur komið síðustu áratugi, einar sextán hundruð blaðsíður.

Bókin skiptist í tvo hluta, annars vegar er sjálf orðabókarlýsingin með um þrettán þúsund flettiorðum, og hins vegar er skrá yfir öll orð og orðasambönd í orðabókartextanum um 85 þúsund talsins.

Það verður þó óþarft að burðast með bókina stóru. Hún kemur á tölvudisk formi, þar sem allt efnið er að finna og bíður upp á margvíslega leitarmöguleika.

Þess má einnig geta að aftast í bókinni er að finna lykilorðaskrár með enskum, dönskum og þýskum samsvörunum íslensku hugtakaheitanna sem greiða erlendum notendum leið að efni hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×