Innlent

Viðskiptum við Símann hætt

Tillögu um að Ísafjarðabær láti af viðskiptum við Símann hefur verið vísað til atvinnu­mála­nefnd­ar og starfs­hóps um tölvu­mál. Magnúsi Reynir Guð­munds­son, bæjarfull­trúi Frjáls­lynd­ra og óháðra, lagði tillöguna fram í bæjarstjórn í kjölfar þess að fimm konum var sagt upp störfum hjá Já, dóttur­félagi Símans, og starfsemi fyrirtækisins hætt í bænum.

"Kanna á hvort raunhæft sé að slíta viðskiptunum og hvort sú ákvörð­un verði til þess fall­in að hagræða í símamálum sveitar­félagsins," segir Björn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×