Innlent

Langtíma­skuldir Hafnarfjarðar lækka

Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar er að vonum ánægður með góða afkomu bæjarins.
Lúðvík Geirsson bæjarstjóri Hafnarfjarðar er að vonum ánægður með góða afkomu bæjarins.

Langtíma­skuld­ir Hafnar­fjarðar­ hafa lækkað um 1,5 milljarða króna samkvæmt níu mánaða uppgjöri sem lagt var fram í bæjarráði í vikunni. Niðurstöðurnar eru jákvæðar fyrir bæjarfélagið og gefa fyrirheit um góða afkomu bæjarins, segir í tilkynningu, en fyrstu níu mánuði ársins er 683 milljóna króna af­gang­ur af rekstri bæjarins, en það er sagt umtalsvert betri árangur en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Bætt afkoma ásamt auknum fjármunum af þeirri um­fangs­miklu upp­bygg­ingu sem á sér stað í Hafnarfirði og endurskipulagning langtíma­lána hefur skapað svigrúm til veru­legrar niðurgreiðslu þeirra. Afkoman er sögð fylgja í kjölfar góðs árangurs síðasta árs í rekstri bæjarins og ráð fyrir því gert að afkoma bæjarins verði í lok árs jákvæð um rúman milljarð króna og yrði það þá í annað sinn í sögu sveitarfélagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×