Innlent Með eiturlyf í Norrænu Handteknir vegna smygls. Innlent 20.12.2005 21:58 Nefbraut sér yngri mann Fékk tveggja mánaða dóm. Innlent 20.12.2005 21:59 Vara við kertaskreytingum Slökkviliðið í Reykajvík var kallað út tvisvar í gærkvöldi og í nótt vegna elds í kertaskreytingum. Húsráðanda í Þingholtunum tókst að koma skreytingunni logandi út, ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. Í Grafarvogi barst eldur frá skreytingunni í gardínur og tókst húsráðanda sjálfum að ráða niðurlögum eldsins. Hann brenndist lítillega. Innlent 21.12.2005 07:32 Harður árekstur í Njarðvík Harður árekstu varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Njarðvík í dag. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist meiðsl hans minniháttar og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Bílarnir voru talsvert skemmtis og voru fjarlægðar með dráttarbifreið. Innlent 20.12.2005 23:41 Tvö umferðaróhöpp í Vestur-Húnavatnssýslu fyrr í kvöld Betur fór en á horfðist þegar ungur ökumaður velti bíl sínum í nágrenni Hvammstanga fyrr í kvöld. Bílli fór veltu en endaði á hvolfi á miðjum veginum. Ökumaðurinn, sem er nýkominn með bílpróf, var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og reyndust meiðsl hans vera lítilsháttar. Innlent 20.12.2005 23:32 Ólíkar jóla- og áramótahefðir á Íslandi, Indlandi og í Ástralíu Í Ástralíu boðar það lukku að kyssa lögreglumann á áramótunum og Indverjar eru jafn flugeldaglaðir og Íslendingar. Kristnir Indverjar leggja rækt við trú sína og fjölskylduna yfir jólahátíðina á meðan Ástralir taka stefnuna á ströndina til jólahalds. Innlent 20.12.2005 23:08 Hjördís sátt Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. Innlent 20.12.2005 23:02 Borgarstjóri þiggur ekki launahækkun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. Innlent 20.12.2005 22:36 Útilokar ekki sameiningu við Morgunblaðið Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, útilokar ekki sameiningu við Morgunblaðið. Hluthafafundur Landssíma Íslands hf. samþykkti í dag sameiningu Símans, Skipta ehf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. sem á og rekur Skjá 1. Síminn stefnir að því að hasla sér frekari völl á fjölmiðlamarkaði, bæði innanlands og utan. Innlent 20.12.2005 21:50 Síminn og Skjár 1 sameinast Hluthafafundur Landssíma Íslands hf. (Símans) samþykkti í dag sameiningu Símans, Skipta ehf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf., sem á og rekur Skjá 1. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að á fundinum hafi verið samþykkt samrunaáætlun sem lögð var fyrir hluthafafund í öllum félögunum fyrr í þessum mánuði. Samruni Símans, Skipta og Íslenska sjónvarpsfélagsins undir nafni og kennitölu Símans gildir frá 30. júní sl. og gilda samþykktir Símans fyrir sameinað félag. Innlent 20.12.2005 20:39 Laun borgarstjóra munu ekki hækka samkvæmt ákvörðun Steinunnar Valdísar Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. Laun borgarstjóra hafa miðast við laun forsætisráðherra, en skv. úrskurðinum áttu launin að hækka um 75.000 kr. á mánuði frá áramótum. Innlent 20.12.2005 20:36 Brýnasta verkefnið að lækka virðisaukaskatt á matvæli Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir eitt brýnasta verkefnið fram undan að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Ríkisvaldið verði að stuðla með beinum hætti að lægra vöruverði. Það verði þó að herða eftirlit með verðlagi svo skattaívilnunin lendi ekki í vasa kaupmanna. Sporin hræði í þeim efnum. Innlent 20.12.2005 19:24 Vonar að það takist að manna leikskólana Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist vonast til þess að það takist að manna leikskólana í Kópavogi þótt nokkrir starfsmenn hafi lýst því yfir að þeir muni hætta störfum. Hann segir þó viðbúið að einhverjir hætti vegna yfirboða Reykjavíkurborgar. Formaður foreldrafélags leikskólans Dals segir ófremdarástand að skapast og fólk horfi fram á að þurfa að hætta að vinna til að geta verið með börnum sínum vegna manneklu á leikskólum bæjarins. Innlent 20.12.2005 19:11 Samkomulag milli Björns og Hjördísar Samkomulag hefur tekist milli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og Hjördísar Hákonardóttur, dómsstjóra, vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði hæstaréttardómara haustið 2003. Björn skipaði þá Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Innlent 20.12.2005 18:59 Fékk 6 mánaða dóm fyrir að stela kókómjólk, áleggi og köku Karlmaður var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að brjótast inn í Reynisbakarí í Kópavogi í ágúst síðastliðnum og stela þaðan vörum. Ránsfengurinn var þrjár kókómjólkurfernur, oststykki, hangikjötssalat og brúnkaka. Innlent 20.12.2005 17:26 Þriggja bíla árekstur við Smáralind Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í nágrenni Smáralindar fyrr í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. Svo virðist sem meiðsl þeirra séu lítilsháttar en verið er að rannsaka hugsanlega áverka. Innlent 20.12.2005 17:17 Vetnisrafall tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag. Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers með vetni sem varaafl. Innlent 20.12.2005 16:21 Forseti Íslands heimsótti Fjölskylduhjálpina Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn í bækistöðvar Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Það kom honum á óvart hversu margir leita til fjölskylduhjálparinnar allan ársins hring. Hann sagði einnig augljóst að þrátt fyrir að flestir ynnu fulla vinnu næðu margir ekki endum saman. Innlent 20.12.2005 16:36 Geti kennt sjálfum sér um að vera lítið á sviðinu Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa lítið verið á sviðinu og það er þeim sjálfum að kenna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, en ný skoðanakönnun sýnir að fylgi flokksins í borginni mælist nú 55,7 prósent. Borgarstjóri á von á að kannanir í febrúar gefi skýrari mynd af stöðu floikkanna. Innlent 20.12.2005 16:33 Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni frá því um klukkan þrjú í dag. Hálka er á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi, ásamt hálkublettum. Í Þrengslum er éljagangur og snjóþekja og þá er einnig snjóþekja og hálka víða á Vesturlandi. Éljagangur er í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Innlent 20.12.2005 16:29 Íslendingar eru á faraldsfæti um þessar mundir. Tólf til þrettán hundruð manns fer í gegnum Reykjavíkurflugvöll daglega þessa síðustu viku fyrir jól og hefur Flugfélag Íslands aukið flug til Egilsstaða og Akureyrar vegna þessa. Innlent 20.12.2005 15:06 Reykjavíkurborg tekur þátt í herferð gegn dauðarefsingum Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum með því að gerast aðili að herferðinni "Lífsborg -gegn dauðarefsingum". Tæplega 400 borgir víða um heim hafa gerst aðilar að herferðinni. Reykjavíkurborg vill leggja baráttunni gegn dauðarefsingum lið, þar sem um mikilvæga mannréttindabaráttu sé að ræða. Innlent 20.12.2005 15:47 Aðeins einn umsækjandi um stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju Annar umsækjenda um embætti sóknarprests í Hallgrímskirkjuprestakalli dró umsókn sína til baka í morgun. Tveir umsækjendur sóttu upphaflega um stöðuna en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson er því eini umsækjandinn um stöðuna. Innlent 20.12.2005 15:17 Þrefalt meiri líkur á veltu eða útaf akstri í jeppa en fólksbíl Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Landsbjörg gerði. Innlent 20.12.2005 15:09 Dr. Þorsteinn Magnússon skipaður í ritnefnd í stað Þorsteins Pálssonar Forseti Alþingis hefur ákveðið að dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, verði skipaður í ritnefnd til að skrifa sögu þingræðisins á Íslandi. Innlent 20.12.2005 15:01 Hamborgarhryggur á Suðurnesjum en hangikjöt á Ströndum Suðurnesjamenn vilja hamborgarhrygg í jólamatinn en líta nánast ekki við rjúpu á sama tíma og rjúpan hefur ýtt hamborgarhryggnum út af jólaborði Mývetninga eftir að veiðibanninu lauk og hangikjöt heldur velli norður á Ströndum. Innlent 20.12.2005 12:35 Örnólfur Thorsson skipaður forsetaritari Örnólfur Thorsson hefur verið skipaður í starf forsetaritara í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar sem lætur af störfum um áramót og hverfur á ný til starfa á vettvangi utanríkisráðuneytisins. Örnólfur var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 1999 og hefur verið skrifstofustjóri frá 2003. Innlent 20.12.2005 12:25 Útlit fyrir að hægi á vexti einkaneyslunnar Þrátt fyrir talsvert meiri veltu í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, eru vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti einkaneyslunnar, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Innlent 20.12.2005 12:21 Viðbúnaður á Kastrup vegna lendingar vélar frá Iceland Express Viðbúnaður var við lendingu vélar Iceland Express á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn laust fyrir hádegi í dag. Ástæðan var sú að merki í stjórnborði vélarinnar gaf til að nefhjól vélarinn hefði ekki farið niður. Flugmenn vélarinnar settu því hjólið handvirkt niður og gekk það vandræðalaust. Farþegar vélarinnar fengu upplýsingar um gang mála jafnóðum og að lendingu lokinni var þeim boðin aðstoð eftir þörfum. Tæknimenn SAS eru að fara yfir búnað vélarinnar. Engin seinkun varð á lendingunni en búist er við einhverri töf á brottför frá Kaupmannahöfn í dag þar sem kalla þarf inn nýja vél. Innlent 20.12.2005 12:54 Magnús kaupir P. Samúelsson í dag Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. Innlent 20.12.2005 10:35 « ‹ ›
Vara við kertaskreytingum Slökkviliðið í Reykajvík var kallað út tvisvar í gærkvöldi og í nótt vegna elds í kertaskreytingum. Húsráðanda í Þingholtunum tókst að koma skreytingunni logandi út, ekki urðu miklar skemmdir á íbúðinni. Í Grafarvogi barst eldur frá skreytingunni í gardínur og tókst húsráðanda sjálfum að ráða niðurlögum eldsins. Hann brenndist lítillega. Innlent 21.12.2005 07:32
Harður árekstur í Njarðvík Harður árekstu varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Stekks í Njarðvík í dag. Einn var fluttur á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og reyndist meiðsl hans minniháttar og fékk hann að fara heim að skoðun lokinni. Bílarnir voru talsvert skemmtis og voru fjarlægðar með dráttarbifreið. Innlent 20.12.2005 23:41
Tvö umferðaróhöpp í Vestur-Húnavatnssýslu fyrr í kvöld Betur fór en á horfðist þegar ungur ökumaður velti bíl sínum í nágrenni Hvammstanga fyrr í kvöld. Bílli fór veltu en endaði á hvolfi á miðjum veginum. Ökumaðurinn, sem er nýkominn með bílpróf, var fluttur á Heilbrigðisstofnunina á Hvammstanga og reyndust meiðsl hans vera lítilsháttar. Innlent 20.12.2005 23:32
Ólíkar jóla- og áramótahefðir á Íslandi, Indlandi og í Ástralíu Í Ástralíu boðar það lukku að kyssa lögreglumann á áramótunum og Indverjar eru jafn flugeldaglaðir og Íslendingar. Kristnir Indverjar leggja rækt við trú sína og fjölskylduna yfir jólahátíðina á meðan Ástralir taka stefnuna á ströndina til jólahalds. Innlent 20.12.2005 23:08
Hjördís sátt Hjördís Hákonardóttir dómsstjóri er sátt við samkomulag sem náðst hefur milli hennar og Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála. Kærunefndin komst að þeirri niðurstöðu á sínum tíma að dómsmálaráðherra hafi brotið jafnréttislög þegar hann skipaði Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara í ágúst árið 2003. Innlent 20.12.2005 23:02
Borgarstjóri þiggur ekki launahækkun Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. Innlent 20.12.2005 22:36
Útilokar ekki sameiningu við Morgunblaðið Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Símans, útilokar ekki sameiningu við Morgunblaðið. Hluthafafundur Landssíma Íslands hf. samþykkti í dag sameiningu Símans, Skipta ehf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf. sem á og rekur Skjá 1. Síminn stefnir að því að hasla sér frekari völl á fjölmiðlamarkaði, bæði innanlands og utan. Innlent 20.12.2005 21:50
Síminn og Skjár 1 sameinast Hluthafafundur Landssíma Íslands hf. (Símans) samþykkti í dag sameiningu Símans, Skipta ehf. og Íslenska sjónvarpsfélagsins hf., sem á og rekur Skjá 1. Í fréttatilkynningu frá Símanum segir að á fundinum hafi verið samþykkt samrunaáætlun sem lögð var fyrir hluthafafund í öllum félögunum fyrr í þessum mánuði. Samruni Símans, Skipta og Íslenska sjónvarpsfélagsins undir nafni og kennitölu Símans gildir frá 30. júní sl. og gilda samþykktir Símans fyrir sameinað félag. Innlent 20.12.2005 20:39
Laun borgarstjóra munu ekki hækka samkvæmt ákvörðun Steinunnar Valdísar Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri hefur ákveðið að úrskurður Kjaradóms frá í gær um hækkun launa æðstu embættismanna muni ekki ná til borgarstjórans í Reykjavík. Laun borgarstjóra hafa miðast við laun forsætisráðherra, en skv. úrskurðinum áttu launin að hækka um 75.000 kr. á mánuði frá áramótum. Innlent 20.12.2005 20:36
Brýnasta verkefnið að lækka virðisaukaskatt á matvæli Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir eitt brýnasta verkefnið fram undan að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Ríkisvaldið verði að stuðla með beinum hætti að lægra vöruverði. Það verði þó að herða eftirlit með verðlagi svo skattaívilnunin lendi ekki í vasa kaupmanna. Sporin hræði í þeim efnum. Innlent 20.12.2005 19:24
Vonar að það takist að manna leikskólana Gunnar I. Birgisson, bæjarstjóri í Kópavogi, segist vonast til þess að það takist að manna leikskólana í Kópavogi þótt nokkrir starfsmenn hafi lýst því yfir að þeir muni hætta störfum. Hann segir þó viðbúið að einhverjir hætti vegna yfirboða Reykjavíkurborgar. Formaður foreldrafélags leikskólans Dals segir ófremdarástand að skapast og fólk horfi fram á að þurfa að hætta að vinna til að geta verið með börnum sínum vegna manneklu á leikskólum bæjarins. Innlent 20.12.2005 19:11
Samkomulag milli Björns og Hjördísar Samkomulag hefur tekist milli Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra, og Hjördísar Hákonardóttur, dómsstjóra, vegna úrskurðar kærunefndar jafnréttismála um að ráðherra hefði brotið jafnréttislög þegar hann skipaði hæstaréttardómara haustið 2003. Björn skipaði þá Ólaf Börk Þorvaldsson hæstaréttardómara. Þetta kom fram í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins. Innlent 20.12.2005 18:59
Fékk 6 mánaða dóm fyrir að stela kókómjólk, áleggi og köku Karlmaður var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að brjótast inn í Reynisbakarí í Kópavogi í ágúst síðastliðnum og stela þaðan vörum. Ránsfengurinn var þrjár kókómjólkurfernur, oststykki, hangikjötssalat og brúnkaka. Innlent 20.12.2005 17:26
Þriggja bíla árekstur við Smáralind Þriggja bíla árekstur varð á Reykjanesbraut í nágrenni Smáralindar fyrr í dag. Þrír voru fluttir á slysadeild. Svo virðist sem meiðsl þeirra séu lítilsháttar en verið er að rannsaka hugsanlega áverka. Innlent 20.12.2005 17:17
Vetnisrafall tekinn í notkun á Keflavíkurflugvelli Geir H. Haarde utanríkisráðherra og Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, kveiktu á vetnisrafali við Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli í dag. Rekstur rafalsins er hluti af tilraunaverkefni verkfræðideildar Bandaríkjahers með vetni sem varaafl. Innlent 20.12.2005 16:21
Forseti Íslands heimsótti Fjölskylduhjálpina Forseti Íslands kom í opinbera heimsókn í bækistöðvar Fjölskylduhjálpar Íslands í dag. Það kom honum á óvart hversu margir leita til fjölskylduhjálparinnar allan ársins hring. Hann sagði einnig augljóst að þrátt fyrir að flestir ynnu fulla vinnu næðu margir ekki endum saman. Innlent 20.12.2005 16:36
Geti kennt sjálfum sér um að vera lítið á sviðinu Andstæðingar Sjálfstæðisflokksins í borginni hafa lítið verið á sviðinu og það er þeim sjálfum að kenna, segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, en ný skoðanakönnun sýnir að fylgi flokksins í borginni mælist nú 55,7 prósent. Borgarstjóri á von á að kannanir í febrúar gefi skýrari mynd af stöðu floikkanna. Innlent 20.12.2005 16:33
Hálka og hálkublettir víða um land Hálka og hálkublettir eru víða um land samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni frá því um klukkan þrjú í dag. Hálka er á Hellisheiði og víðar á Suðurlandi, ásamt hálkublettum. Í Þrengslum er éljagangur og snjóþekja og þá er einnig snjóþekja og hálka víða á Vesturlandi. Éljagangur er í Bröttubrekku og á Holtavörðuheiði. Innlent 20.12.2005 16:29
Íslendingar eru á faraldsfæti um þessar mundir. Tólf til þrettán hundruð manns fer í gegnum Reykjavíkurflugvöll daglega þessa síðustu viku fyrir jól og hefur Flugfélag Íslands aukið flug til Egilsstaða og Akureyrar vegna þessa. Innlent 20.12.2005 15:06
Reykjavíkurborg tekur þátt í herferð gegn dauðarefsingum Borgarstjórn Reykjavíkur hefur samþykkt að taka þátt í baráttunni gegn dauðarefsingum með því að gerast aðili að herferðinni "Lífsborg -gegn dauðarefsingum". Tæplega 400 borgir víða um heim hafa gerst aðilar að herferðinni. Reykjavíkurborg vill leggja baráttunni gegn dauðarefsingum lið, þar sem um mikilvæga mannréttindabaráttu sé að ræða. Innlent 20.12.2005 15:47
Aðeins einn umsækjandi um stöðu sóknarprests í Hallgrímskirkju Annar umsækjenda um embætti sóknarprests í Hallgrímskirkjuprestakalli dró umsókn sína til baka í morgun. Tveir umsækjendur sóttu upphaflega um stöðuna en sr. Jón Dalbú Hróbjartsson er því eini umsækjandinn um stöðuna. Innlent 20.12.2005 15:17
Þrefalt meiri líkur á veltu eða útaf akstri í jeppa en fólksbíl Þrefalt meiri líkur eru á að ökumaður velti eða keyri jeppa út af en fólksbíl samkvæmt niðurstöðum rannsóknar sem Landsbjörg gerði. Innlent 20.12.2005 15:09
Dr. Þorsteinn Magnússon skipaður í ritnefnd í stað Þorsteins Pálssonar Forseti Alþingis hefur ákveðið að dr. Þorsteinn Magnússon stjórnmálafræðingur, forstöðumaður á skrifstofu Alþingis, verði skipaður í ritnefnd til að skrifa sögu þingræðisins á Íslandi. Innlent 20.12.2005 15:01
Hamborgarhryggur á Suðurnesjum en hangikjöt á Ströndum Suðurnesjamenn vilja hamborgarhrygg í jólamatinn en líta nánast ekki við rjúpu á sama tíma og rjúpan hefur ýtt hamborgarhryggnum út af jólaborði Mývetninga eftir að veiðibanninu lauk og hangikjöt heldur velli norður á Ströndum. Innlent 20.12.2005 12:35
Örnólfur Thorsson skipaður forsetaritari Örnólfur Thorsson hefur verið skipaður í starf forsetaritara í stað Stefáns Lárusar Stefánssonar sem lætur af störfum um áramót og hverfur á ný til starfa á vettvangi utanríkisráðuneytisins. Örnólfur var ráðinn sérfræðingur á skrifstofu forseta Íslands árið 1999 og hefur verið skrifstofustjóri frá 2003. Innlent 20.12.2005 12:25
Útlit fyrir að hægi á vexti einkaneyslunnar Þrátt fyrir talsvert meiri veltu í dagvöruverslun í síðasta mánuði en í sama mánuði í fyrra, eru vísbendingar um að farið sé að hægja á vexti einkaneyslunnar, samkvæmt mælingum Rannsóknaseturs verslunarinnar. Innlent 20.12.2005 12:21
Viðbúnaður á Kastrup vegna lendingar vélar frá Iceland Express Viðbúnaður var við lendingu vélar Iceland Express á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn laust fyrir hádegi í dag. Ástæðan var sú að merki í stjórnborði vélarinnar gaf til að nefhjól vélarinn hefði ekki farið niður. Flugmenn vélarinnar settu því hjólið handvirkt niður og gekk það vandræðalaust. Farþegar vélarinnar fengu upplýsingar um gang mála jafnóðum og að lendingu lokinni var þeim boðin aðstoð eftir þörfum. Tæknimenn SAS eru að fara yfir búnað vélarinnar. Engin seinkun varð á lendingunni en búist er við einhverri töf á brottför frá Kaupmannahöfn í dag þar sem kalla þarf inn nýja vél. Innlent 20.12.2005 12:54
Magnús kaupir P. Samúelsson í dag Toyota-umboðið á Íslandi skipti um eigendur í dag. Magnús Kristinsson útgerðarmaður kaupir P. Samúelsson hf. og var skrifað undir samninga nú fyrir hádegi. Innlent 20.12.2005 10:35