Innlent

Fékk 6 mánaða dóm fyrir að stela kókómjólk, áleggi og köku

MYND/Vísir

Karlmaður var dæmdur í hálfs árs skilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í dag fyrir að brjótast inn í Reynisbakarí í Kópavogi í ágúst síðastliðnum og stela þaðan vörum. Ránsfengurinn var m.a. þrjár kókómjólkurfernur, oststykki og hangikjötssalat. Athygli vekur kannski að ekkert var brauðið, en hins vegar hafði maðurinn jafnframt á brott með sér brúnköku. Hann var handtekinn skömmu eftir innbrotið í nágrenni bakarísins þar sem hann gæddi sér á ránsfengnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×