Innlent

Brýnasta verkefnið að lækka virðisaukaskatt á matvæli

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir eitt brýnasta verkefnið fram undan að lækka virðisaukaskatt á matvæli. Ríkisvaldið verði að stuðla með beinum hætti að lægra vöruverði. Það verði þó að herða eftirlit með verðlagi svo skattaívilnunin lendi ekki í vasa kaupmanna. Sporin hræði í þeim efnum.

Guðni Ágústsson ætlar að einnig að skipa stýrihóp til að fara yfir alla tolla á landbúnaðarvörum og breyta framleiðsluhvetjandi stuðningi við innlendan landbúnað í grænan stuðning. Málið var rætt í ríkisstjórn í morgun eftir að utanríkisráðherra hafði gert grein fyrir Samkomulaginu á ráðstefnu Alþjóða viðskiptastofnunarinnar í Hong Kong.

Guðni minnir á að það sé á stefnuskrá ríkisstjórnarinnar að lækka virðisauka á matvælum, það sé eitt brýnasta verkefnið og verði vonandi að veruleika á næsta ári. En Guðni segir jafnframt að þótt ríkisvaldið komi með beinum hætti að því að lækka vöruverð megi ekki gera það í plati.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×