Netöryggi

Fréttamynd

Ekki verið vart við neinn öryggis­brest hjá ráðu­neytum

Enginn grunur er um að tölvuþrjótar hafi notfært sér alvarlegan öryggisgalla í Microsoft Exchange tölvupóstkerfinu til að brjótast inn í tölvukerfi íslenskra ráðuneyta. Þetta segir framkvæmdastjóri Umbru – þjónustumiðstöðvar Stjórnarráðsins sem sér um rekstur miðlægra tölvukerfa fyrir ráðuneytin.

Innlent
Fréttamynd

Varar við nets­vindli

Pósturinn hefur aftur varað við að óprúttnir aðilar séu að senda tölvupósta í nafni Póstsins í þeim tilgangi að komast yfir kortaupplýsingar.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Tekjur tvöfölduðust á kórónuveiruárinu

Tekjur netöryggisfyrirtækisins AwareGo rúmlega tvöfölduðust frá árinu 2019 til 2020. Fyrirtækið þakkar vöxtinn að mestu stórum langtímasamningum við erlend fyrirtæki og endursöluaðila sem hlaupi á milljónum dollara, hundruðum milljóna króna. Framkvæmdastjóri AwareGo segir vöxt fyrirtækisins undanfarin tvö ár hafa verið ævintýralegan.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ótengda Ísland

Ísland á skilið að eignast framúrskarandi stefnu um upplýsingatækni. Stefnu sem er svo framúrskarandi að við verðum leiðandi í því hvernig samfélög nálgast öruggt aðgengi allra að þjónustu ríkis og sveitarfélaga.

Skoðun
Fréttamynd

Net­á­rás olli truflunum á þjónustu Símans

Netárás var gerð á Símann laugardagskvöldið 30. janúar og varð til þess að truflanir urðu á sjónvarpsþjónustu þess í rúma eina og hálfa klukkustund. Að sögn Símans var um að ræða svokallaða dreifða álagsárás eða DDoS-árás sem var gerð fyrirvaralaust á netkerfi fyrirtækisins.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Ráð­gjafi vissi af og varaði við hættunni á tölvu­á­rás

Fyrrverandi öryggisráðgjafi hjá SolarWinds, fyrirtæki sem selur fjölmörgum bandarískum stofnunum og fyrirtækjum hugbúnaðartól til stjórnunar tölvukerfa, segist hafa varað við þeim göllum sem tölvuþrjótar nýttu sér til þess að fremja gífurlega umfangsmikla tölvuárás, sem talið er að Rússar beri ábyrgð á.

Erlent
Fréttamynd

Vara við svika­póstum sem sendir hafa verið í nafni DHL og Póstsins

Valitor varar við svikahröppum sem reynt hafa að blekkja korthafa til að staðfesta kort í Apple Pay-snjallsímalausninni eða gefa upp SMS-öryggiskóða. Þannig hafa „sviksamlegir tölvupóstar“ til að mynda verið sendir út í nafni þekktra fyrirtækja á borð við DHL og Póstinn að því er fram kemur í tilkynningu frá Valitor.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

McAfee handtekinn í Barcelona

Tæknifrumkvöðullinn John McAfee hefur verið handtekinn í Barcelona á Spáni. McAfee, stofnandi vírusvarnarforrits sem kennt er við hann, er sakaður um umfangsmikið skattsvik í Bandaríkjunum og fyrir fjársvik í tengslum við rafmyntir.

Erlent
Fréttamynd

Brugðust strax við ábendingum um rape.is

Hin skammlífa vefslóð Rape.is skilar ekki lengur neinum niðurstöðum eftir að netverjar gerðu íslenskum stjórnvöldum viðvart. Vefslóðin vísaði á spjallborð þar sem fram fara umræður um kynferðisbrot, nauðganir og barnaníð eru vegsömuð og notendur deila myndum af börnum.

Viðskipti innlent