Á Facebook-síðu Mbl.is segir að árásin komi erlendis frá. Unnið er að viðgerð þessa stundina.
Mbl.is er næst mest lestni vefur landsins. Miðað við mælingar Gallup á fjölda heimsókna í vikunni 7. til 13. nóvember heimsækja 199 þúsund manns að jafnaði á hverjum degi. Vísir er eini vefurinn sem skákar Mbl.is og er með rúmlega 207 þúsund lesendur daglega.
Um miðjan ágústmánuð var gerð netárás á vef Fréttablaðsins. Þar voru rússnesk samtök á ferð en þau voru ósátt með myndbirtingu blaðsins nokkrum dögum áður. Þar mátti sjá mann traðka á rússneska fánanum.