Notendur Vivaldi hafa nú beinan aðgang að Mastodon í gegnum vafrann.Vivaldi
Vivaldi er orðinn fyrsti vafrinn sem er með samfélagsmiðilinn Mastodon innbyggðan í kóða vafrans. Það er meðal annarra breytinga sem gerðar hafa verið á vafranum.
Vinsældir Mastodon hafa aukist verulega á undanförnum vikum, í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk eignaðist Twitter. Margir telja Mastodon vera góðan valkost í stað Twitter.
Í síðasta mánuði tók Vivaldi sérstakan vefþjón fyrir Mastodon í notkun en nú hefur bætt um betur. Vivaldi Social veitir notendum beinan aðgang að Mastodon.
Verndun persónuupplýsina hefur lengi verið í forgangi hjá Vivaldi.
Frumkvöðullinn Jón von Tetzchner er forstjóri Vivaldi. Fyrirtækið er með höfuðstöðvar í Osló en fyrirtækið er einnig með starfsstöð á Eiðistorgi á Seltjarnarnesi og í Boston í Bandaríkjunum.
Íslenska fyrirtækið Vivaldi hefur uppfært netvafrann sinn og bætt við innbyggðu póstforriti, dagatali og lesara fyrir strauma. Hægt er að sameina marga tölvupóstreikninga í vafranum.
Vafrinn Vivaldi er nú í boði í Polestar 2 og er fyrst vafrinn sem fáanlegur er í Android-stýrikerfi fyrir bíla, Android Automotive OS. Um samstarf við sænska rafmagnsbílaframleiðandann Polestar er að ræða.
Í fréttatilkynningu frá Vivaldi segir að með nýrri útgáfu vafrans, Vivaldi 4.0 sem kynnt er til sögunnar í dag, bjóðist notendum enn fleiri þjónustur en áður sem gerir fólki kleift að forðast upplýsingaöflun gagnaheildsala og tæknirisa.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.