Fíkn

Fréttamynd

Fyrst ríkið passi ekki upp á eftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir

Fyrirtækið Varlega selur vímuefnapróf sem gerir notendum kleift að athuga hvort vímuefni eru hrein eða menguð með öðrum efnum. Annar stofnanda segir að fyrst löggjafinn passi ekki upp á gæðaeftirlit verði notendur að geta gert það sjálfir. Hann sér fram á að slík próf verði í framtíðinni staðalbúnaður í skaðaminnkandi úrræðum.

Innlent
Fréttamynd

170 milljónir settar í að­gerðir vegna ópíóða­far­aldurs

Heilbrigðisráðherra kynnti á ríkisstjórnarfundi í dag hugmynd um að veita 170 milljónum króna í aðgerðir til að sporna við skaða af völdum ópíóðafíknar. Þróuð verður flýtimóttaka, tryggt verður aðgengi að gegnreyndr lyfjameðferð við ópíóðafíkn, neyðarlyfið Naloxon verður ókeypis og úrræði á vegum félagsamtaka verða efld. Í fyrstu tilkynningu vegna málsins kom fram að ríkisstjórnin hefði samþykkt breytingarnar en það reyndist ekki rétt.

Innlent
Fréttamynd

Páley segir af­glæpa­væðingu auka neyslu

Páley Borgþórsdóttir lögreglustjóri á Norðurlandi eystra og formaður lögreglustjórafélags Íslands vill gjalda varhug við afglæpavæðingu neysluskammta. Hún telur engum blöðum um það að fletta að ef varsla neysluskammta verði gerð refsilaus þá auki það neyslu ávana- og fíknefna.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er bara að fara að versna og þetta mun versna hratt“

Yfirstandandi ópíóðafaraldur mun versna hratt ef ekki er brugðist við honum, segir deildarstjóri málaflokks heimilislausra hjá Reykjavíkurborg. Hún segir núverandi refsistefnu auka á jaðarsetningu notenda, meðferðarmöguleikar séu fáir og einhæfir og að umbylta þurfi núverandi löggæslustefnu.

Innlent
Fréttamynd

Neyðarástand vegna ópíóðafaraldurs

Á Íslandi geisar ópíóðafaraldur með óbærilegum fórnarkostnaði fyrir samfélagið. Fréttir berast í hverri viku af ótímabærum andlátum fólks í blóma lífsins.

Skoðun
Fréttamynd

Óttast að dauðs­föllum vegna ópíóða fjölgi til muna

Forstjóri Vogs óttast að andlátum vegna ópíaóðalyfja eigi eftir að fjölga til muna. Hún fagnar orðum heilbrigðisráðherra um að ráðast eigi í þjóðarátak vegna ástandsins. Þeir sem eru eldri en 25 ára geta þurft að bíða mánuðum saman eftir meðferð. 

Innlent
Fréttamynd

Banvænir biðlistar

Í aðsendri grein á Vísi skrifar Kristín Davíðsdóttir, hjúkrunarfræðingur, um vímuefnavanda og faraldurinn sem geisar nú. Eins og hún bendir á eru sjúklingarnir flestir ungt fólk og þeim mun sorglegra er það hversu lítið samfélagið lætur sig þennan hóp varða.

Skoðun
Fréttamynd

„Magnús var elskaður af öllum sem kynntust honum“

„Við vonum að það verði einhver vakning í þjóðfélaginu gagnvart því að fíkn er sjúkdómur. Fallegi og góði drengurinn okkar tapaði sinni baráttu við sinn sjúkdóm,“ segir Guðrún Katrín Sandholt í samtali við Vísi. Sonur Guðrúnar, Magnús Andri Sæmundsson, lést þann 12. febrúar síðastliðinn eftir hatramma baráttu við ópíóðafíkn.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er mesti skaði allra þjóðfélaga“

Bubbi Morthens vakti töluverða athygli um helgina er hann sagðist hafa sungið í ellefu jarðarförum á þessu ári hjá fólki sem féll frá vegna fíknisjúkdóms. Hann segir gott að þessi orð hans hafi vakið athygli því samfélagið þurfi að vera meðvitað og takast á við vandamálið. Það skaði þjóðfélög þegar fólki er skipt upp á móti hvoru öðru.

Innlent
Fréttamynd

Hrafnarnir mínir

Ég hef rætt um hvað stuðningur ykkar kæru Íslendingar hefur skipt sköpum á þeirri vegferð sem ég ákvað að halda varðandi heimilislausa og fíknsjúkdóminn.

Skoðun
Fréttamynd

Lokuðu dyrnar í heil­brigðis­kerfinu

Frá árinu 2005 hef ég starfað sem hjúkrunarfræðingur. Ég hef starfað á bráðamóttökum og legudeildum, hérlendis og erlendis. Árið 2021 hóf ég störf hjá Frú Ragnheiði hvar skjólstæðingahópurinn samanstendur fyrst og fremst af fólki sem glímir við þungan vímuefnavanda - að stærstum hluta ungt fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Drukknaði eftir að hafa tekið blöndu af fíkni­efnum

Réttarmeinalæknir segir söngvarann og samfélagsmiðlastjörnuna Aaron Carter hafa drukknað í baðkari sínu vegna áhrifa af fíkniefnum sem hann hafði tekið fyrr um daginn. Í líkama hans fundust efni úr Xanax-töflum og efni úr loftúðahreinsiefni.

Tónlist