Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 5. maí 2025 09:01 Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Þóroddsson Fangelsismál Geðheilbrigði Hælisleitendur Fíkn Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Í dag eru fangelsi landsins sprungin. Fangelsismálastofnun, Afstaða og félag fangavarða hafa ítrekað varað við því ástandi sem nú hefur skapast en nú er ekki pláss fyrir nýja fanga, hvorki í afplánun né í gæsluvarðhaldi. Þetta hefur leitt til þess að fólk sem EKKI hefur framið refsiverðan verknað er vistað í fangageymslum á lögreglustöðvum dögum eða jafnvel vikum saman í boði íslenskra dómara, í aðstæðum sem hvorki eru heilbrigðar né mannúðlegar, og teljast til pyntinga! Þar að auki hefur í nokkrum tilvikum orðið að sleppa einstaklingum úr gæsluvarðhaldi eða fresta afplánun vegna plássleysis. Þetta þýðir að fólk sem er sakað um alvarleg brot fær stundum frelsi tímabundið á meðan aðrir einstaklingar, sem eingöngu eru að bíða brottvísunar eftir synjun á hæli, sitja fastir í kerfinu. Þetta ójafnvægi er ekki aðeins ósanngjarnt heldur hættulegt fyrir öryggi samfélagsins. Hverjir fylla kerfið? Það skiptir máli að skoða hvaða hópar eru að valda auknu álagi: Erlendir fangar með langa dóma Þeir sem hafa verið sakfelldir fyrir alvarleg brot. Afstaða styður frumvarp sem heimilar framsal þeirra til heimalanda sinna, sem bæði er mannúðlegra og losar um nauðsynleg pláss í íslenskum fangelsum. Gera þarf beina samninga við hvert ríki þannig að hægt sé að senda þá til afplánunar í sínu landi án samþykkis dómþolans. Erlend burðardýr með væga dómaMargir þeirra sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna vímuefnamála eru burðardýr sem fá væga dóma og eru mjög oft fórnalömb mansals á einn eða annan hátt. Við höfum lagt til að vægari úrræði, eins og samfélagsþjónustu, áfangaheimili og rafrænt eftirlit, séu nýtt í þessum tilfellum. Það sparar gífurlegar fjárhæðir og losar mjög mikið pláss í fangelsum landsins sem er dýrasta búsetuúrræði sem völ er á. Einstaklingar með alvarlegar geðraskanirÞriðji hópurinn eru þeir sem þurfa heilbrigðisþjónustu en eru vistaðir í fangelsum. Þessir einstaklingar þurfa sérhæfð úrræði eins og sjúkrahúsvist eða svo að lokum öryggisúrræði, sem nú er loks í undirbúningi hjá þessari ríkisstjórn og við gerum miklar væntingar til. BrottvísunarhópurinnAð lokum eru það þeir sem hafa fengið synjun á hælisumsókn sinni og bíða brottvísunar. Þetta eru einstaklingar sem hafa ekki framið refsiverð brot en eru vistaðir í fangageymslum við óboðlegar aðstæður. Hér þarf að finna lausn umsvifalaust og teljum við að opið áfangaheimili með rafrænu eftirliti væri besti kosturinn, ódýrasti og mannúðlegasti, þá er einnig fyrirhugað brottfararúrræði mun betri kostur en fangelsi. Hverjar eru afleiðingarnar? Þegar þessir hópar blandast saman innan sama kerfisins, þar sem ekkert rými er til að aðgreina eftir þörfum eða ástandi, skapast ófremdarástand. Fangaverðir þurfa að sinna fjölbreyttari verkefnum en áður, með minni mönnun og minni sérhæfingu. Fangar með flóknar geðraskanir fá ekki þá meðferð sem þeir þurfa og hælisleitendur dúsa við óboðlegar aðstæður, á meðan hættulegir einstaklingar fá að ganga lausir vegna plássleysis. Þetta er uppskrift að meiriháttar vandræðum. Lausnir sem taka mið af raunveruleikanum Til að höggva á þennan hnút þarf samhæfðar aðgerðir sem byggjast á mannúð og raunsæi: Framsal erlendra fanga til heimalanda sinna í samræmi við alþjóðasamninga og beinna samninga við aðildarríkin. Notkun samfélagsþjónustu, áfangaheimila og rafræns eftirlits fyrir einstaklinga sem fá væga dóma, burðardýr og minni háttar brotamenn. Aðskilin brottvísunarúrræði fyrir hælisleitendur, með mannsæmandi aðbúnaði. Stóraukin fjárfesting í geðheilbrigðisþjónustu innan réttarkerfisins. Öflug nýting rafræns eftirlits, eins og ökklabanda, í stað óþarfa gæsluvarðhalds. Tryggja strax endanlegt fjármagn í nýtt fangelsi en aðeins hefur verið tryggður hluti af því fjármagni sem þarf. Heildendurskoðun á lögum um fullnustu, klára þannig undirbúning sem hafinn var í tíð fyrri ríkisstjórnarsvo að við getum komið fangelsiskerfinu okkar inn í nútímann og gert það skilvirkara til framtíðar. Sameiginlegt verkefni Það er mikilvægt að átta sig á að þessi vandi verður ekki leystur með óraunhæfum kröfum eða með því að stilla Íslendingum og útlendingum upp sem andstæðum. Öll okkar vinna í Afstöðu byggir á því að tryggja mannúð og réttlæti fyrir alla sem lenda í kerfi þar sem frelsi þeirra er skert – óháð þjóðerni, uppruna eða brotaflokki. Við viljum að Ísland standi sem fyrirmynd í fangelsismálum og mannréttindum – ekki sem undantekning. Og við trúum því að hægt sé að leysa þessi mál með samstilltu átaki, skynsemi og virðingu fyrir grundvallarréttindum allra einstaklinga. Það er kominn tími til að bretta upp ermarnar – og höggva á hnútinn saman. Höfundur er, formaður Afstöðu, félag um bætt fangelsismál og betrun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar