Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar 5. maí 2025 11:17 Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður. Íbúarnir í þessum stigagangi búa við stöðugan ótta og öryggisleysi. Á sínum tíma komu Félagsbústaðir upp öryggismyndavélum í stigaganginum, en einn íbúinn, er löngu búinn að klippa á allar leiðslur sem að þeim liggja. Íbúinn er vel þekkt síbrotakona, sem veður vopnuð um stigaganginn og axarför og aðrar skemmdir eftir hana má sjá hér og hvar, m.a. á hurðinni að íbúð dóttur minnar. Dyrnar eru reyndar svo laskaðar eftir ítrekuð innbrot, að í íbúðin stendur nánast opin. Frá því að Félagsbústaðir úthlutuðu þessari konu íbúð í húsinu, hefur hún valdið öðrum íbúum stöðugri skelfingu með geðofsa sínum, síendurteknum skemmdarverkum og innbrotum bæði í aðrar íbúðir í húsinu og geymslur í sameign hússins. Meðal afreka hennar má telja innbrot til dóttur minnar fyrir rúmum tveimur árum. Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni „í öll göt“ svo notuð séu hennar eigin orð, misþyrmdu henni og skildu við hana svo hart leikna að það leið langur tími, mögulega sólarhringur eða meira, hélt hún sjálf, þangað til hún komst til sæmilegrar meðvitundar. Hún kærði þennan atburð til lögreglu, eða reyndi það allavega, en ég hef ekki neinar spurnir af því að þeirri kæru hafi verið sinnt. Síbrotakonan hefur auðvitað verið kærð til lögreglu miklu oftar, enda líka verið staðin að ýmsum ójöfnuði, m.a. ítrekað að þjófnaði í verslunum. Hvorki lögregla né Félagsbústaðir virðast hafa aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Ef ástæðan er skortur á sönnunum er það augljós fyrirsláttur. Sannleikurinn er öllu fremur sá að ekkert hefur verið aðhafst til að afla sannana. Það ætti nefnilega ekki að vera neitt tiltökumál. Fjölmiðlar hafa reyndar almennt ekki sýnt þessu ástandi áhuga, en DV hefur þó birt af því fréttir, þá síðustu nú um helgina. Ástandinu í stigaganginum er ágætlega lýst í þessum tveimur fréttum: DV 4. maí 2025 og DV 17. nóvember 2023. Þar er vísað í viðmælendur sem ættu að geta borið vitni ef lögreglan hefði manndóm til að láta sig þetta einhverju skipta. Mér þykir ástæða til að fara fram á að nú verði tekið í taumana. Það er ekkert eðlilegt við það, að halda hlífiskildi yfir sökudólginum en refsa fórnarlömbunum. Það er sannkallað níðingsverk. Ég skora þess vegna hér með á framkvæmdastjóra Félagsbústaða ásamt formanni og framkvæmdastjóra Velferðarráðs Reykjavíkurborgar að stöðva þessa aðgerð án tafar og sjá til þess að bæði Félagsbústaðir og lögregla rannsaki málið ofan í kjölinn. Í stað þess að fleygja íbúum þessa hryllingshúss út á götu ættu Félagsbústaðir þvert á móti að endurgreiða fórnarlömbunum allnokkur ár aftur í tímann og biðja þá opinberlega afsökunar. Það er kominn tími til að þessu að linni. Höfundur er gamalmenni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Fíkn Reykjavík Húsnæðismál Mest lesið Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Dóttir mín er fíkill. Og á morgun ætla Félagsbústaðir að láta fleygja henni út á götu. Ástæðan mun vera húsaleiguskuld. Mér skilst að upp á síðkastið hafi hún hreinlega neitað að greiða leiguna. Ég get raunar vel skilið það: Bríetartún 20 getur ekki kallast mannabústaður. Íbúarnir í þessum stigagangi búa við stöðugan ótta og öryggisleysi. Á sínum tíma komu Félagsbústaðir upp öryggismyndavélum í stigaganginum, en einn íbúinn, er löngu búinn að klippa á allar leiðslur sem að þeim liggja. Íbúinn er vel þekkt síbrotakona, sem veður vopnuð um stigaganginn og axarför og aðrar skemmdir eftir hana má sjá hér og hvar, m.a. á hurðinni að íbúð dóttur minnar. Dyrnar eru reyndar svo laskaðar eftir ítrekuð innbrot, að í íbúðin stendur nánast opin. Frá því að Félagsbústaðir úthlutuðu þessari konu íbúð í húsinu, hefur hún valdið öðrum íbúum stöðugri skelfingu með geðofsa sínum, síendurteknum skemmdarverkum og innbrotum bæði í aðrar íbúðir í húsinu og geymslur í sameign hússins. Meðal afreka hennar má telja innbrot til dóttur minnar fyrir rúmum tveimur árum. Þá var hún í fylgd með einhverjum karlkyns félögum sínum, sem nauðguðu dóttur minni „í öll göt“ svo notuð séu hennar eigin orð, misþyrmdu henni og skildu við hana svo hart leikna að það leið langur tími, mögulega sólarhringur eða meira, hélt hún sjálf, þangað til hún komst til sæmilegrar meðvitundar. Hún kærði þennan atburð til lögreglu, eða reyndi það allavega, en ég hef ekki neinar spurnir af því að þeirri kæru hafi verið sinnt. Síbrotakonan hefur auðvitað verið kærð til lögreglu miklu oftar, enda líka verið staðin að ýmsum ójöfnuði, m.a. ítrekað að þjófnaði í verslunum. Hvorki lögregla né Félagsbústaðir virðast hafa aðhafst nokkurn skapaðan hlut. Ef ástæðan er skortur á sönnunum er það augljós fyrirsláttur. Sannleikurinn er öllu fremur sá að ekkert hefur verið aðhafst til að afla sannana. Það ætti nefnilega ekki að vera neitt tiltökumál. Fjölmiðlar hafa reyndar almennt ekki sýnt þessu ástandi áhuga, en DV hefur þó birt af því fréttir, þá síðustu nú um helgina. Ástandinu í stigaganginum er ágætlega lýst í þessum tveimur fréttum: DV 4. maí 2025 og DV 17. nóvember 2023. Þar er vísað í viðmælendur sem ættu að geta borið vitni ef lögreglan hefði manndóm til að láta sig þetta einhverju skipta. Mér þykir ástæða til að fara fram á að nú verði tekið í taumana. Það er ekkert eðlilegt við það, að halda hlífiskildi yfir sökudólginum en refsa fórnarlömbunum. Það er sannkallað níðingsverk. Ég skora þess vegna hér með á framkvæmdastjóra Félagsbústaða ásamt formanni og framkvæmdastjóra Velferðarráðs Reykjavíkurborgar að stöðva þessa aðgerð án tafar og sjá til þess að bæði Félagsbústaðir og lögregla rannsaki málið ofan í kjölinn. Í stað þess að fleygja íbúum þessa hryllingshúss út á götu ættu Félagsbústaðir þvert á móti að endurgreiða fórnarlömbunum allnokkur ár aftur í tímann og biðja þá opinberlega afsökunar. Það er kominn tími til að þessu að linni. Höfundur er gamalmenni.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun