Erlent Erfingi Onassis í hjónaband Aþena Roussel Onassis, einkaerfingi skipakóngsins Aristótelesar Onassis, gekk að eiga brasilíska knapann Alvaro Afonso de Miranda um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu og var blaðaljósmyndurum haldið í kirfilegri fjarlægð. Erlent 5.12.2005 22:26 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið að Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar á föngum undir neinum kringumstæðum. Ráðherrann er í fimm daga för um Evrópu og er tilgangurinn að styrkja tengsl álfunnar og Bandaríkjanna. Erlent 5.12.2005 23:24 Saddam óttast ekki dauðadóm Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sagði fyrir rétti í Írak í dag að hann óttaðist ekki að vera tekinn af lífi. Aftökur væru enda minna virði en skór íraksks borgara, eins og Saddam orðaði það. Réttað er yfir einræðisherrranum fyrrverandi og sjö samverkamönnum hans fyrir fjöldamorð í stjórnartíð þeirra. Erlent 5.12.2005 19:44 Öflugur skjálfti í Afríku Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir Austur-Afríku fyrir rétt um klukkutíma síðan. Upptök skjálftans voru um fimmtíu og fimm kílómetra frá Kongó en ekki er enn vitað hvort mannfall hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum. Erlent 5.12.2005 13:11 Frönskum verkfræðingi rænt í Bagdad Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun frönskum verkfræðingi í Bagdad. Að sögn vitna var maðurinn á leiðinni inn í íbúð sína þegar sjö vopnaðir menn stormuðu út úr tveim bílum og handsömuðu manninn. Undanfarna tíu daga hafa uppreisnarmenn í Írak rænt fimm vesturlandabúum og allir eru þeir enn í haldi. Erlent 5.12.2005 11:55 Réttað yfir hryðjuverkahópi í Hollandi Réttarhöld hófust í dag yfir fjórtán mönnum í Hollandi sem sakaðir eru um að tilheyra róttæku íslömsku hryðjuverkaneti, svokölluðum Hofstad-hópi sem hefur aðsetur í Haag. Meðal hinna ákærðu er Mohammed Bouyeri sem þegar afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh. Erlent 5.12.2005 11:20 Fjölmenn mótmæli í Hong Kong 250.000 mótmælendur streymdu um götur Hong Kong í gær og kröfðust aukinna lýðræðislegra réttinda. Fjöldahreyfing, sem krefst aukinna lýðræðislegra réttinda, getur skapað mikil vandræði fyrir kínversk yfirvöld, sem hafa sagt það ólöglegt að jafnvel spyrjast fyrir um hvenær lýðræðislegar kosningar munu eiga sér stað. Erlent 5.12.2005 08:48 Dómar hertir í Grænlandi Maður var dæmdur í 10 ára fangelsi af grænlenska undirréttinum í Upernavik fyrir að drepa 26 ára gamla konu og 6 ára dóttur hennar. Dómurinn þykir til marks um aukna hörku af hálfu dómsvaldsins. Innlent 5.12.2005 08:44 Sjálfsmorðsárás í verðslunarmiðstöð í Ísrael Að minnsta kosti fjórir létust í sjálfsmorðsárás inni í verslunarmiðstöð í borginni Netanya í Ísrael í morgun. Fjöldi fólks slasaðist í árásinni enda voru margir samankomnir inni í verslunarmiðstöðinni. Erlent 5.12.2005 10:06 Létust þegar þak hrundi á sundhöll í Úralfjöllum Að minnsta kosti 14 manns, þar af nokkur börn, létust í gær þegar þak á sundhöll í Úralfjöllum í Rússlandi hrundi. Erlent 5.12.2005 08:02 Verjendur Saddams gengu út Verjendur Saddams Hússein gengu fyrir stundu út úr réttarsalnum í mótmælaskyni. Réttarhöldin voru rétt að hefjast þegar lögfræðingarnir gengu út. Erlent 5.12.2005 09:15 Hyggjast herða innflytjendalöggjöf í Danmörku enn frekar Dönsk stjórnvöld hyggjast gera innflytjendalöggjöf sína enn strangari til þess að draga frekar úr straumi innflytjenda til landsins. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir atvinnumálaráðherra landsins sem hefur lagt til að innflytjendum frá löndum eins og Sómalíu, Írak og Palestínu verði fækkað þar sem þeim gengur illa að fá vinnu í Danmörku og verða því byrði á samfélaginu. Erlent 5.12.2005 07:57 Íranar aðeins örfáum mánuðum frá því að búa til kjarnavopn Aðeins örfáir mánuðir eru í að Íranar komi sér upp kjarnavopnum. Þetta segir Mohammad ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Ef Íranar haldi áfram að auðga úran í nokkrum kjarnorkuverum taki það þá aðeins nokkra mánuði til viðbótar að koma sér upp kjarnavopnum. Erlent 5.12.2005 08:55 Komu í veg fyrir árás á dómhús Saddams Minnstu munaði að írakskir uppreisnarmenn hefðu skotið úr sprengjuvörpum á dómhúsið þar sem réttað var yfir Saddam Hussein í síðustu viku. Írökskum öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir árásina á síðustu stundu. Erlent 5.12.2005 07:54 Gerðu aðsúg að Allawi í mosku í gær Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks átti fótum sínum fjör að launa þegar um sextíu menn gerðu aðsúg að honum og fylgdarliði hans við Mosku í borginni Najaf í gær. Á myndum sem náðust af atburðunum sjást Allawi og fleiri hlaupa undan árásarmönnunum fyrir utan Imam Ali moskuna, þar sem þeir sóttu bænastund sjíta. Erlent 5.12.2005 07:46 Flugvélar CIA lentu 437 sinnum í Þýskalandi Flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA lentu 437 sinnum á þýskum flugvöllum á árunum 2002 og 2003. Þetta kemur fram í tímaritinu Der Spiegel, sem hefur undir höndum gögn sem þýsk flugmálayfirvöld hafa afhent að beiðni vinstri flokksins á þýska þinginu. Erlent 5.12.2005 07:34 Hugðust sprengja réttarsalinn Íröksk yfirvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu flett ofan af samsæri uppreisnarmanna um að skjóta eldflaugum að dómssalnum þar sem réttað verður yfir Saddam Hussein í dag. Erlent 4.12.2005 21:27 CIA notar breska og þýska flugvelli Flugvélar á vegum CIA virðast margoft hafa farið um breska og þýska flugvelli á ferðum sínum með grunaða hermdarverkamenn. Málið verður eflaust ofarlega á baugi í Evrópuför utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem hefst í dag. Erlent 4.12.2005 21:27 Götubörn fundu sprengju Tvö heimilislaus börn í leit að mat fundu tifandi tímasprengju undir einni rútunni á umferðarmiðstöð í Dakka, höfuðborg Bangladess. Þau létu lögreglu vita sem lét aftengja sprengjuna. Erlent 4.12.2005 21:27 Ágreiningur um lát Rabia Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, vildi ekki staðfesta að einn þeirra fimm manna sem féllu í árás pakistanskra hermanna á fimmtudaginn sé Hamza Rabia, yfirmaður al-Kaída í Pakistan. Erlent 4.12.2005 21:27 Nazarbayev gersigraði í forsetakosningunum Útgönguspár benda til að Nursultan Nazarbayev hafi verið endurkjörinn með 75 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Kasakstan sem fram fóru í gær. Þær virðast að mestu hafa farið fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Erlent 4.12.2005 21:27 Einkaleyfi selt fyrir einn dal Sænskur prófessor seldi einkaleyfi á estrógenviðtaka til líftæknifyrirtækisins Karo Bio fyrir einn dollara. Prófessorinn er stofnandi, stjórnarmaður og hluthafi í fyrirtækinu. Vísindamaðurinn sem fann estrógenviðtakann í líkamanum hefur ekki fengið neitt fyrir sinn snúð. Erlent 4.12.2005 21:27 Bað eigimanni sínum griða Pat Kember, eiginkona Normans Kember, 74 ára, sem haldið er í gíslingu í Írak ásamt þremur félögum sínum, biðlaði til mannræningjanna á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. Hún sagði að maður sinn hefði einungis verið í Írak til að aðstoða bágstadda og því yrðu þeir að þyrma lífi hans. Erlent 4.12.2005 21:27 Omar Bongo endurkjörinn Landskjörstjórn Gabon skýrði frá því í vikunni að Omar Bongo hefði enn einu sinni verið endurkjörinn forseti landsins en kosningar fóru þar fram á dögunum. Hann fékk 79 prósent atkvæða. Bongo hefur verið forseti Gabon síðan landið fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1967. Erlent 4.12.2005 21:27 Fiskveiðikvótar aldrei minni Norðmenn hafa komist að samkomulagi við Evrópusambandið um fiskveiði í Norðursjó árið 2006. Veiðin verður sú minnsta nokkru sinni. Norska ríkisútvarpið segir að þorskkvótinn í Norðursjó minnki úr 27.300 tonnum í 23.205 tonn á næsta ári og það sé minnsti kvóti sem nokkru sinni hafi verið veiddur. Erlent 4.12.2005 21:27 Hélt nákvæmar dagbækur Hen, 43 ára, hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir 160 kynferðisbrot gegn börnum. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í þessum málaflokki í Finnlandi. Erlent 4.12.2005 21:27 Skorað á yfirvöld að koma á fullu lýðræði Fjölmenn mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær þar sem knúið var á um lýðræðis-umbætur í héraðinu. Ólíklegt er talið að yfirvöld í Peking bregðist við óskum fjöldans. Skipuleggjendur göngunnar segja að 250.000 manns hafi tekið þátt í henni en búist hafði verið við mun minni fjölda. Erlent 4.12.2005 21:27 Fuglar komnir af risaeðlum Nýfundinn steingervingur af elsta þekkta fuglinum, Archaeopteryx, þykir gefa áreiðanlegar vísbendingar um að fuglar séu komnir af risaeðlum. Þetta kemur fram á heimasíðu National Geographic. Erlent 4.12.2005 21:27 Skæri leyfð í flugvélum Yfirvöld samgönguöryggismála í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að frá og með 22. desember megi flugfarþegar hafa með sér um borð smáskæri og lítil málmáhöld. Þau hafa verið bönnuð í flugvélum síðan 11. september 2001, þegar hryðjuverkaárásin var gerð á Tvíburaturnana í New York. Erlent 4.12.2005 21:27 Fjarar undan bandalagi viljugra Enda þótt enn sé ófriður í Írak eru flestar hinna staðföstu þjóða farnar að huga að brottflutningi herliðs síns frá Írak. Sú þróun veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum þar sem hún tefur fyrir þeirra eigin möguleikum á að kalla hermenn sína heim. Erlent 4.12.2005 21:27 « ‹ ›
Erfingi Onassis í hjónaband Aþena Roussel Onassis, einkaerfingi skipakóngsins Aristótelesar Onassis, gekk að eiga brasilíska knapann Alvaro Afonso de Miranda um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu og var blaðaljósmyndurum haldið í kirfilegri fjarlægð. Erlent 5.12.2005 22:26
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar Utanríkisráðherra Bandaríkjanna útilokar alfarið að Bandaríkin leyfi eða líði pyntingar á föngum undir neinum kringumstæðum. Ráðherrann er í fimm daga för um Evrópu og er tilgangurinn að styrkja tengsl álfunnar og Bandaríkjanna. Erlent 5.12.2005 23:24
Saddam óttast ekki dauðadóm Saddam Hussein, fyrrverandi forseti Íraks, sagði fyrir rétti í Írak í dag að hann óttaðist ekki að vera tekinn af lífi. Aftökur væru enda minna virði en skór íraksks borgara, eins og Saddam orðaði það. Réttað er yfir einræðisherrranum fyrrverandi og sjö samverkamönnum hans fyrir fjöldamorð í stjórnartíð þeirra. Erlent 5.12.2005 19:44
Öflugur skjálfti í Afríku Jarðskjálfti upp á 6,8 á Richter reið yfir Austur-Afríku fyrir rétt um klukkutíma síðan. Upptök skjálftans voru um fimmtíu og fimm kílómetra frá Kongó en ekki er enn vitað hvort mannfall hafi orðið eða miklar skemmdir á mannvirkjum. Erlent 5.12.2005 13:11
Frönskum verkfræðingi rænt í Bagdad Uppreisnarmenn í Írak rændu í morgun frönskum verkfræðingi í Bagdad. Að sögn vitna var maðurinn á leiðinni inn í íbúð sína þegar sjö vopnaðir menn stormuðu út úr tveim bílum og handsömuðu manninn. Undanfarna tíu daga hafa uppreisnarmenn í Írak rænt fimm vesturlandabúum og allir eru þeir enn í haldi. Erlent 5.12.2005 11:55
Réttað yfir hryðjuverkahópi í Hollandi Réttarhöld hófust í dag yfir fjórtán mönnum í Hollandi sem sakaðir eru um að tilheyra róttæku íslömsku hryðjuverkaneti, svokölluðum Hofstad-hópi sem hefur aðsetur í Haag. Meðal hinna ákærðu er Mohammed Bouyeri sem þegar afplánar lífstíðardóm fyrir morðið á hollenska kvikmyndagerðarmanninum Theo van Gogh. Erlent 5.12.2005 11:20
Fjölmenn mótmæli í Hong Kong 250.000 mótmælendur streymdu um götur Hong Kong í gær og kröfðust aukinna lýðræðislegra réttinda. Fjöldahreyfing, sem krefst aukinna lýðræðislegra réttinda, getur skapað mikil vandræði fyrir kínversk yfirvöld, sem hafa sagt það ólöglegt að jafnvel spyrjast fyrir um hvenær lýðræðislegar kosningar munu eiga sér stað. Erlent 5.12.2005 08:48
Dómar hertir í Grænlandi Maður var dæmdur í 10 ára fangelsi af grænlenska undirréttinum í Upernavik fyrir að drepa 26 ára gamla konu og 6 ára dóttur hennar. Dómurinn þykir til marks um aukna hörku af hálfu dómsvaldsins. Innlent 5.12.2005 08:44
Sjálfsmorðsárás í verðslunarmiðstöð í Ísrael Að minnsta kosti fjórir létust í sjálfsmorðsárás inni í verslunarmiðstöð í borginni Netanya í Ísrael í morgun. Fjöldi fólks slasaðist í árásinni enda voru margir samankomnir inni í verslunarmiðstöðinni. Erlent 5.12.2005 10:06
Létust þegar þak hrundi á sundhöll í Úralfjöllum Að minnsta kosti 14 manns, þar af nokkur börn, létust í gær þegar þak á sundhöll í Úralfjöllum í Rússlandi hrundi. Erlent 5.12.2005 08:02
Verjendur Saddams gengu út Verjendur Saddams Hússein gengu fyrir stundu út úr réttarsalnum í mótmælaskyni. Réttarhöldin voru rétt að hefjast þegar lögfræðingarnir gengu út. Erlent 5.12.2005 09:15
Hyggjast herða innflytjendalöggjöf í Danmörku enn frekar Dönsk stjórnvöld hyggjast gera innflytjendalöggjöf sína enn strangari til þess að draga frekar úr straumi innflytjenda til landsins. Þetta hefur danska blaðið Politiken eftir atvinnumálaráðherra landsins sem hefur lagt til að innflytjendum frá löndum eins og Sómalíu, Írak og Palestínu verði fækkað þar sem þeim gengur illa að fá vinnu í Danmörku og verða því byrði á samfélaginu. Erlent 5.12.2005 07:57
Íranar aðeins örfáum mánuðum frá því að búa til kjarnavopn Aðeins örfáir mánuðir eru í að Íranar komi sér upp kjarnavopnum. Þetta segir Mohammad ElBaradei, yfirmaður Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar. Ef Íranar haldi áfram að auðga úran í nokkrum kjarnorkuverum taki það þá aðeins nokkra mánuði til viðbótar að koma sér upp kjarnavopnum. Erlent 5.12.2005 08:55
Komu í veg fyrir árás á dómhús Saddams Minnstu munaði að írakskir uppreisnarmenn hefðu skotið úr sprengjuvörpum á dómhúsið þar sem réttað var yfir Saddam Hussein í síðustu viku. Írökskum öryggissveitum tókst að koma í veg fyrir árásina á síðustu stundu. Erlent 5.12.2005 07:54
Gerðu aðsúg að Allawi í mosku í gær Iyad Allawi, fyrrverandi forsætisráðherra Íraks átti fótum sínum fjör að launa þegar um sextíu menn gerðu aðsúg að honum og fylgdarliði hans við Mosku í borginni Najaf í gær. Á myndum sem náðust af atburðunum sjást Allawi og fleiri hlaupa undan árásarmönnunum fyrir utan Imam Ali moskuna, þar sem þeir sóttu bænastund sjíta. Erlent 5.12.2005 07:46
Flugvélar CIA lentu 437 sinnum í Þýskalandi Flugvélar á vegum bandarísku leyniþjónustunnar CIA lentu 437 sinnum á þýskum flugvöllum á árunum 2002 og 2003. Þetta kemur fram í tímaritinu Der Spiegel, sem hefur undir höndum gögn sem þýsk flugmálayfirvöld hafa afhent að beiðni vinstri flokksins á þýska þinginu. Erlent 5.12.2005 07:34
Hugðust sprengja réttarsalinn Íröksk yfirvöld skýrðu frá því í gær að þau hefðu flett ofan af samsæri uppreisnarmanna um að skjóta eldflaugum að dómssalnum þar sem réttað verður yfir Saddam Hussein í dag. Erlent 4.12.2005 21:27
CIA notar breska og þýska flugvelli Flugvélar á vegum CIA virðast margoft hafa farið um breska og þýska flugvelli á ferðum sínum með grunaða hermdarverkamenn. Málið verður eflaust ofarlega á baugi í Evrópuför utanríkisráðherra Bandaríkjanna sem hefst í dag. Erlent 4.12.2005 21:27
Götubörn fundu sprengju Tvö heimilislaus börn í leit að mat fundu tifandi tímasprengju undir einni rútunni á umferðarmiðstöð í Dakka, höfuðborg Bangladess. Þau létu lögreglu vita sem lét aftengja sprengjuna. Erlent 4.12.2005 21:27
Ágreiningur um lát Rabia Stephen Hadley, þjóðaröryggisráðgjafi George W. Bush Bandaríkjaforseta, vildi ekki staðfesta að einn þeirra fimm manna sem féllu í árás pakistanskra hermanna á fimmtudaginn sé Hamza Rabia, yfirmaður al-Kaída í Pakistan. Erlent 4.12.2005 21:27
Nazarbayev gersigraði í forsetakosningunum Útgönguspár benda til að Nursultan Nazarbayev hafi verið endurkjörinn með 75 prósent atkvæða í forsetakosningunum í Kasakstan sem fram fóru í gær. Þær virðast að mestu hafa farið fram á sanngjarnan og heiðarlegan hátt. Erlent 4.12.2005 21:27
Einkaleyfi selt fyrir einn dal Sænskur prófessor seldi einkaleyfi á estrógenviðtaka til líftæknifyrirtækisins Karo Bio fyrir einn dollara. Prófessorinn er stofnandi, stjórnarmaður og hluthafi í fyrirtækinu. Vísindamaðurinn sem fann estrógenviðtakann í líkamanum hefur ekki fengið neitt fyrir sinn snúð. Erlent 4.12.2005 21:27
Bað eigimanni sínum griða Pat Kember, eiginkona Normans Kember, 74 ára, sem haldið er í gíslingu í Írak ásamt þremur félögum sínum, biðlaði til mannræningjanna á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. Hún sagði að maður sinn hefði einungis verið í Írak til að aðstoða bágstadda og því yrðu þeir að þyrma lífi hans. Erlent 4.12.2005 21:27
Omar Bongo endurkjörinn Landskjörstjórn Gabon skýrði frá því í vikunni að Omar Bongo hefði enn einu sinni verið endurkjörinn forseti landsins en kosningar fóru þar fram á dögunum. Hann fékk 79 prósent atkvæða. Bongo hefur verið forseti Gabon síðan landið fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1967. Erlent 4.12.2005 21:27
Fiskveiðikvótar aldrei minni Norðmenn hafa komist að samkomulagi við Evrópusambandið um fiskveiði í Norðursjó árið 2006. Veiðin verður sú minnsta nokkru sinni. Norska ríkisútvarpið segir að þorskkvótinn í Norðursjó minnki úr 27.300 tonnum í 23.205 tonn á næsta ári og það sé minnsti kvóti sem nokkru sinni hafi verið veiddur. Erlent 4.12.2005 21:27
Hélt nákvæmar dagbækur Hen, 43 ára, hefur verið dæmdur í ellefu ára fangelsi fyrir 160 kynferðisbrot gegn börnum. Þetta er þyngsti dómur sem kveðinn hefur verið upp í þessum málaflokki í Finnlandi. Erlent 4.12.2005 21:27
Skorað á yfirvöld að koma á fullu lýðræði Fjölmenn mótmæli fóru fram í Hong Kong í gær þar sem knúið var á um lýðræðis-umbætur í héraðinu. Ólíklegt er talið að yfirvöld í Peking bregðist við óskum fjöldans. Skipuleggjendur göngunnar segja að 250.000 manns hafi tekið þátt í henni en búist hafði verið við mun minni fjölda. Erlent 4.12.2005 21:27
Fuglar komnir af risaeðlum Nýfundinn steingervingur af elsta þekkta fuglinum, Archaeopteryx, þykir gefa áreiðanlegar vísbendingar um að fuglar séu komnir af risaeðlum. Þetta kemur fram á heimasíðu National Geographic. Erlent 4.12.2005 21:27
Skæri leyfð í flugvélum Yfirvöld samgönguöryggismála í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að frá og með 22. desember megi flugfarþegar hafa með sér um borð smáskæri og lítil málmáhöld. Þau hafa verið bönnuð í flugvélum síðan 11. september 2001, þegar hryðjuverkaárásin var gerð á Tvíburaturnana í New York. Erlent 4.12.2005 21:27
Fjarar undan bandalagi viljugra Enda þótt enn sé ófriður í Írak eru flestar hinna staðföstu þjóða farnar að huga að brottflutningi herliðs síns frá Írak. Sú þróun veldur Bandaríkjamönnum áhyggjum þar sem hún tefur fyrir þeirra eigin möguleikum á að kalla hermenn sína heim. Erlent 4.12.2005 21:27