Erlent

Omar Bongo endurkjörinn

Bongo á góðri stund. Margir þakka Omari Bongo þá hagsæld sem ríkir í Gabon.
Bongo á góðri stund. Margir þakka Omari Bongo þá hagsæld sem ríkir í Gabon.

Landskjörstjórn Gabon skýrði frá því í vikunni að Omar Bongo hefði enn einu sinni verið endurkjörinn forseti landsins en kosningar fóru þar fram á dögunum. Hann fékk 79 prósent atkvæða. Bongo hefur verið forseti Gabon síðan landið fékk sjálfstæði frá Frökkum árið 1967.

Fidel Castro, starfsbróðir hans á Kúbu, er sá eini sem hefur verið við völd lengur í heiminum. Samanborið við önnur Vestur-Afríkuríki ríkir friður og velsæld í Gabon, en landið er ríkt af olíu. Þjóðartekjur á mann eru sexfalt hærri í Gabon en í öðrum ríkjum álfunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×