Erlent

Fuglar komnir af risaeðlum

Archaeopteryx. Útfjólublá mynd af steingervingnum.
Archaeopteryx. Útfjólublá mynd af steingervingnum.

Nýfundinn steingervingur af elsta þekkta fuglinum, Archaeopteryx, þykir gefa áreiðanlegar vísbendingar um að fuglar séu komnir af risaeðlum. Þetta kemur fram á heimasíðu National Geographic.

Lag höfuðkúpu og fóta Archaeopteryx-steingervingsins þykir renna enn frekari stoðum undir þessa kenningu. Ef kenningin reynist sönn er í vissum skilningi rangt að segja að risaeðlur séu útdauðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×