Erlent

Erfingi Onassis í hjónaband

Ungir elskendur. Miranda og Onassis hittust á reiðsýningu í Belgíu árið 2002 en þau hafa bæði mikið dálæti á hestum.
Ungir elskendur. Miranda og Onassis hittust á reiðsýningu í Belgíu árið 2002 en þau hafa bæði mikið dálæti á hestum.

Aþena Roussel Onassis, einkaerfingi skipakóngsins Aristótelesar Onassis, gekk að eiga brasilíska knapann Alvaro Afonso de Miranda um helgina. Mikil leynd hvíldi yfir brúðkaupinu og var blaðaljósmyndurum haldið í kirfilegri fjarlægð.

Onassis er tvítug að aldri en auðæfi hennar eru talin vera um 130 milljarðar króna. Bæði börn Aristótelesar Onassis eru látin og var Aþena eina barnabarn gríska skipakóngsins. Eiginmaður Onassis er 32 ára og á börn af fyrra hjónabandi. Hjónakornin gerðu kaupmála sín á milli fyrir brúðkaupið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×