Erlent

Skæri leyfð í flugvélum

Leyfð á ný. Samkvæmt breytingunum verða skæri styttri en tíu sentimetrar leyfð um borð í bandarískum flugvélum.
Leyfð á ný. Samkvæmt breytingunum verða skæri styttri en tíu sentimetrar leyfð um borð í bandarískum flugvélum.

Yfirvöld samgönguöryggismála í Bandaríkjunum hafa tilkynnt að frá og með 22. desember megi flugfarþegar hafa með sér um borð smáskæri og lítil málmáhöld. Þau hafa verið bönnuð í flugvélum síðan 11. september 2001, þegar hryðjuverkaárásin var gerð á Tvíburaturnana í New York.

Í staðinn hyggjast yfirvöld fjölga skyndileit á fólki og skoða það nánar en áður. Ekki verður þó leitað sérstaklega á sumum hópum umfram öðrum, til dæmis Mið-Austurlandabúum, að því er fram kemur á vefsíðu CNN.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×