Erlent

Bað eigimanni sínum griða

Biðlað til mannræningjanna. Kember talaði á ensku en lesið var yfir mál hennar á arabísku.
Biðlað til mannræningjanna. Kember talaði á ensku en lesið var yfir mál hennar á arabísku.

Pat Kember, eiginkona Normans Kember, 74 ára, sem haldið er í gíslingu í Írak ásamt þremur félögum sínum, biðlaði til mannræningjanna á arabísku sjónvarpsstöðinni al-Jazeera í gær. Hún sagði að maður sinn hefði einungis verið í Írak til að aðstoða bágstadda og því yrðu þeir að þyrma lífi hans.

Fjórmenningunum var rænt í síðustu viku í Bagdad þar sem þeir voru við störf á vegum kristinna hjálparsamtaka. Mann­ræningjarnir segjast taka gíslana af lífi verði íraskir fangar ekki látnir lausir úr haldi fyrir 8. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×