Erlent

Einkaleyfi selt fyrir einn dal

Sænskur prófessor seldi einkaleyfi á estrógenviðtaka til líftæknifyrirtækisins Karo Bio fyrir einn dollara. Prófessorinn er stofnandi, stjórnarmaður og hluthafi í fyrirtækinu. Vísindamaðurinn sem fann estrógenviðtakann í líkamanum hefur ekki fengið neitt fyrir sinn snúð.

Á vefsíðu Dagens Nyheter kemur fram að fundurinn auðveldi þróun á lyfjum sem gætu læknað sjúkdóma og vandamál í sambandi við estrógenviðtakann í líkamanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×