Erlent

Fréttamynd

Minna en helmingur fjár sem þörf er á kominn til Kasmír

Minna en helmingur þess fjár sem þörf er á í Kasmír hefur skilað sér og talsmenn hjálparstofnana þar ítrekuðu í gær nauðsyn þess að gripið yrði til aðgerða þegar í stað. Þeir segja annars stórhættu á því að tugþúsundir farist nú þegar vetur er genginn í garð.

Erlent
Fréttamynd

Jarðlestir ganga á ný í New York

Þriggja daga allsherjarverkfalli starfsfólks í almenningssamgöngum í New York lauk í gær eftir að forystumenn stéttarfélags þess samþykktu að störf skyldu hafin á ný þrátt fyrir að ekki hafi enn náðst nýr kjarasamningur. Jarðlestir hófu að ganga strax á miðnætti í gær en nokkurn tíma tekur að koma öllu kerfinu í gang aftur.

Erlent
Fréttamynd

Fjölgar í Ache-héraði í Indónesíu

Óvenju margar konur eiga von á barni í Ache-héraði í Indónesíu þar sem tugþúsundir barna fórust í flóðbylgjunni miklu á síðasta ári. Fæðingalæknar og ljósmæður segja að þau þurfi enga tölfræði til þess að vita að miklu fleiri konur eigi von á barni, en venjulegt sé.

Innlent
Fréttamynd

Norski hrefnukvótinn aukinn

Norski hrefnukvótinn fyrir næsta ár telur eitt þúsund fimmtíu og tvö dýr sem er aukning um tvöhundruð og fimmtíu dýr. Norski sjávarútvegsráðherrann, Helga Pedersen, segir þetta vera í samræmi við vilja Stórþingsins og að með aukningunni sé hrefnustofninum haldið innan vistfræðilegra marka

Innlent
Fréttamynd

Norræna ráðherranefndin opnar skrifstofu í Kaliningrad

Norræna ráðherranefndin hefur opnað skrifstofur í Kaliningrad. Í fréttatilkynningu segir að þetta sé liður í að styrkja samstarf á Eystrasaltssvæðinu öllu. Norræna ráðherranefndin hefur síðan 1991 starfrækt skrifstofu í höfuðborgum Eystrasaltsríkjanna og í Pétursborg síðan 1995. Kaliningrad er rússneskt landsvæði sem þó er ekki beinlínis inni í Rússlandi heldur á landamæri að Litháen til norðurs og Póllandi til suðurs.

Erlent
Fréttamynd

Fótspor frá ísöld

Vísindamenn rannsaka nú fótspor eftir hóp af fólki sem gekk um óbyggðir Ástralíu á síðustu ísöld. Á sporunum má sjá að börn hafa hlaupið í hringi í kringum foreldra sína, sem héldu beinni stefnu.

Erlent
Fréttamynd

Börðu mann til óbóta

Tveir lögreglumenn í New Orleans hafa verið reknir úr starfi fyrir að berja menn til óbóta eftir að fellibylurinn Katrín gekk yfir borgina.

Erlent
Fréttamynd

Segir Hvíta Húsið ljúga

Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein. Sjálfur stendur hann hins vegar fast við sitt og segir talsmenn Hvíta Hússins lygara.

Erlent
Fréttamynd

Annan reiður

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn.

Erlent
Fréttamynd

Samið um fiskveiðikvótann

Samkomulag náðist um fiskveiðikvóta Evrópusambandsins í gær, eftir þriggja daga fundarhöld. Þorskveiðikvótinn verður minnkaður um fimmtán prósent á næsta ári.

Erlent
Fréttamynd

Stjórnar ekki al-Qaeda

Osama Bin Laden heldur ekki utan um stjórn al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna um þessar mundir. Þetta sagði Donald Rumsfeld varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í gær. Rumsfeld sagðist telja öruggt að ef Bin Laden væri á lífi, færi mestur hans tími í að flýja.

Erlent
Fréttamynd

Neita að hafa pyntað Saddam

Bandaríkjamenn þvertaka fyrir það að þeir hafi pyntað Saddam Hússein á meðan hann hefur verið í gæsluvarðhaldi.

Erlent
Fréttamynd

Annan skammar breskan blaðamann

Kofi Annan, aðalritari Sameinuðu Þjóðanna kallaði breskan blaðamann stórt smábarn á blaðamannafundi í gærkvöldi. Blaðamaðurinn var að spyrja Annan spurninga, þegar eitthvað fór mjög fyrir brjóstið á honum og hann jós úr skálum reiði sinnar yfir blaðamanninn.

Innlent
Fréttamynd

Verkfallið stendur enn

Allt stefnir í að þriðja daginn í röð liggi allar almennings samgöngur niðri í New York. Verkfall starfsmanna strætisvagna og lesta stendur enn og ekkert útlit er fyrir að því ljúki alveg í bráð.

Erlent
Fréttamynd

Tveir í viðbót látnir úr fuglaflensu

Tvö ný dauðsföll af völdum fuglaflensu hafa verið staðfest í Indónesíu. Rannsóknarstofa í Bandaríkjunum staðfesti í morgun að banamein þrjátíu og níu ára gamals manns og átta ára drengs í síðustu viku hefði verið fuglaflensa. Þar með hafa ellefu manns látist úr flensunni í Indónesíu.

Erlent
Fréttamynd

Tveir Palestínumenn féllu

Ísraelskir hermenn skutu tvo Palestínumenn til bana í borginni Nablus á Vesturbakkanum í morgun. Hermennirnir gerðu áhlaup á hús meintra uppreisnarmanna og að sögn vitna hófu þeir skothríð á þrjá menn sem reyndu að flýja. Tveir létust, en ekkert er vitað um ástand þess þriðja. Á áttunda tímanum slösuðust svo fimm ísraelskir hermenn á Gaza þegar uppreisnarmenn skutu úr sprengjuvörpu á herstöð.

Erlent
Fréttamynd

Elton John staðfesti samvist sína

Tónlistarmaðurinn Elton John og kærasti hans David Furnish voru meðal 700 samkynhneygðra para sem staðfestu samvist sína með formlegum hætti í Bretlandi í dag.

Erlent
Fréttamynd

Finnar hyggjast taka upp lög sem banna vændiskaup

Finnar hyggjast taka upp samskonar lög gegn vændiskaupum og gilda í Svíþjóð en þar er kynlífskaup refsiverð. Finnska ríkisstjórnin lagði fram frumvarp til laga í vikunni um að vændiskaup verði bönnuð í Finnlandi.

Erlent
Fréttamynd

Algjör ringulreið

Algjör ringulreið ríkir í New York borg vegna allsherjarverkfalls starfsmanna samgöngukerfis borgarinnar. Milljónir manna þurfa líklega að ganga borgina þvera og endilanga í nístingskulda annan daginn í röð til að komast í vinnuna.

Erlent
Fréttamynd

Verkfallið stendur enn

Milljónir manna gengu til vinnu eða notuðust við reiðhjól í nístingskulda í New York í gær. Enn hefur ekki náðst samkomulag við starfsmenn almennings samgöngukerfisins í borginni sem hófu verkfall í gær.

Erlent
Fréttamynd

Banna kennslu á sköpunarkenningunni

Alríkisdómari í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum úrskurðaði í gær að ekki mætti kenna sköpunarkenninguna í líffræðitímum í skólum í Pennsylvaníu.

Erlent
Fréttamynd

Réttarhöld yfir Saddam hefjast á ný

Réttarhöldin yfir Saddam Hússein og sjö samstarfsmönnum voru að hefjast rétt í þessu. Saddam er viðstaddur réttarhöldin, þrátt fyrir að hafa neitað að taka frekari þátt í þeim fyrir tveimur vikum.

Erlent
Fréttamynd

Misnota og misskilja notagildi öryggismyndavéla

Norskur afbrotafræðingur segir öryggisverði misskilja og/eða misnota notkun eftirlitsmyndavéla, samkvæmt frétt í Aftenposten. Niðurstöða afbrotafræðingsins byggir á rannsókn á viðbrögðum öryggisvarða í verslunarmiðstöðvum. Þar segir að oft sé nóg að fólk hafi oft ekkert annað til saka unnið en að vera þreytulegt eða sjúskað til þess að því sé vísað út eða önnur afskipti höfð af þeim. Afbrotafræðingurinn segir að um gróflega mismunum sé að ræða og hvetur yfirvöld til aðgerða.

Innlent
Fréttamynd

Kosning um sjö undur veraldar

Nú gefst heimbyggðinni kostur á að kjósa um sjö undur veraldar. Kosningin fer fram á netinu og þar er gefnir möguleikar á að kjósa á milli hinna fjölbreyttustu mannvirkja. Í boði eru kirkjur, hof og minnisvarða. Kínamúrinn er nú efstur á listanum og í öðru sæti er Patala höllin í Indlandi, í tíunda sæti er Rauða torgið í Moskvu. Kjósendum gefst einnig kostur á að benda á önnur mannvirki. Úrslit verða tilynnt í janúar 2007.

Innlent
Fréttamynd

Elton John staðfestir samvist sína

Elton John og ástmaður hans eru meðal sexhundrað áttatíu og sjö samkynhneigðra para sem ætla að staðfesta samvist sína opinberlega, þegar ný lög taka gildi í Bretlandi á morgun.

Erlent
Fréttamynd

Vildu horfa í augu morðingja sona þeirra

Fimm Serbar, sem voru kvikmyndaðir þegar þeir myrtu sex múslíma í Bosníu árið 1995, voru leiddir fyrir rétt í Belgrad í dag. Mæður hinna myrtu eru viðstaddar réttarhöldin. Þær sögðust vilja horfa í augu mannanna sem myrtu syni þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Palestínskir byssumenn hertóku ráðhúsið í Betlehem

Meira en tuttugu palestínskir byssumenn hertóku ráðhúsið í Betlehem á Vesturbakkanum fyrir hádegið í dag. Mennirnir óðu inn í húsið hlaðnir vopnum, skipuðu starfsfólki að drífa sig út og læstu svo hurðum ráðhússins.

Erlent
Fréttamynd

Handtekinn vegna aðildar að misheppnuðum árásum

Breska lögreglan hefur handtekið tuttugu og þriggja ára gamlan mann sem talinn er hafa átt þátt í misheppnuðum hryðjuverkaárásum á London þann 21. júlí. Maðurinn var handsamaður þegar hann kom til Bretlands með flugvél frá Eþíópíu nýlega.

Erlent
Fréttamynd

Verslunarstjórar sakfelldir fyrir mútuþægni

Átján verslunarstjórar í áfengisverslunum ríkisins í Svíþjóð voru í gær sakfelldir fyrir að hafa tekið við mútum frá birgi sem vildi koma vöru sinni á framfæri. Verslunarstjórarnir þurfa að greiða dagsektir ásamt andvirði mútanna til ríkissjóðs.

Erlent