Erlent

Fréttamynd

Einn særðist í stórskotaliðsárás

Palestínskur vígamaður særðist þegar ísraelskir hermenn skutu úr fallbyssum á nyrsta hluta Gaza, skömmu eftir að ísraelsk stjórnvöld lýstu svæðið bannsvæði til að sporna gegn flugskeytaárásum palestínskra vígamanna.

Erlent
Fréttamynd

Alvarleg mistök gerð í Beslan í fyrra

Lögreglu- og sérsveitarmenn gerðu mörg alvarleg mistök þegar meira en þrjú hundruð gíslar týndu lífi í Beslan í september í fyrra. Þetta er niðurstaða rannsóknarnefndar rússneska þingsins vegna málsins.

Erlent
Fréttamynd

Hyggst lækka laun forseta um helming

Evo Morales, nýkjörinn forseti Bólivíu, hyggst skerða eigin laun um helming þegar hann tekur við völdum í næsta mánuði og segir að ríkisstjórn hans muni gera slíkt hið sama. Þá væntir hann þess að laun þingmanna lækki einnig en þetta er liður í því að takast á við bágt efnahagslíf landsins en þar fátækt mikil.

Erlent
Fréttamynd

Hóta að myrða gísl

Félagar í lítt þekktri íraskri andspyrnuhreyfingu hóta að myrða franskan verkfræðing sem þeir halda í gíslingu. Sjónvarpsstöð sýndi fyrir skemmstu myndband af manninum þar sem hann situr fyrir framan vígamenn sem beina rifflum að höfði hans.

Erlent
Fréttamynd

Reykingafólk í meiri áhættu

Reykingar geta aukið áhættuna á að fólk fái psoriasis og gert einkenni sjúkdómsins alvarlegri en ef fólk reykir ekki. Þetta eru niðurstöður tveggja rannsókna sem birtust í dag.

Erlent
Fréttamynd

Sprengingar heyrðust á Gaza

Ísraelsk yfirvöld hafa varað Palestínumenn við því að hver sá sem sést á ferli nærri fyrrum landnemabyggðum Ísraela nyrst á Gazasvæðinu eigi á hættu að vera skotinn.

Erlent
Fréttamynd

Fangi skaut átta til bana

Átta féllu þegar fangi hrifsaði hríðskotariffil af fangaverði í Al-Adala fangelsinu í Bagdad fyrr í dag og hóf skothríð á fangaverði og fanga.

Erlent
Fréttamynd

Hafa engan rétt á aðgerðum á Gaza

Ísraelar hafa engan rétt á að grípa til aðgerða á Gaza eftir brotthvarf þeirra þaðan segir Mahmoud Abbas, forseti palestínsku heimastjórnarinnar. Hann segir flugskeytaárásir palestínskra vígamanna á Ísrael af Gaza engu breyta um það.

Erlent
Fréttamynd

Þremur rænt á Gazaströndinni

Þremur mönnum var rænt á suðurhluta Gaza fyrir stundu. Ekki liggur fyrir hverrar þjóðar mennirnir eru né hverjir stóðu fyrir mannráninu. Fyrr í dag var fimm Þjóðverjum rænt í arabaríkinu Yemen. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið.

Erlent
Fréttamynd

Fimm Þjóðverjum rænt í Jemen

Fimm Þjóðverjum var rænt í arabaríkinu Jemen í dag. Talsmaður þýskra stjórnvalda greindi frá þessu en lét ekkert nánar uppi um atvikið. Mannránið er það þriðja í Jemen þar sem vestrænum ferðamönnum er rænt á þessu ári.

Erlent
Fréttamynd

Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefninu

Íslendingar taka þátt í Galíleó-verkefni Evrópusambandsins sem kostar hátt í þrjú hundruð milljarða íslenskra króna. Fyrsta gervihnettinum í verkefninu, sem sagt er vera mótsvar Evrópu við GPS-staðsetningartækni Bandaríkjamanna, var skotið á loft í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Sættir innan Fatah-flokksins?

Sættir virðast hafa náðst innan Fatah-flokksins í Palestínu. Einn armur hans hótaði á dögunum að kljúfa sig úr flokknum.

Erlent
Fréttamynd

Bandaríkjamenn versluðu meira fyrir jólin en áður

Aukning er í jólaverslun í Bandaríkjunum en tölur um jólaverslun þar í landi voru birtar í Wall Street Journal í dag. Tölurnar benda til þess að aukning í jólverslun milli ára hafi verið 8,7% en þarna vegur þungt mikill vöxtur í sölu húsbúnaðar ásamt aukinni sókn bandarískra neytenda í raftæki á borð við sjónvörp, MP3 spilara og stafrænar myndavélar.

Erlent
Fréttamynd

Mikil ofankoma

Íbúar í austurhluta Englands eru hvattir til að láta bílferðir eiga sig næsta sólarhringinn vegna mikillar ofankomu og flughálku á vegum. Í Frakklandi hefur líka víða kyngt niður snjó í allan dag.

Erlent
Fréttamynd

Skotið úr sprengjuvörpum á borg í Ísrael

Uppreisnarmenn úr röðum hryðjuverkasamtakanna Hizbollah skutu úr sprengjuvörpum á borg í norðurhluta Ísraels nú í kvöld. Að sögn vitna slösuðust nokkrir og jafnvel er talið líklegt að einhverjir hafi týnt lífi, en lögregla á svæðinu hefur ekki staðfest það.

Erlent
Fréttamynd

Pólska herliðið verður áfram í Írak

Pólska ríkisstjórnin hefur ákveðið að halda herliði sínu í Írak út næsta ár. Til stóð að allt herlið Pólverja yrði kallað heim frá Írak í byrjun næsta árs, en nú hafa stjórnvöld í Póllandi skipt um kúrs og ákveðið að styðja við bakið á bandarískum og írökskum hersveitum í óöldinni sem ríkir í Írak.

Erlent
Fréttamynd

Fóstureyðingum fjölgar sífellt á Spáni

Fóstureyðingum hefur fjölgað um meira en sjötíu prósent á Spáni undanfarinn áratug. Hvergi í Evrópu hefur fóstureyðingum fjölgað jafnmikið undanfarinn áratug, en engu að síður er hlutfall fóstureyðinga minna á Spáni en í sjö Evrópulöndum.

Erlent
Fréttamynd

Klókur jólasveinn

Jólasveinninn virðist hafa laumast, í skjóli nætur, að ráðhúsinu í Bojsí í Idaho á jólanótt. Þegar íbúarnir vöknuðu um morguninn fundu þeir mörghundruð tuskudýr undir jólatré borgarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Eldflaugum ringdi

Mahmúd Abbas, leiðtogi Palestínumanna, stendur höllum fæti vegna stöðugra árása byssumanna á opinberar skrifstofur heimastjórnarinnar. Í dag létu Ísraelar eldflaugum rigna yfir höfuðstöðvar þessara byssumanna og segja óþolandi að Abbas geti ekki haldið þeim í skefjum.

Erlent
Fréttamynd

Með samansaumaðann munninn

Maður sem sakaður er um að hafa reynt að myrða George Bush, þegar hann heimsótti Georgíu, í sumar, mætti fyrir dómara, í dag, með munninn saumaðan saman.

Erlent
Fréttamynd

Hafa hætt rannsókn

Pólska ríkisstjórnin hefur hætt rannsókn á því hvort leynifangelsi á vegum CIA hafi verið starfrækt í landinu. Talsmaður stjórnvalda í Póllandi neitaði í dag að segja nokkuð um hvað hafi komið út úr rannsókninni, sem hefur staðið í nokkrar vikur. Skýrslu vegna rannsóknarinnar var skilað til þingnefndar í síðustu viku og þingnefndin var að sögn sátt við skýrsluna og fór ekki fram á frekari rannsóknir.

Innlent
Fréttamynd

Fjöldagröf í borginni Karballah

Fjöldagröf með líkum fjölmargra Sjíta fannst í borginni Karballah í Írak í gær. Talið er að fólkið hafi verið myrt í valdatíð Saddams Hússein.

Erlent
Fréttamynd

Evrópuríki virða ekki Kyoto-bókun

Flest Evrópuríki hafa trassað að fara að skilmálum Kyoto-bókunarinnar. Þetta segir virtur breskur fræðimaður. Hann segir að tíu af fimmtán Evrópusambandslöndum muni ekki ná markmiðum bóknunarinnar um minnkun á losun gróðurhúsalofttegunda nema gripið verði til róttækra aðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Vatikanið hefur varað kaþólskar konur við að giftast múslimum

Vatíkanið hefur varað kaþólskar konur við því að giftast múslimum. Í tveimur skjölum sem kardínálinn Stephen Hamao hefur sent frá sér, segir hann frá slæmri upplifun evrópskra kvenna sem giftast múslimum. Vandamálin stigmagnist síðan ef pörin flytja til íslamsks ríkis. Kaþólska kirkjan hefur hingað til hvatt til aukinna samskipta milli fólks ólíkrar trúar og því þykir tónninn í bréfi kardínálans óvenju hvass.

Erlent
Fréttamynd

Uppreisnarmenn sprengdu upp gasleiðslu í nágrenni Baghdad

Uppreisnarmenn sprengdu upp enn eina gasleiðsluna nálægt borginni Samara sem er í um eitt hundrað kílómetra fjarlægð frá Baghdad, höfuðborg Íraks í gær. Gasleiðslan nær frá Baiji til borgarinnar Dora en árásum á bæði gasleiðslur og olíuleiðslur hefur farið fjölgandi að undanförnu og er talið að Al Qaida hafi verið þarna að verki sem og svo oft áður.

Erlent
Fréttamynd

Ísraelar gerðu skotárás á norðurhluta Gaza í nótt

Ísraelar gerðu enn eina skotárásina á norðurhluta Gaza í nótt. Ekki er vitað til þess að nokkur hafi fallið en ein sprengjan lenti á byggingu í eigu Mahmud Abbas, leiðtoga Palestínumanna. Árásin kemur í kjölfar eldflaugaárása Palestínumanna á Ísrael en Ísraelsstjórn hyggst girða af stórt svæði sem muni gera Palestínumönnum erfiðara fyrir að skjóta eldflaugum yfir til Ísrael.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkneska lögreglan handtekur fimm menn vegna gruns um að hafa ætlað að myrða landsstjóra Van héraðs

Tyrkneska lögreglan hefur handtekið fimm menn sem grunaðir eru um að hafa ætlað að ráða landstjóra héraðsins Van af dögum á gamlársdag. Skammbyssa, sprengiefni og 200 byssukúlur fundust á heimilum hinna grunuðu. Mikil ófriðaralda hefur verið í austur- og suðurhluta Tyrklands undanfarið eitt og hálft ár en aðskilnaðarsinnar í Kúrdíska Verkamannaflokknum hafa staðið að fjölmörgum árásum í landinu og eru skilgreindir sem hryðjuverkasamtök af Evrópusambandinu og Bandaríkjastjórn.

Erlent
Fréttamynd

Leikarinn Vincent Schiavelli er látinn

Leikarinn Vincent Schiavelli er látinn 57 ára að aldri. Banamein hans var lungnakrabbamein. Meðal frægra kvikmynda sem Schiavelli lék í eru One Flew Over the Cuckoo's Nest, Ghost, Amadeus, Batman Returns og The People vs. Larry Flynt. Auk þess að leggja stund á leiklist þá skrifaði Schiavelli þrjár matreiðslubætur og margar tímarits- og blaðagreinar um mat.

Erlent
Fréttamynd

Um 70 manns veikir eftir að glæpagengi lét gas leka í verslun í St. Pétursborg

Um 70 manns eru veikir á sjúkrahúsum St. Pétursborgar í Rússlandi eftir að glæpagengi lét gas leka um loftræstikerfi Maksidom verslunarinnar þar í borg í gær. Gasið var látið leka þegar mjög annasamt var að gera í búðinni en fjarstýrður búnaður fannst á staðnum og segir lögreglan að ljóst sé að ekki var um slys að ræða. Árásir á fyrirtæki í Rússlandi eru tíðar en talið er að einhver samkeppnisaðilinn eða mafían hafi verið að verki.

Erlent