Erlent

Fréttamynd

Skar af sér höndina til að fá hlutverk

Bandaríski leikarinn Todd Latourette viðurkenndi á dögunum að hafa skorið af sér hægri höndina, fyrir sautján árum síðan, og þóst vera slasaður hermaður. Þetta hafi hann gert til þess að auka möguleika sína á því að fá hlutverk í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum.

Erlent
Fréttamynd

Tyrkir segja lík Khashoggi hafa verið "leyst upp“

Talsmaður Receps Tayyip Erdoğan Tyrklandsforseta segir að lík sádi-arabíska blaðamannsins Jamals Khashoggi hafi verið "leyst upp“ eftir að Khashoggi var myrtur á ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl fyrir mánuði síðan og lík hans bútað niður.

Erlent
Fréttamynd

Hundruð þúsunda fylktu liði gegn Brexit

Um það bil 700 þúsund manns marseruðu í dag um miðborg London og kröfðust þess að kosið yrði aftur um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu, Brexit. Slíkur fjöldi hefur ekki sést í mótmælagöngu í London síðan árið 2003, þegar Íraksstríðinu var mótmælt.

Erlent
Fréttamynd

Merkel krefur Sádi Arabíu um nánari skýringar

Angela Merkel, kanslari Þýskalands, segir útskýringar sádiarabískra stjórnvalda á andláti blaðamannsins Jamals Khashoggi vera ófullnægjandi. Hún gerir þá kröfu að yfirvöld í Sádí geri hreint fyrir sínum dyrum og upplýsi á nákvæmari hátt um hvernig andlát Khashoggi bar að.

Erlent
Fréttamynd

Ofbeldi einkennir þingkosningar í Afganistan

Mikið hefur verið um ofbeldi í Afganistan í dag, en íbúar landsins ganga að kjörborðinu í dag og kjósa til þings. Tugir hafa látið lífið í sprengjuárásum á kjörstaði víðs vegar um landið. Búið er að framlengja kosningartímann og munu þónokkrir kjörstaðir standa opnir fram á sunnudag.

Erlent
Fréttamynd

Sádar staðfesta andlát Khashoggi

Ríkissjónvarp Sádí Arabíu hefur staðfest að blaðamaðurinn Jamal Khashoggi er látinn. Khashoggi hvarf fyrr í mánuðinum en hann sást síðast ganga inn í ræðismannsskrifstofu Sáda í Istanbúl í Tyrklandi og hafa Tyrkir haldið því fram að hann hafi verið myrtur þar inni og lík hans bútað í sundur.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Interpol segir af sér

Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld.

Erlent
Fréttamynd

Páfinn veitir leyfi fyrir rannsókn á kynlífshneyksli

Frans páfi hefur gefið leyfi fyrir "ítarlegri rannsókn“ á skjölum Vatíkansins, en henni er ætlað að varpa ljósi á hvernig Theodore McCarrick, háttsettum bandarískum kardinála, tókst að klífa metorðastiga kaþólsku kirkjunnar þrátt fyrir ítrekaðar ásakanir á hendur honum um að hafa þrýst á guðfræðistúdenta og unga presta til þess að sofa hjá sér.

Erlent
Fréttamynd

Listaverk tætt eftir að hafa verið selt fyrir meira en milljón dali

Stensilmálverk eftir heimsfræga götulistamanninn Banksy tættist í ræmur eftir að hafa verið selt fyrir rúmlega 1,3 milljónir Bandaríkjadollara, tæpar 150 milljónir króna. Málverkinu hafði verið komið fyrir í þar til gerðum ramma sem tætti það svo niður stuttu eftir að það var selt á uppboði í London.

Erlent
Fréttamynd

Forseti Interpol sagður í haldi í Kína

Talið er að forseta alþjóðalögreglunnar Interpol, Meng Hongwei, sé haldið í varðhaldi í Kína. Grunur leikur á um að kínversk yfirvöld séu með Hongwei í yfirheyrslum. Frá þessu greinir AFP-fréttastofan.

Erlent
Fréttamynd

Fundinn sekur um morðtilraunir á lestarstöðvum í London

Enskur maður á fimmtugsaldri, að nafni Paul Crossley, hefur verið fundinn sekur um morðtilraun eftir að hafa ýtt Sir Paul Malpas, sem er 91 árs gamall, fram af brautarpalli og út á lestarteina á Marble Arch neðanjarðarlestarstöðinni í London.

Erlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.