Blak

Íþróttafólkið sem keppir um atkvæði á laugardaginn
Heimsmeistari, ólympíufarar og margfaldir Íslandsmeistarar eru á framboðslistum fyrir sveitarstjórnarkosningarnar á laugardaginn. Þar keppa líka samherjar um atkvæði kjósenda.

Feðgar spiluðu saman í efstu deild
KA vann Þrótt Fjarðabyggð 3-0 í efstu deild karla í blaki í gærkvöld en leikurinn var sérstaklega áhugaverður fyrir þær sakir að feðgar léku saman með liði heimamanna í Neskaupstað.

Yfir 300 erlendir keppendur í Reykjavík á næstu dögum
Eftir að ekki var hægt að taka á móti erlendum keppendum á Reykjavíkurleikunum í fyrra vegna kórónuveirufaraldursins er búist við yfir 300 erlendum keppendum í ár.

Mega nú vera í stuttbuxum en þær verða að vera þröngar
Alþjóðlega handknattleikssambandið hefur breytt reglum sínum um klæðnað kvenkyns keppenda í strandhandbolta, sem áður voru neyddar til þess að spila í bikíníbuxum og topp. Nú mega konur klæðast stuttbuxum og hlýrabol.

Sögulegur sigur íslensku stelpnanna í Danmörku
Íslenska stúlknalandsliðið í blaki, skipað leikmönnum 17 ára og yngri, vann sögulegan sigur Norður-Evrópumótinu sem fram fór í Ikast í Danmörku. Liðið vann fyrstu gullverðlaun sem Ísland hefur unnið á slíku móti í flokki U17- eða U19-landsliða.

Þróttur Fjarðabyggð sótti sigur í Mosfellsbæ
Afturelding vann Þrótt Fjarðabyggð, áður Þrótt Nes. í hörkuleik í úrvalsdeild karla í blaki í kvöld.

Lék A-landsleiki í blaki áður en hann valdi fótboltann
Elías Rafn Ólafsson, markvörður danska úrvalsdeildarliðsins Midtjylland og U-21 árs landsliðsins, á sér bakgrunn í öðrum íþróttum en fótbolta og á meira að segja A-landsleiki í blaki á ferilskránni.

Hávaxnasti Ólympíumeistari sögunnar vann gullið sitjandi
Morteza Mehrzadselakjani vann gull á Ólympíumóti fatlaðra á dögunum en hann var í aðalhlutverki í íþróttinni þar sem Íranar hafa mikla yfirburði.

Ísland nældi í gull
Ísland vann Færeyjar í úrslitaleik Smáþjóðamóts kvenna U-19 ára lansliða í blaki. Leikið var á Laugarvatni. Þurfti gullhrinu eða úrslitahrinu til þess að gera út þennan fimm hrinu leik

Norðmenn með gull í strandblaki - fjölskyldan keyrði bílhlöss af sandi frá Danmörku
Norðmennirnir Anders Mol og Christian Sandlie Sörum urðu í nótt Ólympíumeistarar karla í strandblaki eftir sigur á Viacheslav Krasilnikov og Oleg Stoyanovskiy frá Rússlandi í úrslitum. Mol er af miklum strandblaksættum og bætti árangur móður sinnar frá leikunum í Atlanta 1996.

Jóna Guðlaug sænskur meistari og í liði ársins
Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir varð í gærkvöld sænskur meistari í blaki með liði sínu Hylte/Halmstad. Hin 32 ára gamla Jóna Guðlaug var einnig valin í lið ársins.

Hamar deildarmeistari eftir að hætt var við tímabilið
Karlalið Hamars er deildarmeistari í blaki árið 2021. Þetta kom fram í tilkynningu blaksambands Íslands nú í morgun.

Segir fjölmarga telja myndbandið vera falsað
Þegar Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki og félagar hennar í landsliðshópnum gerðu sér leið að gosstöðvunum í Geldingadölum var lítil spurning um að taka með sér blakboltann.

Landsliðskonur kanna ný tækifæri í sandinum
Íslensku landsliðskonurnar Jóna Guðlaug Vigfúsdóttir og Thelma Dögg Grétarsdóttir hafa sett stefnuna á Ólympíuleikina í París 2024.

Guðmundur endurkjörinn í stjórn evrópska blaksambandsins
Guðmundur Helgi Þorsteinsson hefur verið endurkjörinn í stjórn evrópska blaksambandsins, CEV.

Tvíburaturnarnir snúa heim og ólympíufari þjálfar úrvalsdeildarlið Hamars í blaki
Hamar í Hveragerði mun tefla fram úrvalsdeildarliði í blaki á næstu leiktíð og ljóst er að blásið verður til sóknar.

„Auðvitað eru skiptar skoðanir á milli félaganna“
Blaksamband Íslands ákvað í gær að blása tímabilið af vegna kórónuveirunnar. Formaður Blaksambandsins segir að þegar horft verði til baka verði allir sáttir við þessa niðurstöðu.

Blaksamband Íslands aflýsir tímabilinu
Stjórn Blaksambands Íslands gaf í dag út tilkynningu þess efnis að tímabilinu í heild sinni yrði nú aflýst. Engir meistarar verða því krýndir í ár. Tilkynninguna má finna í fréttinni.

Óvissa með 65% af tekjum KA: Skilar sér í skerðingu á þjónustu eða uppsögnum
Sævar Pétursson, framkvæmdarstjóri KA, segir að KA viti ekki hvort 47 milljónir af þeim 75 milljónum sem reiknað hafði verið með í mars og apríl munu skila sér í hús vegna kórónuveirunnar.

Deildarmeistarar í blaki krýndir en beðið með ákvörðun um úrslitakeppni og bikar
KA er deildarmeistari kvenna í blaki 2020 og Þróttur Neskaupstað deildarmeistari karla. Úrslitakeppni hefur ekki verið slegin út af borðinu.