Skoðun

Opið bréf til lands­liðs­manna Ís­lands í blaki

Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Sælir félagar

Ég skrifa til ykkar fyrst og fremst sem mannréttindarsinni en einnig sem unnandi blakíþróttarinnar og fyrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands.

Karlalandslið Íslands í blaki hefur á dagskrá sinni að spila við landslið Ísraels nú um helgina. Þið eruð í nokk öfundsverðri stöðu. Þeirri stöðu að geta haft áhrif til góðs á alþjóða vísu. Það er tækifæri sem ekki öllum gefst. Kannski finnst ykkur þetta erftitt og auðvitað hefði stjórn Blaksambands Íslands aldrei átt að samþykkja að spila við Ísrael. En svona er staðan og ég vona að þið hafið þá manngæsku og þann manndóm til að bera að nýta ykkur þetta tækifæri.

Þið getið sleppt því að mæta í leikinn eða mætt, farið inn á völlinn og gert ekki neitt. Sleppt því að spila við fulltrúa þessa ríkis sem skipulega er að útrýma palestínsku þjóðinni. Ríki sem er að drepa afa og ömmur, feður og mæður og er að drepa og limlesta lítil börn. Hugsið um þetta og takið svo rétta ákvörðun. Ákvörðun sem þið getið verið stoltir af út lífið.

Ekki er hægt að fela sig á bak við að íþróttir séu ópólitískar. Rússum hefur verið vikið úr öllum alþjóðlegum keppnum vegna stríðsins í Úkraínu og Ísrael notar íþróttir til að fegra ímynd sína á alþjóðavettvangi í mjög svo pólitískum tilgangi. Ég hvet ykkur því kæru landsliðsmenn að taka höndum saman og sína í verki að þið sem mannskjur viljið ekki láta nota ykkur á þann hátt og grípið til aðgerða af einhverju tagi.

Að spila við Ísrael er eins og að spila við landslið þýskalands nasismans í byrjun árs 1945 þegar þeir sem vildu, vissu um útrýmingabúðir nasista. Ísraelar eru með sínar útrýmingarbúðir á Gasa og það vita allir sem vilja vita.

Á meðan þið lásuð þetta bréf drap ísraelski herinn palestínskt barn.

Höfundur er fyrrverandi fyrirliði blaklandsliðs Íslands.
Skoðun

Skoðun

Drasl

Hafþór Reynisson skrifar

Sjá meira


×