Pólstjörnumálið

Fréttamynd

Tveir eftir í gæsluvarðhaldi

Jónas Árni Lúðvíksson og Steingrímur Þór Ólafsson hafa verið úrskurðaðir í áframhaldandi gæsluvarðhald til 5. mars grunaðir um aðild að framleiðslu á amfetamíni og peningaþvætti.

Innlent
Fréttamynd

Vinur Pól­stjörnu­manna tekur á sig alla sök og segist plagaður af sam­visku­biti

Þremenningarnir sem ákærðir eru fyrir amfetamínframleiðslu í Borgarfirði neituðu allir sök við aðalmeðferð málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur. Íslendingur, sem sendi lögreglu, saksóknara og verjendum bréf þar sem hann lýsti yfir ábyrgð á amfetamínframleiðslunni, hélt frásögn sinni til streitu við aðalmeðferð málsins og segist plagaður af samviskubiti.

Innlent
Fréttamynd

Guðbjarni búinn að gefa sig fram

Pólstjörnumaðurinn Guðbjarni Traustason gaf sig fram til lögreglunnar á Selfossi í kvöld. Hans hefur verið leitað síðan á laugardaginn en þá hafði hann verið í dagsleyfi og skilaði sér ekki til baka á Litla Hraun. Grunur lék á að hann hefði yfirgefið landið en svo virðist ekki vera.

Innlent
Fréttamynd

Ekki talið að Guðbjarni sé farinn úr landi

Lögreglan hefur fengið fjölmargar ábendingar um hugsanlegan dvalarstað Guðbjarna Traustasonar, sem skilaði sér ekki úr dagsleyfi á Litla Hraun á laugardag. Hann er þó enn ófundinn. Ekki er talið að hann sé farinn af landi brott.

Innlent
Fréttamynd

Líta mál Pólstjörnufangans alvarlegum augum

Lögreglan leitar nú að strokufanga, Guðbjarna Traustasyni, sem fékk sjö ára fangelsisdóm fyrir þátt sinn í Pólstjörnumálinu. Hann fékk dagsleyfi í gær en skilaði sér ekki á tilsettum tíma tilbaka.

Innlent
Fréttamynd

Pólstjörnufanginn ófundinn

Lögreglan leitar enn að fanganum Guðbjarna Traustasyni sem hún lýsti eftir fyrr í dag. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær.

Innlent
Fréttamynd

Lýst eftir Pólstjörnufanga

Lögreglan á Selfossi lýsir eftir Pólstjörnufanganum Guðbjarna Traustasyni. Hann skilaði sér ekki úr dagsleyfi frá fangelsinu að Litla Hrauni í gær. Eftirgrennslan eftir honum hefur ekki skilað árangri. Talið er að Guðbjarni dvelji á Reykjavíkursvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Pólstjörnufangi í flugnámi

Pólstjörnufanginn Guðbjarni Traustason stundar flugnám í fangelsinu á Litla Hrauni þessi misserin, samkvæmt heimildum Vísis. Guðbjarni var einn þeirra sem var dæmdur í fangelsi fyrir smygl á 100 kílóum af fíkniefnum í Pólstjörnumálinu svokallaða á haustmánuðum árið 2007. Heimildir Vísis herma að um bóklega hluta flugnámsins sé að ræða, en ekki eiginlega flugtíma.

Innlent
Fréttamynd

Viðskiptafélagi Sigurðar átti bátinn

Gúmmíbáturinn sem notaður var til að sækja 109 kíló af fíkniefnum út í Papey í apríl er í eigu viðskiptafélaga Sigurðar Ólasonar, sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um peningaþvætti, tengsl við alþjóðlegan glæpahring og aðild að fíkniefnasmygli.

Innlent
Fréttamynd

Flæktur í stærstu fíkniefnamál sögunnar

Sigurður Hilmar Ólason sem nú situr í gæsluvarðhaldi í tengslum við umfangsmikið fíkniefnasmygl sem er í rannsókn hefur tengsl við Papeyjarsmyglið svokallaða líkt og Fréttablaðið sagði frá í morgun. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur hann einnig tengsl við Pólstjörnumálið sem kom upp árið 2007. Sigurður hefur verið umfangsmikill í fasteignaviðskiptum hér á landi en hann hlaut þriggja ára dóm fyrir aðild að smygli á þrjátíu kílúm af hassi til landsins árið 2001.

Innlent
Fréttamynd

Höfuðpaurinn í Pólstjörnumálinu tekinn með fíkniefni

Einar Jökull Einarsson sem fékk þyngsta dóminn í Pólstjörnumálinu svokallaða hefur verið ákærður fyrir vörslu fíkniefna. Einar Jökull afplánar nú níu og hálfs árs fangelsisdóm á Litla Hrauni fyrir að hafa skipulagt smygl á tæpum fjörutíu kílóum af fíkniefnum sem komu hingað til lands með skútu.

Innlent
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.