Lögreglan

Fréttamynd

Á ekki rétt á bótum eftir Hraun­bæjar­málið

Hæstiréttur hefur staðfest dóm Landsréttar um að sýkna Vátryggingafélag Íslands, VÍS, af kröfum fyrrverandi sérsveitarmanns sem glímdi við sálfræðilegar afleiðingar þess að taka þátt í aðgerðum sérsveitarinnar sem leiddu til dauða manns í Árbæ í Reykjavík í desember 2013.

Innlent
Fréttamynd

Fimm erfið starfs­manna­mál litin al­var­legum augum

Fimm mál er varða kynferðislega eða kynbundna áreitni, einelti eða ofbeldi starfsfólks lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hafa verið til meðferðar hjá embættinu á árinu. Upplýsingafulltrúi lögreglu segir í öllum tilvikum hafa verið brugðist við í samræmi við reglugerð. Málin séu öll sem eitt litin alvarlegum augum. Veita á starfsfólki aukna fræðslu um mörk í samskiptum

Innlent
Fréttamynd

Mygla í sam­hæfingar­stöð al­manna­varna

Víðir Reynisson segir að það hafi komið upp mygla í rými í samhæfingarstöð almannavarna. Rýminu hefur verið lokað og lokunin mun ekki hafa áhrif á starfsemina. Til greina kemur að flytja starfsemina tímabundið annað á meðan unnið er að viðgerðum.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán starfs­­menn fylgdu um 180 Venesúela­búum heim

Þrettán starfsmenn fylgdu tæpum 180 Venesúelabúum til Caracas í nóvember. Dagpeningar íslensku starfsmannanna námu 1,9 milljón króna þá fimm daga sem ferðalagið tók. Stefnt er að annarri sambærilegri ferð í janúar. Nær allur kostnaður íslenska ríkisins er endurgreiddur af Frontex.

Innlent
Fréttamynd

Ég um mig frá mér til ég ræð

Forkastanlegt bann það sem lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur af kunnuglegri ofurforsjárhyggju og fruntaskap sett á vegna núverandi atburða í Grindavík er ekki einvörðungu að verða okkur til atlægis úti í heimi heldur eru gjörðir hans og þvermóðska lílkleg til þess að valda landinu og ferðaþjónustunni stórum skaða sem hæglega getur hlaupið á miljörðum.

Skoðun
Fréttamynd

Til­kynntar nauðganir ekki færri í þrettán ár

Umtalsverð fækkun hefur verið á tilkynningum um kynferðisbrot til lögreglu. Ekki hafa færri nauðganir verið tilkynntar á síðustu þrettán árum. Verkefnastjóri hjá lögreglunni segir tölurnar líkjast því sem sást í Covid-faraldrinum. 

Innlent
Fréttamynd

Keyptu byssur fyrir 165 milljónir en gefa ekki upp fjöldann

Mat dómsmálaráðuneytisins er að birting nákvæmra upplýsinga yfir byssur í eigu lögreglu falli undir lykilupplýsingar um viðbragðsgetu lögreglu. Hún geti þar með haft afdrifaríkar afleiðingar, stofnað öryggi ríkisins í hættu og haft áhrif á öryggi lögreglumanna. Skotvopn voru keypt fyrir 165 milljónir króna fyrr á árinu vegna leiðtogafundar í Hörpu.

Innlent
Fréttamynd

Með hendur í vösum?

Ágæta Halla. Íslendingar skilja út á hvað lýðheilsa gengur. Skilja mikilvægi þess að hafa regluverk sem hefur verndandi áhrif. Ekki síst í þágu barna og ungmenna. Íslendingar flestir vita að áfengi, tóbak og nikótín eru heilsuspillandi vörur sem geta undir engum kringumstæðum flokkast sem venjulegar vörur.

Skoðun
Fréttamynd

Hefur enn ekki fengið svör um byssukaup

Þingmaður Pírata furðar sig á því að sér hafi ekki borist svör frá dómsmálaráðherra við fyrirspurn sinni um vopnakaup lögreglu. Fyrirspurnin var lögð fram í maí og svo aftur á nýju þingi. Ráðuneytið segir svara að vænta 15. nóvember, degi eftir sérstaka umræðu um málið á þingi.

Innlent
Fréttamynd

Fögnuðu skipun hjá lög­reglunni

24 lögreglumenn fengu afhent skipunarbréf við hátíðlega athöfn á lögreglustöðinni á Hverfisgötu í gær. Konur eru rúmlega þriðjungur lögregluliðsins á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglan sem fer ekki að lögum um eftir­lit fái auknar heimildir

Dómsmálaráðherra segir mikilvægt að auka rannsóknarheimildir lögreglunnar með skipulagðri brotastarfsemi og auka um leið eftirlit með störfum lögreglunnar. Þingflokksformaður Pírata segir lögregluna hins vegar hafa hundsað lög og fyrirmæli varðandi það eftirlit sem ríkissaksóknaraembættið hefði með henni samkvæmt núgildandi lögum.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglukonur á­reittar af sam­starfs­mönnum en karlarnir af konum úti í bæ

Kynferðisleg áreitni innan lögreglunnar hefur aukist talsvert síðasta áratug, samkvæmt nýrri rannsókn. Stór hluti lögreglukvenna hefur orðið fyrir kynferðislegri áreitni í starfi; oftast af hendi karlkyns samstarfsmanna eða yfirmanna. Verkefnastjóri hjá Ríkislögreglustjóra segir embættið taka niðurstöðurnar mjög alvarlega.

Innlent
Fréttamynd

Freistar þess að koma breytingum á lög­reglu­lögum í gegn

Guðrún Hafsteinsdóttir, sem tók við sem dómsmálaráðherra af Jóni Gunnarssyni í sumarbyrjun, hefur birt drög að frumvarpi um breytingar á lögreglulögum í samráðsgátt til umsagnar en Jóni tókst ekki að koma þeim breytingum sem hann vildi gera á lögunum í gegn á síðasta þingi. Með breytingunum á lögreglan að fá auknar heimildir til að afla upplýsinga og viðhafa eftirlit.

Innlent
Fréttamynd

Af­brota­varnir í þágu öruggs sam­fé­lags

Skýrar vísbendingar hafa komið fram á síðustu árum um að umfang og eðli skipulagðrar brota­starfsemi hafi tekið verulegum breytingum hér á landi til hins verra. Hópar innlendra jafnt sem erlendra aðila hafa það að atvinnu að fremja fjölda afbrota með skipulegum hætti, þar á meðal alvarleg ofbeldisbrot, þjófnað, fjársvik, fíkniefnabrot og peningaþvætti.

Skoðun
Fréttamynd

Alvarlegri og þyngri vinnumansalsmál en áður

Alvarlegri vinnumansalsmál eru að koma upp nú en áður hjá aðildarfélögum ASÍ. Verkefnastjóri segir þrjú fyrirtæki hafa verið tilkynnt til lögreglu á síðasta ári þar sem grunur sé um vinnumansal, það stefni í að málin verði mun fleiri í ár. Lögreglan hefur lagt fram kæru í nokkrum málum á þessu ári.

Innlent
Fréttamynd

Þolendum mansals fjölgar stöðugt og þörf á vitundarvakningu

Íslensk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir lélegan árangur í mansalsmálum í nýrri úttekt. Á sama tíma eru tilkynningar um mansal orðnar þriðjungi fleiri á þessu ári en samanlagt síðustu tvö ár. Teymisstjóri fyrir þolendur ofbeldis grunar að málin séu miklu fleiri. 

Innlent
Fréttamynd

Grímur viðurkennir mistök lögreglu

Yf­ir­lög­regluþjónn viðurkennir að mistök hafi orðið þegar lögregla fann ekki blóðugan hníf, sem er líklegt morðvopn í manndrápsmáli sem varð í Drangahrauni þann sautjánda júní. Hnífurinn fannst í gær af dóttur hins látna á heimili þeirra, þar sem morðið var framið.

Innlent
Fréttamynd

Dóttir hins látna fann blóðugan hníf í fyrra­­dag

Nítján ára dóttir Jaroslaw Kaminski, sem var myrtur í Drangarhrauni í sumar, fann hníf sem líklega er sá sem notaður var til að bana föður hennar, í íbúðinni í fyrradag. Verjandi Maciej Jakub Talik, sem er ákærður fyrir manndráp, segir málið skandal og vinnubrögð lögreglu, sem ekki hafi fundið hnífinn, ámælisverð. 

Innlent