Jón Þór Ólafs­son

Fréttamynd

Lýðræðispopúlistinn

Metnaðarfulla stjórnmálamenn hefur alltaf dreymt um að sagan sýni þá í sem bestu ljósi. Aðeins tveimur leiðtogum í 500 ára sögu Rómarlýðveldisins var veittur eftirsóttasti heiður ríkisins fyrir að bjarga Róm frá glötun og voru þeir þaðan í frá þekktir sem stofnendur Rómar. Sá síðari þeirra var popúlistinn Gaius Maríus. Menn eins og hann sem sækja stuðning sinn til "popúlsins“, sem er latína fyrir "lýðurinn“, hafa alltaf verið hataðir af valdaelítunni sem þeir sniðganga og Ólafur Ragnar Grímsson er engin undantekning.

Skoðun
Fréttamynd

Hvað kostar velferðartryggingin?

Allt er til staðar til að við getum lifað við mikla velferð á Íslandi. Hátt menntastig og gott verkvit, miklar auðlindir á hvert mannsbarn, fín atvinnutæki og ágætt samgöngukerfi. Allt er til staðar nema regluverk sem tryggir að spilling eigi erfitt uppdráttar og sé auðvelt að uppræta. Án slíkra reglna verður aldrei nema tímabundin velmegun og velferð á Íslandi.

Skoðun
Fréttamynd

Styðjum kennara við að breyta

Þeir sem skilja að skipulag skólakerfis ekki síður en námsefni ákvarðar hvaða lexíur nemendur læra, þeir sjá að skipulag prússneskra almúgaskóla sem var hannað upp úr átján hundruð til að móta einstaklinga svo þeir tækju skilyrðislaust við skipunum er ekki heppilegt til að hjálpa börnum að þroskast á heilbrigðan hátt. Langflestir kennarar eru allir af vilja gerðir. Þeir berjast í bökkum við að hjálpa börnunum okkar innan skólakerfis að prússneskri forskrift sem var hönnuð til að bæla forvitni, frumkvæði og sjálfstæði nemenda.

Skoðun
Fréttamynd

Verjum réttindi einkabankanna

Allar tilraunir til að taka af einkabönkunum lögvarinn rétt þeirra til að búa til lögeyri landsins og dreifa því valdi á aðila sem eru ábyrgir gagnvart almenningi eru óábyrgar. Við leggjum því til að fulltrúar Stjórnlagaráðs leiði hjá sér tillögur IFRI, grasrótarfélags um fjármálaútbætur, þess efnis að "Lögeyrisvaldinu“ skuli dreift í Stjórnarskrá.

Skoðun
Fréttamynd

Hvaða valdi skal stjórnarskráin dreifa?

Valddreifingar kröfur Þjóðfundarins á síðasta ári ganga eðlilega lengra en þrískipting Montesquieu á ríkisvaldinu. Þrískipting franska greifans var greiningarlíkan og gagnrýni á því hvar vald ríkisins var að finna fyrir tæpum þrjú hundruð árum.

Skoðun
Fréttamynd

Einkabankar búa til lögeyri landsins

Thomas Jefferson, höfundur sjálfstæðisyfirlýsingar Bandaríkjanna og þriðji forseti þeirra, varaði við því að afhenda einkabönkum valdið til að gefa út gjaldmiðil þjóðarinnar. Varúðarorð hans eiga vel við í dag, en hann sagði: „Ef bandaríska þjóðin leyfir einkabönkum nokkurn tíma að stjórna útgáfu þjóðargjaldmiðilsins, fyrst með verðbólgu, síðan með verðhjöðnun, þá munu bankarnir og einkafyrirtækin sem vaxa upp í kringum þá svipta fólkinu öllum þeirra eigum þar til börnin þeirra vakna heimilislaus í landinu sem forfeður þeirra byggðu.“

Skoðun
Fréttamynd

Leikjafræði lánanna

Meðan HM er í hámarki er stórleikur á Íslandi. Það færðist fjör í leikinn á dögunum þegar Hæstiréttur gaf gengistryggingu lána rauða spjaldið. En hvaða leikmenn eru í keppnisliðunum og hver er staðan í leiknum?

Skoðun
Fréttamynd

Naflastrengurinn á Gylfa

Í hinu pólitíska umhverfi Bandaríkjanna er vanalegt að fyrrum varðhundar auðugra sérhagsmunaaðila á borð við banka og fjárfesta verði ráðherrar. Tveir síðustu fjármálaráðherrar Bandaríkjanna komu báðir úr risa bönkum og samanlagt hafa þeir styrkt risa bankana um yfir billjón dollara („trillion dollars“ á ensku).

Skoðun
Fréttamynd

Til að treysta stjórnvöldum - fimm grunnreglur

Hvað þarf stjórnarskrá að segja til að við getum treyst fámennum hópi fólks fyrir stjórnvaldinu: löggjafar-, framkvæmdar- og dómsvaldi? Til að komast nær svari spurðu hvort þú treystir öðrum en þínum stjórnmálaflokki (ef þú fylgir einhverjum) til að fara með stjórnvaldið án þess að fimm eftirfarandi grunnreglur séu festar í stjórnarskránni.

Skoðun
Fréttamynd

Er stjórnin sek um landráð?

Evrópusambandið er ekki aðeins efnahagssamband. ESB er erlent yfirvald með yfirráð yfir mörgum innanríkismálum aðildarríkjanna. Svo spurning vaknar hvort það séu landráð að reyna að koma Íslandi undir erlend yfirráð. Almenn hegningarlög tala um landráð í 86. gr: „Hver, sem sekur gerist um verknað, sem miðar að því, að reynt verði með ofbeldi, hótun um ofbeldi, annarri nauðung eða svikum að ráða íslenska ríkið eða hluta þess undir erlend yfirráð, eða að ráða annars einhvern hluta ríkisins undan forræði þess, skal sæta fangelsi ekki skemur en 4 ár eða ævilangt.“

Skoðun
Fréttamynd

Borgaraleg handtaka

Eva Joly segir allar líkur fyrir því að efnahagsbrot hafi verið framin en ríkisstjórnin hundsar færasta ráðgjafann sinn og hindrar rannsókn hrunsins með ónógum fjárframlögum. Í dag, næstum ári frá hruni, er ljóst að ríkisstjórnin mun leyfa flestum bankamönnunum að sleppa og skella skuldum sem þeir stofnuðu til á okkur.

Skoðun
Fréttamynd

Meðan ríkið sefur

Flest ríki í heiminum í dag hafa tekið sér einkaleyfi á beitingu ofbeldis innan sinna landamæra. Mistakist ríkjum það eins og raunin er með Írak og Afganistan eru þau kölluð „misheppnuð ríki“ (failed states). Ríkið réttlætir sína einokun á ofbeldi sem nauðsynlega til að vernda frelsi ríkisins og til að tryggja réttlæti innan þess.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.