Til hamingju með 10 árin kæru Píratar - í öllum flokkum og utan Jón Þór Ólafsson skrifar 22. nóvember 2022 10:31 Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Sjá meira
Frá ‘Frelsis sáttmálanum mikla’ árið 1215 á Englandi hafa fyrst aðalsmenn, svo borgarastéttin og loks verkafólk nýtt tækifæri sem helst stríð, byltingar og tækni hafa skapað til að vernda og efla sín borgararéttindi, og sinn rétt á aðkomu að ákvörðunum sem það varðar. - Þetta er nákvæmlega Grunnstefna Pírata. Píratar eru fyrst stofnaðir sem eins konar stjórnmálaarmur internetsins til að vernda nýju netsamfélögin sem upplýsingatæknibyltingin gerði möguleg. Píratar víkka svo út stefnu sína til að taka upp á 21 öldinni kyndil baráttunnar fyrir borgararéttindum og beinna lýðræði eins og margt hugrakkasta fólk heimssögunnar hefur gert í rúm 800 ár. Grunnstefna Pírata er stutt plagg. - En ekkert eitt atriði hefur betur tryggt þá samstöðu sem þurfti til að koma okkur á Alþingi 2013, koma okkur svo á öðru ári á þingi í yfir 30% fylgi í heilt ár - já og hæst í 41% fylgi - og halda svo ungum stjórnmálaflokki saman þegar við fórum óhjákvæmilega aftur niður þar sem við höfum siglt í þetta 10-15% fylgi síðan. Grunnstefnan setur í forgang það sem verður að vera í forgangi því að er grundvöllur frelsis, öryggis og réttarríkis okkar allra til lengri tíma - borgararéttindi og lýðræði. Á þeim grunni býður Grunnstefnan upp á beint lýðræði við mótun annarra stefnumála sem hafa endurspeglað vilja almennings um öflugt velferðarkerfi, sem er gildi í sjálfu sér en styður líka við öfluga vernd réttinda og lýðræðis. Hve einstakt er það svo hjá stjórnmálaflokki að hafa Grunnstefnu sem segir að allir verði að taka vel upplýstar ákvarðanir með gagnrýninni hugsun byggðum á gögnum. Grunnstefna Pírata - er í sögu heimsins - einstakt skjal fyrir stjórnmálaflokk. Píratar eru í dag Frjálslyndur Velferðarflokkur sem vinnur að auknu gagnsæi og valddreifingu - allt sem Nýja Stjórnarskráin mun svo gera auðvelt að gera að veruleika. Ef þú vilt: √ Frelsi einstaklingsins - frekar en frelsi fjármagns eða forræðishyggju. √ Í samfélagi sem aðstoðar allt fólk - sem getur það ekki sjálft. √ og fá í bónus flokk sem setur gagnsæi og valddreifingu í meiri forgang en allir aðrir flokkar. Þá ertu Pírati eins og ég. - Það er samfélag sem ég vill búa í. Kærar þakkir fyrir samstarfið, það er allt annað en sjálfgefið að nýr flokkur á Íslandi finni svona góða fótfestu - og til hamnigju við öll með 10 árin okkar kæru Píratar. Höfundur er fyrrverandi þingmaður Pírata.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar