

Spilling er skiljanleg
Stjórnmálafókusinn veltur á menningu flokka, en spillingin er falin í leikreglum stjórnmálanna. Þeim er breytt með lögum.
Spilling er skiljanleg því að stjórnmálaflokkar sem notað hafa almannavald í þágu sérhagsmuna – sem er skilgreiningin á pólitískri spillingu – hafa í staðinn fengið aðstoð við atkvæðaveiðar og orðið ofan á. Stjórnmálaflokkar hafa alltaf sótt stuðning til ólíkra hópa með ólíka hagsmuni. Þeir hafa keypt þann stuðning með því að setja sérhagsmuni mikilvægustu hópa sinna í forgang. Og hvaða sérhagsmuni stjórnmál hér á landi hafa sett í forgang er ljóst.
Sérhagsmunir eru ofan á
l Markaðsráðandi fyrirtæki misnota aðstöðu sína gegn smærri fyrirtækjum og stunda verðsamráð gegn neytendum. Smærri fyrirtækin eiga á hættu að verða gjaldþrota áður en brot gegn þeim eru stöðvuð og neytendur borga sekt lögbrjótanna með hærra vöruverði.
Yfirstjórnendur fá launahækkanir upp á marga tugi prósenta ofan á þegar há laun sem réttlætt eru með mikilli ábyrgð. Flest annað launafólk fær hækkun upp á nokkur prósent og verkföll þeirra eru ítrekað stöðvuð með lögum.
Stórútgerðir fá kvóta á verði sem stjórnmálamenn ákveða og hafa lækkað mikið síðustu ár. Nýliðar kaupa kvóta af stærri útgerðum á fullu markaðsverði en landsmenn fá ekki markaðsverð fyrir nýtungu á auðlindum sem þeir eiga.
Álfyrirtækin fá rafmagn á lágu verði sem haldið hefur verið leyndu og koma sér undan tekjuskatti með bókhaldsbrellu sem önnur ríki hafa bannað. Heimilin og smærri aðilar borga hærra verð og hærri skatta.
Eigendur aflandsfélaga eru ekki undir virku eftirliti skattrannsókna og komast hjá því að greiða fullan skatt á Íslandi.
Flestir aðrir eru undir vel skipulögðu skattaeftirliti og greiða fulla skatta til að borga fyrir þjónustuna sem allir sækja til ríkis og sveitarfélaga.
Spilling er sóun
Spilling, eins og skattar, hefur neikvæð áhrif á verðmætasköpun. Skattar eru nauðsynlegir fyrir samtryggingu norræns velferðarsamfélags sem verndar samkeppni á markaði, eins og mikill meirihluti landsmanna vill. Spilling er hins vegar aðeins nauðsynleg fyrir áframhaldandi samtryggingu stjórnmálamanna og sérhagsmunaaðila. Skattar geta skilað velmegun fyrir alla. Spilling getur bara skilað velmegun fyrir mjög fáa, og þá á kostnað okkar allra.
Mikið er til af alþjóðlega viðurkenndum og sannreyndum lausnum til að minnka spillingu. Með aðild að samningi Sameinuðu þjóðanna gegn spillingu samþykkti Alþingi fyrir 6 árum að slíkar lausnir skyldi setja í lög. Starfsfólk Sameinuðu þjóðanna vill aðstoða okkur. Það eina sem vantar eru kjörnir fulltrúar sem hafa pólitíska getu til að minnka sérhagsmunagæslu stjórnmálanna. Til þess þurfa þeir að vera óháðir sérhagsmunum.
Ef þú vilt að leikreglur stjórnmálanna tryggi minni sérhagsmunagæslu. Ef þú vilt að leikreglur markaðarins tryggi virka samkeppni. Ef þú vilt öflugar varnir gegn spillingu leiddar í lög sem fyrst. Göngum þá í málið.
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Nýtt landsframlag – og hvað svo?
Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar

Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum
Gunnar Salvarsson skrifar

Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu?
Hermann Helguson skrifar

Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari
Sigvaldi Einarsson skrifar

Er einnig von á góðakstri Strætó í ár?
Stefán Hrafn Jónsson skrifar

Ferðumst saman í Reykjavík
Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Þúsundir barna bætast við umferðina
Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar

Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja
Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Öndum rólega
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Réttur barna versus veruleiki
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Framtíð villta laxins hangir á bláþræði
Elvar Örn Friðriksson skrifar

„Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins
Birgir Finnsson skrifar

Við lifum ekki á tíma fasisma
Hjörvar Sigurðsson skrifar

Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við
Halldór Þór Svavarsson skrifar

Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi?
Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar

Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða
Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar

Þakkir til Sivjar
Arnar Sigurðsson skrifar

Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum
Ómar Torfason skrifar

Betri strætó strax í dag
Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Viltu skilja bílinn eftir heima?
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050?
Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar

Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum
Vigdís M. Jónsdóttir skrifar

Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli?
Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar

Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta?
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana
Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar

Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims
Sigvaldi Einarsson skrifar

Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu
Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar

Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar
Finnur Th. Eiríksson skrifar