Píratar eru stjórnmálahreyfing internetsins Jón Þór Ólafsson og býður fram á lista Pírata í Reykjavíkurkjördæmi suður. skrifa 7. mars 2013 06:00 Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Sjá meira
Tölvunördar stofnuðu stórfyrirtæki upplýsingabyltingarinnar: Microsoft, Apple og Google. Tölvunördar sköpuðu stærstu samfélög internetsins: Facebook, Twitter og YouTube. Tölvunördar eru hetjurnar í dag og nú eru þeir ásamt stórum hópi tæknisinnaðs fólks um allan heim að færa sig inn á svið stjórnmálanna til að tryggja réttindi sín á internetinu.Stjórnmálaleg vakning Peter Drucker, faðir nútímastjórnunar, skrifaði grein titlaða „Handan upplýsingabyltingarinnar“ rétt fyrir aldamótin síðustu. Þar benti hann á að upplýsingabyltingin hefði hegðað sér eins og iðnbyltingin og prentbyltingin þar á undan. Í hálfa öld var nýja tæknin nánast alfarið notuð til að gera hraðar og ódýrar sömu gömlu hlutina. Að því kom svo að tæknin var notuð til að gera eitthvað alveg nýtt sem gjörbylti sviði viðskipta, stjórnmála og samfélaginu í heild. Drucker sagði nánast öruggt að upplýsingabyltingin myndi hegða sér eins innan 20 ára, en enginn gæti enn árið 1999 spáð fyrir um hver nýjungin yrði. Zbigniew Brzezinski, ráðgjafi Obama og gamall refur í alþjóðastjórnmálum, skrifaði svo níu árum á eftir Drucker grein í The New York Times sem hann titlaði: „Stjórnmálaleg vitundarvakning heimsins.“ Þar sagði hann að: „Í fyrsta skipti í sögunni er nærri allt mannkynið stjórnmálalega virkt, stjórnmálalega meðvitað og á stjórnmálaleg samskipti sín á milli.“ Þessi vakning hefur átt sér stað vegna Facebook, YouTube og annarra netsamfélaga sem komust fram hjá einokun margmiðlunarrisa og ríkisvalds á miðlun og túlkun upplýsinga. Rétt eins og prentvél Gutenbergs gerði fyrst Lúter og svo nýjum samfélögum, bæði trúar- og fræðimanna, fært að komast fram hjá einokun presta og prinsa á miðlun og túlkun upplýsinga. Stjórnmálaleg vakning prentbyltingarinnar færði í kjölfarið megnið af mannkyninu undan alræði presta og prinsa, og undir vald lýðræðislega kjörinna fulltrúa.Sjálfsvörn netsamfélaganna Tvíeyki margmiðlunarrisa og ríkisvalds reynir nú á öllum vígstöðvum að fá í gegn lög, eins og SOPA á síðasta ári, sem gefur þeim heimildir til að loka samfélögum internetsins. Píratar eru stjórnmálaarmur internetsins sem rís upp til að verja notendur þess og netsamfélög. Þeim finnst þeir vera að verja heimili sitt og fátt skapar meiri samstöðu og seiglu. Aðeins sjö árum frá stofnun fyrsta stjórnmálaflokks Pírata eru 600.000 skráðir Píratar með fleiri en 250 kjörna fulltrúa á löggjafarsamkundum um allan heim. Pírötum mun svo óhjákvæmilega halda áfram að fjölga ár frá ári þegar nýr árgangur ungs fólks sem býr á netinu nær kosningaaldri. Svo verði þeim að góðu sem vilja reyna að spyrna gegn stjórnmálalegri vakningu upplýsingabyltingarinnar.Framtíðarsýn Pírata Framtíðin er í höndum fólks sem skilur internetið, og framtíðin sem það mun skapa er falleg. Á netinu, sem mótar gildismat þeirra, eru samfélög samhjálpar og sjálfsákvörðunar, þar sem fólk hefur rétt til upplýsinga og ákvörðunar um málefni sem það varðar. Sívaxandi hluti þessa fólks er farinn að skipuleggja sig og hefur stofnað Pírataflokka í rúmlega sextíu löndum til að tryggja að stjórnkerfi og lög endurspegli þessi gildi netsamfélaganna. Hópur fólks sem vill slíkar lagabreytingar hérlendis tók nýlega upp merki Pírata og áherslur þeirra má sjá á piratar.is.
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun