Forsetinn sem fékk flugu í höfuðið Jón Þór Ólafsson skrifar 27. september 2012 06:00 Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Skoðanir Mest lesið Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Skoðun Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Sjá meira
Forsetinn hefur verið gagnrýndur fyrir að vera óhefðbundinn. Fyrir að fara bókstaflega eftir stjórnarskránni frekar en að fylgja hefðum og venjum við beitingu forsetavaldsins. Margir fræðimenn hafa gert sitjandi forseta upp einræðishvatir. En hvað ef forseti Íslands fengi, t.d. við heilablóðfall, þá flugu í höfuðið að taka sér eins mikil völd og hann kæmist upp með? Hve langt gæti hann gengið samkvæmt gildandi stjórnarskrá? Sterkur forseti sem gerir eitthvaðLítið er deilt um vald forsetans til að synja lögum staðfestingar, bæði almennum lögum og breytingum á stjórnarskrá eins og segir í 26. og 79. grein gildandi stjórnarskrár. Sitjandi forseti hefur sett það fordæmi og nú hefur hann lagt grunninn að réttlætingu á víðtækari afskiptum sínum „af setningu laga umfram það sem hefur tíðkast," eins og hann orðaði það í þingsetningarræðu sinni. Í kappræðunum í aðdraganda forsetakosninganna í sumar sagðist forsetinn einnig hafa víðtækara löggjafarvald en tíðkast hefur að beita og gæti láta leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp (25. gr.). Einn helsti fræðimaður landsins um forsetaembættið, prófessor Svanur Kristjánsson, setti í aðdraganda forsetakosninganna í vor upp umdeilda sviðsmynd þar sem forsetinn kallar til sín foringja úr stjórnarandstöðunni, skipar hann forsætisráðherra (15 gr.) og saman boða þeir til þingkosninga (24 gr.). Þar sem þingið situr til kjördags (24. gr.) og getur kallað eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um að reka forsetann úr embætti (11. gr.) þá væri óvitlaust fyrir hann að fresta fundum þingsins í tvær vikur (23. gr.) og nota þá 14 daga til að tryggja með bráðabirgðalögum (28. gr.) að þingkosningar færu fram áður en þingið kæmi saman á ný. Þegar hér væri komið við sögu setti forsetinn það eflaust ekki fyrir sig að víkja úr embætti því sitjandi ákæruvaldi sem viðhefði ekki sömu túlkun á stjórnarskránni og hann sjálfur (20. gr.). Fátt myndi standa í vegi fyrir forsetanum eftir það. You ain't seen nothing yet!Þó að gildandi stjórnarskrá bjóði upp á þessa vegferð myndi enginn forseti komast alla þessa leið nema mikil hætta steðjaði að og stjórnvöld væru almennt álitin óhæf. En hve langt er almenningur tilbúinn að ganga? Eru Íslendingar haldnir svo mikilli þingræðisást að forsetinn tapi vinsældum fyrir að færa til sín síaukin völd frá óvinsælu þingi – í þágu þjóðarinnar að sjálfsögðu – eins og gerst hefur bæði í Rússlandi og Bandaríkjunum að undanförnu? Hefur enginn heyrt fólk á kaffistofunni segja að við þurfum sterkan leiðtoga sem gerir eitthvað? Óvíst er hve langt sitjandi forseti vill fara niður þennan veg en fordæmi hans varða nú þegar veginn fyrir eftirmenn hans og gildandi stjórnarskrá býður upp á slíka vegferð að svo miklu leyti sem þjóðin er samferða forsetanum. Með gildandi stjórnarskrá getur vinsæll forseti fært til sín meiri völd á kostnað óvinsæls þings. Ætli sú staðreynd suði ekki í höfðinu á sitjandi forseta?
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason Skoðun