Eftirlit Alþingis virkar, þrátt fyrir árásir Jón Þór Ólafsson skrifar 5. mars 2021 13:31 Höfum eitt á kristaltæru: Eftirlit Alþingis með ákvörðunum og verklagi ráðherra er stjórnarskrárbundin skylda. Í Lekamálinu skipti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sér af lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar. Í Landsréttarmálinu braut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lög til að skipa aðila tengda sér í Landsdóm. Á aðfangdag hringdi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tvisvar í lögreglustjóra, sem var þá og er yfirmaður rannsóknar á mögulegu sóttvarnabroti annars ráðherra í sama flokki. Eftirlitsnefnd Alþingis hóf samkvæmt lögum og skyldum athugun á öllum málunum. Í öllum tilfellum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagst gegn eftirlitinu eða ráðist á þá sem að hafa sinnt eftirlitinu. Það er grafalvarlegt að standa í vegi fyrir eða trufla stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu þingmanna og þingnefnda. Ítrekuð og alvarleg aðför að eftirliti Nýjasta dæmið eru ósannindi Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Þeir segja mig hafa brotið trúnað og farið með „dylgjur og rangfærslur“ þegar ég sagði í kvöldfréttum RÚV að: „Þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki.“ Þingskaparlög segja: „[...] Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi [...]” Ég var mjög orðvar í kvöldfréttum RÚV og vitnaði ekki til orða þeirra sem komu fyrir nefndina. Ég sagði aðeins að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gefa tilefni til þess að athuga þetta nánar. Fáum úr þessu skorið Þetta tel ég að geti varla talist trúnaðarbrestur. Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið. Ef að hófstilltu ummælin mín í gær teljast sem trúnaðarbrestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþingismanna nokkuð svakalega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þingnefnda Alþingis. Ég hef stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu sem þingmaður, nefndarmaður og formaður eftirlitsnefndar Alþingis til að upplýsa hvort dómsmálaráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn. Meðan ég sit í eftirlitsnefnd Alþingis mun hún sinna stjórnarskrárbundnum eftirlitsskyldu sínum gagnvart ráðherrum. Eftirlit með valdi er nauðsynlegt, bæði því sem ég fer með sem og valdi dómsmálaráðherra. Höfundur er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Píratar Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Höfum eitt á kristaltæru: Eftirlit Alþingis með ákvörðunum og verklagi ráðherra er stjórnarskrárbundin skylda. Í Lekamálinu skipti dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins sér af lögreglurannsókn á aðstoðarmanni hennar. Í Landsréttarmálinu braut dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins lög til að skipa aðila tengda sér í Landsdóm. Á aðfangdag hringdi dómsmálaráðherra Sjálfstæðisflokksins tvisvar í lögreglustjóra, sem var þá og er yfirmaður rannsóknar á mögulegu sóttvarnabroti annars ráðherra í sama flokki. Eftirlitsnefnd Alþingis hóf samkvæmt lögum og skyldum athugun á öllum málunum. Í öllum tilfellum hafa þingmenn Sjálfstæðisflokksins í nefndinni lagst gegn eftirlitinu eða ráðist á þá sem að hafa sinnt eftirlitinu. Það er grafalvarlegt að standa í vegi fyrir eða trufla stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu þingmanna og þingnefnda. Ítrekuð og alvarleg aðför að eftirliti Nýjasta dæmið eru ósannindi Brynjars Níelssonar og Óla Björns Kárasonar, þingmanna Sjálfstæðisflokksins í nefndinni. Þeir segja mig hafa brotið trúnað og farið með „dylgjur og rangfærslur“ þegar ég sagði í kvöldfréttum RÚV að: „Þær upplýsingar sem við fengum bæði hjá dómsmálaráðherra og lögreglustjóranum gefa tilefni til þess að við þurfum að athuga þetta nánar, til þess að sinna okkar eftirlitshlutverki.“ Þingskaparlög segja: „[...] Óheimilt er að vitna til orða nefndarmanna eða gesta sem falla á lokuðum nefndarfundi nema með leyfi viðkomandi [...]” Ég var mjög orðvar í kvöldfréttum RÚV og vitnaði ekki til orða þeirra sem komu fyrir nefndina. Ég sagði aðeins að fram hefðu komið nýjar upplýsingar sem gefa tilefni til þess að athuga þetta nánar. Fáum úr þessu skorið Þetta tel ég að geti varla talist trúnaðarbrestur. Ég hef engu að síður óskað eftir því að skrifstofa Alþingis kanni hvort, og þá hvar, formleg mörk liggja í þessum málum. Hvenær trúnaður sé rofinn og hvenær ekki. Jafnframt hef ég upplýst forseta Alþingis um málið og mikilvægi þess að fá úr þessu skorið. Ef að hófstilltu ummælin mín í gær teljast sem trúnaðarbrestur þá held ég að Alþingi sé vandi á höndum - því að það myndi binda hendur alþingismanna nokkuð svakalega ef þeir mega ekki tala á almennum nótum um störf þingnefnda Alþingis. Ég hef stjórnarskrárbundna eftirlitsskyldu sem þingmaður, nefndarmaður og formaður eftirlitsnefndar Alþingis til að upplýsa hvort dómsmálaráðherra hafi haft óeðlileg afskipti af lögreglurannsókn. Meðan ég sit í eftirlitsnefnd Alþingis mun hún sinna stjórnarskrárbundnum eftirlitsskyldu sínum gagnvart ráðherrum. Eftirlit með valdi er nauðsynlegt, bæði því sem ég fer með sem og valdi dómsmálaráðherra. Höfundur er þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty Skoðun