Hræðsla er hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald Jón Þór Ólafsson skrifar 18. mars 2024 09:00 Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Þór Ólafsson Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í stórmyndunum Dune sjáum við aðalpersónur nota einskonar möntru eða þulu til að beina athyglinni að hræðslu til að losna við hana: 1. I must not fear. Fear is the mind-killer. Fear is the little-death that brings total obliteration. Ég má ekki að hræðast. Hræðsla deyðir hugann. Hræðsla er litli-dauðinn sem ber með sér gjöreyðingu. 2. I will face my fear. I will permit it to pass over me and through me. Ég mun horfast í augu við mína hræðslu. Ég mun leyfa henni að fara um mig og í gegnum mig. 3. And when it has gone past, I will turn the inner eye to see its path. Where the fear has gone there will be nothing. Only I will remain. Og þegar hún er farin fram hjá, mun ég beina innra auganu til að sjá farveg hennar. Þar sem hræðslan fór um verður ekkert. Aðeins ég held áfram að vera. Þulan er kölluð „Litanía gegn hræðslu,“ en „litanía“ er grískt orð yfir einlæga bæn, sem á vel við þar sem hermenn í Grikklandi til forna báðu Fóbos, guðs hræðslunnar, að herja frekar á andstæðinga sína en sig. Til eru vísindalega studdar meðferðir innan sálfræðinnar til að fá Fóbos til að hætta að herja á þig, og þær hafa samhljóm með „þulunni gegn hræðslu“ í Dune: Fyrst þarf getu til að stjórna hve mikil hræðsla er upplifuð, svo hún taki ekki yfir taugakerfið. Næst er að horfast í augu við hræðsluna, án þess að hún verði of mikil. Að lokum þegar hræðslan er liðin hjá þá lærir bæði taugakerfið sjálfkrafa og við vitsmunalega að hræðast minna. Berskjöldunarmeðferðir eru vísindalega studdar meðferðir sem virka gegn kvíða (hræðslu), og ein meðferðin getur á þremur klukkustundum frelsað fólk undan fóbíum (já, það orð kemur frá guði hæðslunnar). Meðferðin virkar með því að: Fyrst er fóbíunni skipt í litlar upplifanir eftir því hve erfiðar þær eru. Næst er athyglin sett á minnst hræðilegustu upplifunina þar til hún er auðveld, og aðeins þá skoðað næstu. Að lokum hefur taugakerfið lært að virkja ekki hræðslu viðbrögðin við erfiðustu upplifuninni og Fóbos hættur að herja á þig með þá hræðslu. Meðferðin byggir á mjög vel rannsökuðum ferlum hegðunarsálfræði sem sýna að hræðsla sem er lærð er hægt að aflæra. Taugasálfræðin sýnir okkur svo hvernig framheilinn lærir sjálfkrafa að koma í veg fyrir hræðsluviðbrögð við því sem þú áður hræddist. Núvitund er önnur vísindalega studd aðferð og meðferð innan sálfræðinnar til að stjórna athyglinni áður en hræðslan tekur hana yfir og festir taugakerfið í vítahring hræðsluviðbragða. Núvitund þjálfar fyrst getuna til að beina athyglinni í burtu frá hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) sem skapar örygga upplifun svo hræðslan taki ekki yfir. Með getuna til að minnka þannig hræðsluviðbrögðin þegar þau verða of óþægileg er óhætt að beina athyglinni tímabundið að erfiðum hugsunum og tilfinningum (s.s. hræðslu) og öðlast þannig bæði sjálfvirka getu til að bregðast ekki við hræðslu, og innsæi hvaðan hræðslan kemur, hvernig hún virkar innra með manni og hvað gerist þegar hún hverfur. Hræðslukerfið okkar er mjög hjálplegur þjónn, en hræðilegt yfirvald. Óska þér öryggis til að sækja frelsið þitt frá Fóbos og lifa frjálsari og í meiri friði. Höfundur er sálfræðinemi.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun