Andrés Ingi Jónsson

Fréttamynd

Þó líði ár og öld: biðin eftir nýrri stjórnarskrá

Í dag minnumst við gleðilegra tímamóta. Fyrir tíu árum kaus þjóðin um tillögur Stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá. Niðurstaðan var skýr: 73.509 kjósendur töldu að leggja ætti tillögur Stjórnlagaráðs til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá, eða tveir þriðju þeirra sem tóku þátt í atkvæðagreiðslunni.

Skoðun
Fréttamynd

Á­huga­leysið upp­málað

Nú er á fimmta ár frá því að ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur settist að völdum – svo við getum séð núverandi stöðu í loftslagsmálum sem afrakstur þeirrar stefnu sem stjórnin hefur staðið fyrir. Staðan er vægast sagt ekki nógu góð.

Skoðun
Fréttamynd

Ríkisstjórn fyrir virkjunarsinna!

Rammaáætlun var ætlað að skapa eins mikla sátt og hægt verður að ná um virkjanir í landinu. Þær breytingar sem stjórnarmeirihlutinn hefur lagt til á þingi gera þá sátt að litlu. Þær byggja ekki á faglegum rökum, heldur pólitískum hrossakaupum innan ríkisstjórnarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

How to Kill an Ecosy­stem in 10 Steps or Less

The impending climate catastrophe – the effects of which can already be directly felt in various environments across the globe – strikes some people as wildly urgent and others as a problem for some undefined later time. Part of this wide difference in people’s sense of urgency is explained by how close they are to the problem.

Skoðun
Fréttamynd

Við­búinn upp­skeru­brestur

Enn og aftur þurfum við að tala um loftslagsmálin, því ríkisstjórnin virðist vera fullkomlega glórulaus og afleiðingarnar eru grafalvarlegar.

Skoðun
Fréttamynd

„Því miður, en okkur er bara alveg sama“

Trans fólk veigrar sér oft við að leiðrétta kynskráningu sína í þjóðskrá. Ástæðan er einföld: enn eru til staðar fordómar gagnvart trans fólki, ekki aðeins í alþjóðasamfélaginu, heldur einnig hér heima fyrir.

Skoðun
Fréttamynd

Verjum Jörðina – bönnum vistmorð

Allt of lengi hafa athafnir mannsins valdið óbætanlegum skaða á Jörðinni. Nærtækast er að benda á loftslagsbreytingar, en víða um heim hafa vistkerfi hrunið eða stórtækur og varanlegur skaði orðið á umhverfinu. Oftar en ekki fylgja neikvæðar afleiðingar fyrir mannfólkið þessum skemmdum á náttúrunni, enda erum við hluti af náttúrunni þó að það gleymist oft.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­tómt bla, bla, bla um lofts­lags­mál!

Ríkisstjórnin ætlar að setja Íslandi sjálfstætt markmið um 55% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda, samkvæmt stjórnarsáttmála. Illa hefur gengið að fá skýringar á því hvernig það markmið muni líta út.

Skoðun
Fréttamynd

Fátt nýtt í fá­mennu ráðu­neyti

Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp.

Skoðun
Fréttamynd

Al­gjör þögn um vopna­flutninga

Fyrir þremur árum kom í ljós að stjórnvöld voru með allt niðrum sig varðandi leyfisveitingar til vopnaflutninga með íslenskum loftförum. Fréttaskýringaþátturinn Kveikur sýndi að yfirvöld höfðu m.a. heimilað flutninga vopna til Sádi-Arabíu, þaðan sem þau bárust til Jemens og Sýrlands – þvert á alþjóðlegar mannréttindaskuldbindingar Íslands.

Skoðun
Fréttamynd

Dagbók frá Glasgow

Ég renndi í hlað á Loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow á fimmtudaginn. Ráðstefnan stendur til 12. nóvember og er óhætt að segja að það séu spennandi dagar fram undan, enda er þetta mikilvægasta ráðstefnan síðan í París 2015. Núna þurfa löndin að sýna hvernig þau ætla að hrinda því í framkvæmd sem þau lofuðu árið 2015.

Skoðun
Fréttamynd

Ein­kunn Ís­lands: Ó­full­nægjandi

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að mæta til leiks með gamlar tuggur á loftslagsráðstefnuna COP26 í Glasgow. Þau markmið sem ráðherrar Íslands halda á lofti eru engan veginn nógu metnaðarfull né heldur endurspegla þau það neyðarástand sem ríkir í loftslagsmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Meina þingmenn það sem þeir sögðu?

Ríki heims stefna á að vinna langtum meira jarðefnaeldsneyti en óhætt er, ætli þau að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. Miðað við þau áform sem eru á teikniborðinu stefnir heimurinn í að framleiða rúmlega tvöfalt meira jarðefnaeldsneyti árið 2030 en þarf til að halda hlýnun Jarðar innan við 1,5°C

Skoðun
Fréttamynd

Skýrasti valkosturinn fyrir loftslagið

„Ég hef engin völd,“ sagði einn ræðumanna á loftslagsverkfallinu á Austurvelli í hádeginu í gær. Þar hefur ungt fólk komið saman í hverri viku til að vekja stjórnmálafólk af þeim doða sem hefur ríkt í loftslagsmálum.

Skoðun
Fréttamynd

Hvar ætla milljón öku­menn að keyra?

Hvernig ætlum við Íslendingar að ferðast á milli staða þegar við verðum orðin milljón talsins? Þegar það búa næstum 700 þúsund á höfuðborgarsvæðinu? Hvernig verður umferðin um Ártúnsbrekkuna þegar bílstjórarnir eru þrefalt fleiri en í dag?

Skoðun
Fréttamynd

Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði

Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru.

Skoðun
Fréttamynd

Mannréttindi fyrir dósir

„Það er bara pínu þannig að fatlað fólk má ekki hafa gaman – allavega ætla Sjúkratryggingar ekki að taka þátt í því.“ Þetta sagði aðstandandi fatlaðs barns við mig í vor – og eftir að hafa séð hvað það hefur þurft að kljást við hjá hinu opinbera kemur þessi upplifun mér lítið á óvart.

Skoðun
Fréttamynd

Tíðindi dagsins kalla á kjarkaða ríkis­stjórn

„Loftlagsbreytingarnar eru hér, í dag. Við erum líka hér, í dag. Ef við bregðumst ekki við, hver á þá að gera það?“ Svona orðaði einn höfunda skýrslu loftslagsnefndar Sameinuðu þjóðanna það í dag þegar hún var.

Skoðun
Sjá meira
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.