Trölli fær ekki að stela hjólajólunum Andrés Ingi Jónsson skrifar 14. desember 2023 11:01 Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Alþingi Loftslagsmál Samgöngur Skattar og tollar Píratar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Þegar umhverfisráðherra segist ekki vilja senda börnunum reikninginn af mistökum samtímans hefðu flest haldið að hann ætti við reikninginn af aðgerðaleysi ráðandi kynslóða í loftslagsmálum, sem mun verulega skerða lífsgæði komandi kynslóða. En nei, umhverfisráðherra Íslands tók svona til orða fyrr í vikunni til að réttlæta hressilegan niðurskurð á framlagi til loftslagsmála í fjárlagafrumvarpi.Tilefnið var fyrirspurn mín um það hvernig það þjóni loftslagsmarkmiðum ríkisins og hagsmunum almennings að fella niður ívilnanir til hjóla og rafhjóla. Það kristallar auðvitað metnaðarleysi ríkisstjórnarinnar að blóðið fer fyrst að renna í umhverfisráðherra þegar hann stendur vörð um þá sturluðu ákvörðun ríkisstjórnarinnar að skera niður framlög til loftslagsmála um marga milljarða á næsta ári. Samhliða því að breyta stuðningskerfi við rafbíla notaði stjórnin nefnilega tækifærið til að lækka upphæðina um næstum helming og spara þannig sex milljarða króna. Sá sparnaður var ekki nýttur í fleiri og skilvirkari loftslagsaðgerðir, heldur er peningnum bara stungið í vasann. Árangur í loftslagsmálum er greinilega eitthvað sem ríkisstjórninni finnst skemmtilegra að tala um en að vinna að. Hagkvæmustu aðgerðinni fórnað Rafbílarnir eru ekki eina aðgerðin sem lenti undir niðurskurðarhnífnum á ríkisstjórnarborðinu, heldur var þar ákveðið að ganga enn lengra gagnvart hjólum og rafhjólum og skera þar niður allan stuðning. Samt er það aðgerð sem er margfalt ódýrari fyrir ríkið og skilar töluvert meiri árangri en stuðningur við rafbíla. Eðlilega þurfa stjórnvöld að líta yfir verkefnalistann og forgangsraða því sem mestum árangri skilar – hvaða loftslagsaðgerðir skila mestri minnkun á losun miðað við hverja krónu. Á næsta ári verður stuðningur við kaup á hverjum rafbíl 900 þúsund krónur, en ívilnun til rafhjóla er 96 þúsund á þessu ári. Næstum tífaldur munur, þannig að ef bara tíunda hvert rafhjól verður til þess að taka einn bensínbíl úr umferð, þá skilar sú aðgerð ríkinu meiri ábata miðað við kostnað. Árangurinn er samt líklega miklu meiri. Alþingi kemur hjólunum aftur inn Frá því að ákveðið var að fella virðisaukaskatt af hjólum og rafhjólum hefur sala á rafhjólum tekið mikinn kipp – seldum rafhjólum fjölgaði um 45% á milli áranna 2020 og 2022. Þannig voru flutt inn 7000 rafhjól árið 2022, á sama tíma og 6800 rafknúnir fólksbílar voru nýskráðir. Tölurnar sýna með skýrum hætti hvernig almenningur tekur við sér þegar ríkið setur upp einfalt stuðningskerfi fyrir vistvæna samgöngumáta. Fólk vill almennt leggja sitt af mörkum, rafhjól geta gjörbreytt samgöngumynstri fólks – og svo er líka bara svo gaman að hjóla. Auk þess er stuðningur við ódýrari samgöngumáta hluti af réttlátum umskipum, sem eru grundvallaratriði til að ná raunverulegum árangri í loftslagsmálum. Það er ekki á allra færi að kaupa nýjan rafbíl, en miklu fleiri geta leyft sér að kaupa vandað rafhjól. Frekar en að leggja til að hætta stuðningi við rafhjól ætti umhverfisráðherra að berjast fyrir því að auka stuðninginn og styðja betur við aðra vistvæna ferðamáta frekar en að einblína alltaf á einkabílinn. Þess vegna var ánægjulegt að sjá að ekki öll í stjórnarflokkunum eru jafn lokuð fyrir góðum hugmyndum og umhverfisráðherrann. Eftir fyrirspurn mína til ráðherra á þriðjudaginn sl. tók meirihluti efnahags- og viðskiptanefndar við sér og í dag verður mælt fyrir tillögu þar sem hann hefur vit fyrir ríkisstjórninni og leggur til að framlengja stuðning við rafhjólin um eitt ár. Það er gott að sjá aðhald í þingsal skila úrbótum. Miðað við viðbrögð umhverfisráðherra þurfum við að halda því áfram til að ná meiri árangri í loftslagsmálum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun