Eftirlifendur fá friðarverðlaun Andrés Ingi Jónsson skrifar 10. desember 2024 12:32 Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Nóbelsverðlaun Kjarnorka Japan Mest lesið Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði Ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Sjá meira
Sjaldan hafa friðarverðlaun Nóbels verið jafn verðskulduð og í dag, þegar Nihon Hidankyō veita þeim viðtöku fyrir baráttu sína fyrir kjarnavopnalausum heimi. Friðarverðlaunin eru sérstaklega mikilvæg nú á tímum þar sem við höfum upplifað fordæmalausar hótanir um beitingu kjarnavopna. Nihon Hidankyō eru samtök fólks sem lifði af kjarnorkuárásirnar á Hiroshima og Nagasaki, fólks einnig er þekkt sem Hibakusha. Upphaflega var það gildishlaðið heiti, hluti af þeirri skömm sem eftirlifendur árásanna upplifðu. Því hefur hins vegar verið snúið við með því að ótal eftirlifendur hafa deilt sögum sínum til að sýna heiminum hvaða afleiðingar kjarnavopn hafa raunverulega á líf fólks. Þannig hafa Hibakusha skilað skömminni þangað sem hún á heima: á ómannúðleg vopnin og fólkið sem samþykkir notkun þeirra. Þó að mikið hafi áunnist er ennþá langt í land að afvopnun – og þar getur Ísland lagt mun meira af mörkum. Ríkisstjórnin sem dró lappirnar Einn stærsti áfangasigur Hibakusha er að hafa átt þátt í að gera samning Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW) að veruleika. Samningurinn var samþykktur árið 2017 og tók gildi snemma árs 2021 og nú er svo komið að 94 ríki hafa skrifað undir samninginn og þar af hafa 73 fullgilt hann. Því miður er Ísland ekki í þeim hópi. Raunin er sú að þegar kemur að TPNW hefur ríkisstjórn Íslands tekið upp eina mestu harðlínustefnu andstæðinga samningsins. Þar spilar aðildin að NATO stórt hlutverk, enda er möguleg beiting kjarnavopna einn af hornsteinum sameiginlegrar varnarstefnu þess. Þess vegna unnu NATO-ríkin markvisst gegn því að samningurinn yrði að veruleika á sínum tíma. Þegar sá slagur tapaðist snéru þau sér að því að grafa undan samningnum og hundsa hann. Svona þarf þetta ekki að vera. Í bæði skiptin sem aðildarríkjafundur TPNW hefur verið haldinn hafa fulltrúar nokkurra NATO-ríkja þegið boð aðalritara Sameinuðu þjóðanna og mætt sem áheyrnarfulltrúar. Þar halda þau á lofti öðrum eldri samningum sem þau segja líklegri til að ná árangri, þó að það sé augljóslega ekki rétt því kjarnorkuveldin hafa siglt hverjum einasta fundi þeirra í strand á undanförnum árum. En samt mæta þau og eiga í uppbyggilegu samtali við þann helming ríkja heims sem hafa fylkt sér á bakvið TPNW sem verkfæri til að styðja við afvopnun á heimsvísu. Utanríkisráðherrar Íslands hefur hins vegar ítrekað tekið illa í áskoranir þingmanna um að senda áheyrnarfulltrúa á fundi samningsins um bann við kjarnavopnum. Afstaða Íslands er sögð sú að stefna skuli að kjarnorkuvopnalausri veröld, en okkar fólk vill ekki sitja við borðið þar sem stærstu skrefin í þá átt eru tekin þessa dagana. Næsta ríkisstjórn getur gert betur Sú ríkisstjórn sem verið er að mynda þessa dagana getur gripið til miklu róttækari aðgerða í þágu afvopnunar og útrýmingar kjarnavopna. Best væri auðvitað ef Ísland myndi gerast aðili að samningi Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnavopnum (TPNW). Því miður er líklegt að ráðherrum muni þykja erfitt að láta aðild að samningnum samrýmast því að vera í NATO. Í ljósi þess að stefna NATO kveður á um að stefnt skuli að heimi án kjarnavopna, þá ætti hins vegar að vera leið til að láta þetta fara saman – nema ef lítið er að marka stefnu NATO. Auðveldara fyrsta skref væri að fara að senda áheyrnarfulltrúa á fundi TPNW og leggja eitthvað til aðgerða í átt að heimi án kjarnavopna. Við eigum fordæmi þess að NATO-ríki hafa mætt á síðustu tvo aðildarríkjafundi, sá næsti er í mars 2025 og því nógur tími til að ákveða að Ísland bætist í hópinn. Í stjórnarmyndunarviðræðum gæti nýtt þingfólk horft til kollega sinna í Noregi. Þar var skrifað í stjórnarsáttmála fyrir þremur árum að hluti af stefnu í þágu friðar og öryggis sé aukin þátttaka Noregs í afvopnunarviðræðum og vinna í átt að heimi án kjarnavopna, með einfaldri lokasetningu: „Að Noregur taki þátt sem áheyrnarfulltrúi á fundum aðildarríkja samningsins um bann við kjarnavopnum.“ Í dag fá Nihon Hidankyō verðskulduð friðarverðlaun Nóbels. Hibakusha, eftirlifendur árásanna á Hiroshima og Nagasaki, hafa náð að lýsa hinu ólýsanlega, hjálpað okkur að hugsa um hið óhugsanlega og auðveldað okkur að skilja óskiljanlega þjáninguna sem kjarnavopn valda. Ég skora á næstu ríkisstjórn Íslands að heiðra framlag þeirra, snúa af braut síðustu ríkisstjórnar og beita afli Íslands í þágu friðar og kjarnorkuafvopnunar. Höfundur er friðarsinni og fyrrverandi þingmaður.
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar