Verjum Jörðina – bönnum vistmorð Andrés Ingi Jónsson skrifar 20. mars 2022 13:00 Allt of lengi hafa athafnir mannsins valdið óbætanlegum skaða á Jörðinni. Nærtækast er að benda á loftslagsbreytingar, en víða um heim hafa vistkerfi hrunið eða stórtækur og varanlegur skaði orðið á umhverfinu. Oftar en ekki fylgja neikvæðar afleiðingar fyrir mannfólkið þessum skemmdum á náttúrunni, enda erum við hluti af náttúrunni þó að það gleymist oft. Vandinn er að náttúran hefur í gegnum tíðina átt sér allt of fáa málsvara. Hvort sem um er að ræða eyðingu regnskóga svo hægt sé að grafa eftir verðmætum málum, olíuleka á borð við Deepwater Horizon í Mexíkóflóa eða geislamengun vegna þess að ekki var vandað nógu til verka við byggingu kjarnorkuvers – móðir Jörð getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum, hún getur ekki dregið einstaklingana sem valda skaðanum til ábyrgðar. Í dag byrjum við að snúa vörn í sókn – í dag hefst Evrópuvika fyrir viðurkenningu á vistmorði. Sjálfstæður réttur náttúru Hugmyndin um náttúruna sem sjálfstæðan réttaraðila hefur á síðustu árum skotið upp kollinum í fjölda ríkja, meðal annars með því að greinar sem vísa til umhverfis og náttúru hafa birst í æ fleiri stjórnarskrám. Ekvador reið á vaðið árið 2008 með því að veita náttúrunni sjálfstæðan rétt í stjórnarskrá og vernd til mótvægis við gamlar hugmyndir um yfirráð mannsins yfir náttúrunni. Þær hugmyndir höfðu áhrif á Stjórnlagaráð sem lagði til skýrt ákvæði um skyldu allra til að virða og vernda náttúru Íslands. Sama þróun hefur átt sér stað við almenna lagasetningu. Belgía samþykkti undir lok árs 2021 þingsályktun um að fella vistmorð inn í belgísku hegningarlögin, og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fyrir belgíska þingið. Sama ár var ákvæði um vistmorð fellt inn í frönsku hegningarlögin og slíkt brot varðar fésektum eða fangelsisrefsingu eftir alvarleika þess. Eitt nýjasta dæmið er að í janúar 2022 var samþykkt að í stjórnarskrá Ítalíu yrði kveðið á um skyldu stjórnvalda til að standa vörð um umhverfið, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi, m.a. í þágu komandi kynslóða. Misfær dómstólaleið í loftslagsmálum Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að einstaklingar og félagasamtök leiti til dómstóla þegar þeim þykir vanta metnað hjá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í loftslagsmálum – en með mjög misgóðum árangri. Sem dæmi má nefna mál gegn norska ríkinu vegna endalausrar útgáfu ríkisins á olíuleitarleyfum. Þar féllst hæstiréttur ekki á að réttur stefnenda til heilnæms umhverfis og náttúru yrði brotinn með þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem bruni olíunnar myndi valda. Öðru gegndi í Hollandi, þar sem umhverfisverndarsamtök höfðu betur gegn ríkinu og dómstólar fyrirskipuðu ríkisstjórn Hollands að herða markmið sín í loftslagsmálum. Þegar einstaklingar taka að sér að standa í svona málarekstri er það oftar en ekki síðasta úrræði þeirra í langri baráttu fyrir réttlæti. En þetta eru óvenjuleg dómsmál að því leytinu að þau snúast ekki um einkahagsmuni þeirra sem standa að þeim, heldur eru þau að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Það er því mikilvægt að opna þessa leið í átt til réttlætis þannig að hún virki sem oftast – og þar getur viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp skipt sköpum. Vistmorð sem alþjóðlegur glæpur Hugmyndin er einföld: Að bæta fimmta glæpnum við verkefni Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag. Í dag fjallar dómstóllinn um ferns konar brot sem eru það gróf og alvarleg að þau eru talin geta ógnað friði, öryggi og velferð í heiminum, en það eru: hópmorð, glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir og glæpir gegn friði. Baráttan fyrir þeirri útvíkkun hefur styrkst með hverju árinu sem líður, eftir því sem fólk sér betur hversu mikil ógn loftslagsbreytingar eru við frið, öryggi og velferð í heiminum. Undanfarin ár hafa samtökin Stop Ecocide unnið að viðurkenningu á vistmorði, en á síðasta ári fengu þau hóp sérfræðinga til að semja skilgreiningu á hugtakinu sem auðvelt væri að fella að starfi Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Sú skilgreining liggur nú fyrir þannig að forvinnan hefur verið unnin fyrir dómstólinn. Berjumst gegn vistmorði á Íslandi Til að styðja við þessa baráttu á heimsvísu hef ég um nokkurt skeið verið hluti af bandalagi þingmanna sem kalla eftir því að vistmorð verði viðurkennt sem alþjóðlegur glæpur, og er með tvennt á dagskrá í komandi viku. Í fyrsta lagi mun þingflokkur Pírata halda málþing á Kjarvalsstöðum til að fara yfir baráttuna, mánudaginn 21. mars kl. 12. Meðal frummælenda verður Richard J. Rogers, einn þeirra sérfræðinga sem sömdu formlegu skilgreininguna sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn getur notað. Í framhaldinu munum við leggja fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að vistmorð verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum og jafnframt að hún leggi fram frumvarp til að banna vistmorð að landslögum. Ég vonast til að fá sem breiðastan stuðning við þingmálið, því þetta er eitthvað sem á erindi við allt þingfólk sem lætur sig umhverfis- og loftslagsmálin varða. Það er sama hvort um er að ræða aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda sem hlusta ekki á ákall um tafarlausar aðgerðir í loftslagsmálúm, eða óhefta græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir óháð afleiðingum fyrir náttúru og umhverfi – almenningur þarf öflugari verkfæri til að grípa í taumana. Viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp væri mjög öflugt verkfæri fyrir fólkið sem berst fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Píratar Umhverfismál Loftslagsmál Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Allt of lengi hafa athafnir mannsins valdið óbætanlegum skaða á Jörðinni. Nærtækast er að benda á loftslagsbreytingar, en víða um heim hafa vistkerfi hrunið eða stórtækur og varanlegur skaði orðið á umhverfinu. Oftar en ekki fylgja neikvæðar afleiðingar fyrir mannfólkið þessum skemmdum á náttúrunni, enda erum við hluti af náttúrunni þó að það gleymist oft. Vandinn er að náttúran hefur í gegnum tíðina átt sér allt of fáa málsvara. Hvort sem um er að ræða eyðingu regnskóga svo hægt sé að grafa eftir verðmætum málum, olíuleka á borð við Deepwater Horizon í Mexíkóflóa eða geislamengun vegna þess að ekki var vandað nógu til verka við byggingu kjarnorkuvers – móðir Jörð getur ekki leitað réttar síns fyrir dómstólum, hún getur ekki dregið einstaklingana sem valda skaðanum til ábyrgðar. Í dag byrjum við að snúa vörn í sókn – í dag hefst Evrópuvika fyrir viðurkenningu á vistmorði. Sjálfstæður réttur náttúru Hugmyndin um náttúruna sem sjálfstæðan réttaraðila hefur á síðustu árum skotið upp kollinum í fjölda ríkja, meðal annars með því að greinar sem vísa til umhverfis og náttúru hafa birst í æ fleiri stjórnarskrám. Ekvador reið á vaðið árið 2008 með því að veita náttúrunni sjálfstæðan rétt í stjórnarskrá og vernd til mótvægis við gamlar hugmyndir um yfirráð mannsins yfir náttúrunni. Þær hugmyndir höfðu áhrif á Stjórnlagaráð sem lagði til skýrt ákvæði um skyldu allra til að virða og vernda náttúru Íslands. Sama þróun hefur átt sér stað við almenna lagasetningu. Belgía samþykkti undir lok árs 2021 þingsályktun um að fella vistmorð inn í belgísku hegningarlögin, og hefur frumvarp þess efnis verið lagt fyrir belgíska þingið. Sama ár var ákvæði um vistmorð fellt inn í frönsku hegningarlögin og slíkt brot varðar fésektum eða fangelsisrefsingu eftir alvarleika þess. Eitt nýjasta dæmið er að í janúar 2022 var samþykkt að í stjórnarskrá Ítalíu yrði kveðið á um skyldu stjórnvalda til að standa vörð um umhverfið, líffræðilegan fjölbreytileika og vistkerfi, m.a. í þágu komandi kynslóða. Misfær dómstólaleið í loftslagsmálum Á undanförnum árum hefur færst í vöxt að einstaklingar og félagasamtök leiti til dómstóla þegar þeim þykir vanta metnað hjá stjórnvöldum og stórfyrirtækjum í loftslagsmálum – en með mjög misgóðum árangri. Sem dæmi má nefna mál gegn norska ríkinu vegna endalausrar útgáfu ríkisins á olíuleitarleyfum. Þar féllst hæstiréttur ekki á að réttur stefnenda til heilnæms umhverfis og náttúru yrði brotinn með þeirri losun gróðurhúsalofttegunda sem bruni olíunnar myndi valda. Öðru gegndi í Hollandi, þar sem umhverfisverndarsamtök höfðu betur gegn ríkinu og dómstólar fyrirskipuðu ríkisstjórn Hollands að herða markmið sín í loftslagsmálum. Þegar einstaklingar taka að sér að standa í svona málarekstri er það oftar en ekki síðasta úrræði þeirra í langri baráttu fyrir réttlæti. En þetta eru óvenjuleg dómsmál að því leytinu að þau snúast ekki um einkahagsmuni þeirra sem standa að þeim, heldur eru þau að berjast fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Það er því mikilvægt að opna þessa leið í átt til réttlætis þannig að hún virki sem oftast – og þar getur viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp skipt sköpum. Vistmorð sem alþjóðlegur glæpur Hugmyndin er einföld: Að bæta fimmta glæpnum við verkefni Alþjóðlega sakamáladómstólsins í Haag. Í dag fjallar dómstóllinn um ferns konar brot sem eru það gróf og alvarleg að þau eru talin geta ógnað friði, öryggi og velferð í heiminum, en það eru: hópmorð, glæpir gegn mannúð, stríðsglæpir og glæpir gegn friði. Baráttan fyrir þeirri útvíkkun hefur styrkst með hverju árinu sem líður, eftir því sem fólk sér betur hversu mikil ógn loftslagsbreytingar eru við frið, öryggi og velferð í heiminum. Undanfarin ár hafa samtökin Stop Ecocide unnið að viðurkenningu á vistmorði, en á síðasta ári fengu þau hóp sérfræðinga til að semja skilgreiningu á hugtakinu sem auðvelt væri að fella að starfi Alþjóðlega sakamáladómstólsins. Sú skilgreining liggur nú fyrir þannig að forvinnan hefur verið unnin fyrir dómstólinn. Berjumst gegn vistmorði á Íslandi Til að styðja við þessa baráttu á heimsvísu hef ég um nokkurt skeið verið hluti af bandalagi þingmanna sem kalla eftir því að vistmorð verði viðurkennt sem alþjóðlegur glæpur, og er með tvennt á dagskrá í komandi viku. Í fyrsta lagi mun þingflokkur Pírata halda málþing á Kjarvalsstöðum til að fara yfir baráttuna, mánudaginn 21. mars kl. 12. Meðal frummælenda verður Richard J. Rogers, einn þeirra sérfræðinga sem sömdu formlegu skilgreininguna sem Alþjóðlegi sakamáladómstóllinn getur notað. Í framhaldinu munum við leggja fram þingsályktunartillögu um að ríkisstjórnin beiti sér fyrir því að vistmorð verði viðurkennt sem brot á alþjóðalögum og jafnframt að hún leggi fram frumvarp til að banna vistmorð að landslögum. Ég vonast til að fá sem breiðastan stuðning við þingmálið, því þetta er eitthvað sem á erindi við allt þingfólk sem lætur sig umhverfis- og loftslagsmálin varða. Það er sama hvort um er að ræða aðgerðir eða aðgerðaleysi stjórnvalda sem hlusta ekki á ákall um tafarlausar aðgerðir í loftslagsmálúm, eða óhefta græðgi stórfyrirtækja sem vilja gjörnýta auðlindir óháð afleiðingum fyrir náttúru og umhverfi – almenningur þarf öflugari verkfæri til að grípa í taumana. Viðurkenning á vistmorði sem alþjóðlegum glæp væri mjög öflugt verkfæri fyrir fólkið sem berst fyrir sameiginlegum hagsmunum okkar allra. Höfundur er þingmaður Pírata.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun