Snöggskilnaðir slá í gegn Andrés Ingi Jónsson skrifar 11. mars 2024 17:31 Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Fjölskyldumál Alþingi Píratar Mest lesið Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Ást og lögfræði eru ekki alltaf besta blandan. Þannig hefur það lengi verið í hjúskaparlögum að þröskuldurinn til að ganga í hjónaband er frekar lágur, en til að losna úr því hefur þurft að leggja talsvert á sig. Grunnútfærslan hefur verið nokkurs konar reynslutími – skilnaður að borði og sæng – þar sem fólk sem er búið að ákveða að hætta saman þarf að vera gift í hálft ár í viðbót áður en það fær endanlega lögskilnað. Eina leiðin framhjá þessu hefur verið með því að annar aðilinn játi á sig hjúskaparbrot eða ofbeldi. Fyrir tveimur árum samþykkti Alþingi að breyta hjúskaparlögum þannig að það væri jafn lítill reynslutími fyrir því að losna úr hjónabandi og að komast í það. Ef við treystum fullorðnu fólki til að vita hvort það vilji giftast hvort öðru, þá hljótum við að geta treyst því til að meta sjálft hvenær ástareldurinn er slökknaður. Þessi lagabreyting var óvenjuleg vegna þess að hún kom frá stjórnarandstöðunni, tillaga mín um snöggskilnaði fékk að fljóta með frumvarpi Viðreisnar með fleiri leiðum til að einfalda skilnaðarferlið. Staðan er auðvitað sú að fólk ákveður ekki að sækja um skilnað að gamni sínu, heldur að vandlega athuguðu máli þegar þau vita sjálf að hjónabandið er búið. Það er mikill bjarnargreiði að halda fólki föstu saman með skilnaði að borði og sæng, því þar myndast oft aðstæður fyrir öll samskipti að súrna á milli hjónanna þannig að endanlegur lögskilnaður verður erfiðari. Í staðinn hefur fjöldi fólks gripið til þess ráðs að játa á sig hjúskaparbrot án þess að nokkuð slíkt sé til staðar – því það hefur verið besta hraðleiðin í gegnum skilnaðarferlið. Frá 1. júlí á síðasta ári hefur þess ekki þurft, heldur hafa hjón getað fengið skilnað án undanfarandi skilnaðar að borði og sæng. Þau þurfa bara að vera sammála um það og hafa komið sér saman um forsjá fyrir börnum, eignaskiptum og annað praktískt. Og hver er útkoman? Niðurstaðan gæti ekki verið skýrari – það var gríðarleg þörf fyrir snöggskilnaði. Í dag kom fram í svari dómsmálaráðherra að á seinni helmingi ársins 2023 var sótt um 765 hjónaskilnaði. Af þeim völdu 250 hjón skilnað án undanfara. Snöggskilnaðurinn varð fyrir valinu hjá þriðjungi þeirra sem sóttu um að skilja seinni helming síðasta árs. Við megum vera ánægð með að hafa náð í gegnum Alþingi þessari litlu breytingu á hjúskaparlögum sem einfaldar lífið hjá fólki. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann Skoðun