Fátt nýtt í fámennu ráðuneyti Andrés Ingi Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Ingi Jónsson Stjórnsýsla Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Sjá meira
Þegar ný ríkisstjórn tók við störfum í haust var farið í sögulegar tilfærslur á verkefnum á milli ráðuneyta til að geta fjölgað ráðherrastólum svo kapallinn á milli stjórnarflokkanna gengi örugglega upp. Úr því urðu til nokkur lítil bland-í-poka-ráðuneyti, sem fá til sín mjög fjölbreytta málaflokka en hætt er við að verði of smá til að sinna þeim verkefnum sem þeim er ætlað. Of smátt fyrir stór verkefni Eitt af nýju ráðuneytunum er háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið. Í óundirbúnum fyrirspurnum svaraði ráðherrann mér því að sennilega yrðu stöðugildin þar ekki nema 35 talsins. Ráðuneytinu er ætlað að sinna málefnum vísinda og rannsókna; nýsköpun, tækniþróun og stuðningskerfi atvinnulífs; hugverkaréttinda og alls iðnaðar; og þeim ört vaxandi málaflokki sem fjarskipti eru í tæknivæddu samfélagi. Að ætla að gera allt þetta með 35 starfsmönnum ber vott um mikla bjartsýni eða sýnir að einfaldlega er horft framhjá umfangi verkefnisins í þágu fleiri ráðherrastóla. Þá kom einnig í ljós í svörum ráðherrans að margt af því sem sagt hefur verið um nýsköpun í vinnubrögðum við undirbúning og skipulag ráðuneytisins er orðum aukið. Í viðtali við Innherja Vísis lýsti ráðherra því að tilgangurinn með þeim fjölmörgu breytingum sem nú sé verið að innleiða sé að “brjóta niður síló” og innleiða verkefnadrifna nálgun úr einkageiranum. Til margs er að vinna að fá ráðuneyti til að vinna betur saman sem heild, en í viðtalinu lýsir ráðherrann því að til að ná þessu fram verði horfið frá fagskrifstofum hefðbundinna ráðuneyta. Þegar ég spurði út í þetta í þingsal kom hins vegar fram að það yrðu alveg fagskrifstofur í ráðuneytinu: Tvær talsins. Tæplega tuttugu starfsmenn í hverri skrifstofu er nokkurn veginn í takt við það sem gengur og gerist í öðrum fagskrifstofum Stjórnarráðsins. Sú stefna að ný störf verði almennt auglýst án fastrar staðsetningar er góðra gjalda verð en auðvitað algjörlega í takt við kröfu samtímans, hluti af því sem á að vera almenn stefna hjá ríkinu, og eitthvað sem hefur verið hrint í framkvæmd á undanförnum árum. Sú þróun er til komin vegna ákalls vinnandi fólks um aukinn sveigjanleika í starfi, aukið jafnvægi milli vinnu og einkalífs og svo náttúrulega til að efla tækifæri fólks út um allt land. Litið til slæmra fyrirmynda Þegar kemur að skipulagi hins nýja ráðuneytis virðist háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra horfa allt of stíft á verklag í einkageiranum. Þar vekur reyndar vissar áhyggjur að sem dæmi um fyrirmyndir nefnir hún Jeff Bezos, sem byggir auð sinn m.a. á hræðilegri meðferð á starfsfólki Amazon. En það sem skiptir höfuðmáli er að ráðherra nýsköpunar átti sig betur á þeirri miklu nýsköpun sem hefur verið innan opinbera geirans á undanförnum árum og áratugum. Sú framþróun hefur líklega aldrei verið hraðari en undanfarin tvö ár þar sem stofnanir ríkisins hafa hver og ein lagt kapp á að gera starfsemi sína óháða staðsetningu starfsfólks, taka upp verkefnamiðað skipulag og tryggja þjónustu við almenning með nýjum og nútímalegum lausnum. Ef nýtt ráðuneyti á að bera þess skýr merki að vera búið til árið 2022, þá má ráðherrann ekki einblína svo mikið á rekstur einkageirans að hún gleymi að horfa á það sem best gerist í opinberum rekstri. Annars kemur ekki endilega á óvart að ráðherrar Sjálfstæðisflokksins líti á rekstur hins opinbera eins og um væri að ræða einkafyrirtæki. Í því samhengi vekur nokkrar áhyggjur að þegar ráðherra valdi sér ráðuneytisstjóra fyrir þessa fyrstu mótunarmánuði nýs ráðuneytis þá leitaði hún til flokkssystur sinnar. Ráðuneytið sem heldur utan um alla þessa mikilvægu samfélagslegu málaflokka verður þannig frá upphafi mótað að pólitískri sýn nýfrjálshyggjunnar – eftir að stofnað var til þess á pólitískum forsendum. Höfundur er þingmaður Pírata.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun